Þjóðviljinn - 02.06.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Page 11
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júní 1984 Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 - Til viðbótar við þá kjaraskerðingu sem landsmenn hafa orðið að þola, þá hefur minnkandi afli dregið stórlega úr tekjum sjómanna og með sífellt stærri kostnaðarhlut framhjá hlutaskiptum hefur útgerðin verið að ná sér í tekjur á kostnað áhafnar. Þannig lýsti Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins og varaforseti Farmanna- og fiskimann- asambandsins kjaraþróun sjómanna síðustu misseri í samtali við Þjóðviljann. í spjallinu við Helga er víða komið við í kjaramálunum, rætt um atvinnuréttindi yfirmanna og undanþágur, fiskiveiðistefnuna, reynsluna af kvótanum, nýtt fiskverð, hvað tekur við og ýmislegt fleira. • Jafnframt því að geta nýtt toppana í þorskveiðinni með skynsamlegu móti þá verðum við að geta þolað dældina. • Langstærsti hluti þeirra sem er ábáta- flotanum er á tryggingunni einni sam- an og það þykja ekki háar tekjur • Við skulum gæta að því að það er ekki síst öryggisatriði að við búum skipin fólki sem kann til verka. - Á loðnu og síld geta hlutasklptin gefið af sér og ég er ekkl vlss um að menn séu tllbúnir að breyta því fyrirkomulagi, en tllkoma kvótans hefur breytt þessu varðandi aðrar veiðar. Hér eru það sjómenn á loðnusklplnu Guðmundl RE sem eru að gera klárt fyrlr velðar. - Elgl flskverð elnungls að hœkka um 2-3%, þá verður þvl ekkl teklð þegjandl. Þessi mynd er tekln þegar sjómenn fylktu llðl í Sigtúnl í hltteðfyrra til að knýja á i kjaradeilu slnnl vlð útgerðarmenn og ríklsvald. LAUNAKJÖRIN fæla menn frá sjónum Hlutaskiptareglan hefur á undanförnum árum öll gengið úr skorðum, vegna þess hve mikið er greitt til útgerðar framhjá skiptum heldur Helgi áfram, en í nýgerðum kjara- samningum náðum við fram leiðréttingu á kauptryggingu sem ekki hefur verið í sam- ræmi við hlutaskipti. Kauptrygging hjá 1. vélstjóra verður í jan. 1985 tæpar 28 þúsund krónur á mánuði. Við skulum gera okkur grein fyrir því að lang stærsti hluti þeirra sem er á bátaflotanum er á tryggingunni einni saman og þetta þykja ekki háar tekjur fyrir þá rosalega miklu vinnu sem menn verða að leggja á sig. Það vita allir hvert vinnuálag þessara manna er og þegar horft er uppá þau kjör sem boðin eru, þá er alls ekki undarlegt þó menn sæki ekki í þessi störf. Það segir sig sjálft. Rætt við Heljga Laxdal formann Vél- stjórafélags Islands og varaforseta Farmanna- og fiskimannasambandsins Fáir sækja í þessi störf Gengur Ula að manna flotann? - Það liggur alveg fyrir að fáir vilja sækja í þessi störf. Vélskólinn og Stýrimanna- skólinn eru núna t.d. nýbúnir að útskrifa allt að 250 manns. Ég þekki nánast engan úr þessum hópi sem ætlar að sækja eftir starfi á fiskibát. Þeir sem vilja fara á sjó á frakt- skipin vegna þess að þar eru kjör, vinnuað- staða og aðbúnaður betri en á fiskiskipum, en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það sem er merkilegt er að þessir ungu menn (hafa heldur engan áhuga fyrir plássum á ,togurunum. Einhvern tímann hefði það þótt eftirsóknarvert pláss. Nei, það eru fyrst og fremst launakjörin sem fæla menn frá þessum störfum. Menn vilja ekki ráða sig upp á þessar tekjur, fyrir að standa allt að 12 tíma vaktir alla daga, að meðtöldum helgidögum, að ekki sé minnst á fjarvistir að heiman og erfíða vinnuaðstöðu. Uppstokkun hlutaskipta- kerfis hugsanleg Það hefur flogið fyrir að sjómenn séu að ræða um að stokka upp hlutaskiptakerfið. Þetta gangi ekki lengur í kvótakerfi. Hvert er þitt álit á þessu? - Jú það er rétt menn hafa verið að ræða þessi mál. Ég er ekki alveg viss um að ég sé tilbúinn að sleppa þessu kerfi. Frekar þá þar sem verr gengur en ekki á síld og loðnu þar sem menn eiga von á uppgripum. Þar geta hlutaskiptin gefíð vel af sér ef vel gengur og auðvitað vilja menn alltaf halda í það góða en sleppa hinu. En það er rétt að með tilkomu kvótans þá kemur alveg til greina að breyta til því þar er búið að á- kveða fyrirfram hvað hver og einn á mögu- leika á að bera úr býtum. Talandi um kvótann. Hvernig fínnst þér reynslan hafa verið af honum nú á nýliðinni vertíð? - Ég hef sjálfur verið inni á einhvers kon- ar kvótakerfi. Við höfum rekið óhemju dýra útgerð og ef þetta kerfi getur dregið úr þeim kostnaði þá er það af hinu góða og á fullkomlega rétt á sér. Ég hef heyrt að veiðafærakostnaður hafi minnkað einkum hjá þorsknetabátum og jafnframt hafi gæði aflans verið meiri. Þetta er mjög jákvætt. Það sem mér þykir þó merkilegast er hversu vel hefur tekist að koma þessu nýja fyrir- komulagi á, sem er nánast bylting frá því sem var. Það hafa orðið mjög litlir árekstrar manna í millum. Hitt er annað að auðvitað þarf að endurskoða þetta kerfi í skjóli reynslunnar og sjá hvaða leiðir eru vænleg- astar í þessum efnum fyrir næstu framtíð. Verðum að taka toppana Á síðasta þingi ykkar lagði Farmanna- og fiskimannasambandið fram ákveðna stefnu - Ég þekkl nánast engan úr þelm hópi sem nú er að útskrlfast úr Stýrlmanna- og Vélskólanum sem œtlar að sækja eftlr starfl á flsklbát. í flskveiðimálum þar sem m.a. var lagt til að reynt yrði að jafna veiðinni meira út frá þvi sem nú er og ekki hafðar þær takmarkanir á sókn sem nú eru í gildi. Hver er þín skoðun í þessum efnum? - Ég er nú enginn fiskifræðingur eins og margur segir og það virðast fáir geta sagt til um hvað verður og hvernig sé skynsam- legast að taka á þessum málum. í það minnsta hafa verið lítil tengsl í milli orða fiskifræðinganna og raunveruleikans síð- ustu árin. Ég held þó að allir séu sammála um það að þorskurinn og aðrir nytjastofnar séu og verði alltaf til í mjög misstórum árgöngum og við það ástand ráði enginn. Því held ég að við verðum að taka toppana þegar þeir gefast. Ég hef ekki trú á því að hægt sé að deila út einhverjum meðalafla ár hvert. En jafnframt því sem við verðum að vera færir um að nýta toppana með skynsamlegu móti þá verðurn við líka að geta þolað dældina. Þetta er því fyrst og fremst spurning um stjórnun þessara mála og það hversu mikið má fækka í flotanum. Við verðum að eiga skip til að geta fullnýtt toppinn hverju sinni þegar gefst. Nú standa yfir viðræður um nýtt fisk- verð. Hvernig standa þau mál? - Við heyrum þær fréttir að fískverð hækki kannski ekki nema um 2-3%. Það er engan veginn nóg og það er mikill uggur í okkur vegna þessa. Það þýðir ekkert að vera að miða beint við ASÍ samkomulagið því þar ofan á hefur ýmislegt bætst auk þess sem við erum í allt annarri stöðu en aðrir launþegar. Það getur ekki gengið lengur að engir menn séu tilbúnir að manna þessi dýr- ustu atvinnutæki þjóðarinnar sem flotinn er. Við teljum mun meiri hækkun fiskverðs það eina raunhæfa. Þá miðum við við 5% meðalhækkun frá ASÍ og starfsaldurshækk- anir auk lagfæringa sem við eigum inni. Við þurfum mun meira til að standa jafnfætis öðrum og þá er ekki meðtalin sú aflarýmum sem við höfum orðið að þola. Gert út á afla- tryggingarsjóð Aflatryggingarsjóður hefur verið lagður niður í sinni fyrri mynd. Hvert er álit þitt á þeirri ráðstöfun? - Ef ég á að segja eins og er, að eins og sjóðurinn var rekinn áður, þá er þakkarvert að hann skuli hafa verið lagður af í nú- verandi mynd. Það vita það allir að ákveðin skip voru hreinlega gerð út á þennan sjóð. Fjármagnið í sjóðinn er takið af útflutn- ingsvsrði og lækkar því óbeint aflahlut. Ég fagna því að búið er að stöðva þennan út- gerðarmáta í gegnum aflatryggingarsjóð. Hitt er svo auðvitað annað mál hvað gerist í haust þegar flotinn verður stopp og allur kvóti búinn. Hvað á þá að gera í launamál- um áhafna? Hvert ætla menn að sækja í vinnu? Ég held að þetta verði fyrst og fremst vandamál fyrir háseta því ég þykist vita að yfirmenn sem eru til áframhaldandi starfa haldi sínum launum. Undanþágur tíl yfirmanna, og þá einkum vélstjóra hafa verið mikið til umræðu bæði á opinberum vettvangi og á þingi í 'vetur þar sem sett hafa verið lög um þessi efni. Hvern- ig hefur ástandið verið og eru þessar ráð- stafanir sem gerðar hafa verið til bóta að þfnu mati? - Nefnd sú sem undirbjó þá lagagerð sem alþingi afgreiddi nú fyrir þinglok hefur starfað frá því 1978. Ég kom inn í þessa nefnd fyrir rúmu ári síðan og þá var búið að ganga frá því sem lýtur að réttindamálum skipstjóra og stýrimanna en vélstjóramir voru eftir. Helstu breytingarnar eru í sam- eiginlegu ákvæðunum fyrir undanþágur til Helgi Laxdal: Vltum að flotlnn verður ekkl stoppaður á einum degl og því þarf að taka á þessum málum á lengrl tfma. þessara starfa en stórum hluta vélstjóralag- anna var breytt. Of mikil launung hjá ráðuneyti Aðalbreytingin er sú að skipuð er sérstök nefnd þar sem fulltrúar fagfélaganna eiga sæti sem tekur á móti beiðnum um und- anþágur og afgreiðir þær. Áður fóru þessi mál beint í gegnum samgönguráðuneytið og það var allt of mikil lausung í þessu. Ég hef trú á að það verði hægt að koma þessu í skikkanlegt horf á næstu tveimur til þremur árum. Ástandið hefur verið þannig að fyrir þau tæp 500 fiskiskip sem eru með vel undir 1000 hö. þá barst ráðuneytinu í fyrra um 760 beiðnir um undanþágur til vélstjórastarfa og þar af flestar frá mönnum sem alls engin réttindi hafa. Það er rétt að taka það fram að sækja þarf um þessar undanþágur á 6 mánaða fresti en þetta eru stórar tölur og um 600 til viðbótar sóttu um undanþágu á árinu til stýrimanna eða skipstjórnarrétt- inda. Við sjáum hvernig málin horfa við. Við vitum líka að flotinn verður ekki stopp- aður á einum degi og því þarf að taka á þessum málum á lengri tíma. Ég bind mikl- ar vonir við störf þessarar undanþágu- nefndar. Ég hef trú á því að okkur takist að komast út úr þessum vanda á næstu árum. Það þarf að minnka nám til minnstu rétt- inda, koma upp námskeiðum úti á landi og halda sérstök námskeið fyrir þessa undan- þágumenn. Þetta er búið að vera mikið hi- tamál á undanförnum árum og ég held að við leysum þetta ekki með öðru móti en taka skipulega á þessu á einhverjum tíma. Það hefur verið allt of mikil lausung á þessu undanfarin ár og menn geta rétt ímyndað sér hvort ekki sé hagkvæmara að borga 200 krónur i undanþágugjald til ráðu- neytis í stað þess að setjast á skólabekk frá 1 í allt að 7 ár samfara þeim kostnaði sem því fylgir. Reyndar verður þetta gjald hækkað veru- lega og það er hugmyndin og er komið í lög að það renni í sérstakan sjó sem verði not- aður til að styrkja menn til náms sem vilja öðlast réttindi til sinna starfa. Virðing fyrir starfi sjómanna Við skulum gæta að því að það er ekki síst öryggis- og hagkvæmisatriði að við búum skipin fólki sem kann til verka og við þekkj- um allt of mörg dæmi um hvernig hefur tekist til þegar óvanir og fákunnandi menn hafa ráðið ferðinni. Þetta er einnig ekki síst spuming um virðingu fyrir starfi og réttind- um manna. Ég heyrði það á dögunum að ekki væri hægt að opna B-álmu Borgar- spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um. Vissulega væri hægt að þjálfa einhverja á stuttum tíma til að gefa sprautur og lyf og veita þeim síðan undanþágu til þessara starfa sem hjúkrunarfræðingar. Það er hægt, en við vitum ósköp vel að slíkt er bara alls ekki á dagskrá og kemur alls ekki til mála. Það sama hlýtur að eiga að gilda fyrir aðrar starfsstéttir, líka þær sem starfa á sjó. Þá verður hér enginn friður Framtíðin, hvað tekur við á næstu miss- erum og árum. Ertu bjartsýnn á framhald- ið? - Það er núna rétt ár síðan gripið var til róttækra efnahagsráðstafana. Það sáu allir að eitthvað varð að gera og launafólk var látið færa fórnir. Ég var að mörgu leyti sammála því sem gert var. Hins vegar er allur eftirleikurinn eftir. Það er ekki nóg að skerða kaupið og gera ekkert annað. Það þarf líka að stjórna. Mér finnst rikisstjórn- inni hafa mistekist í þeim efnum. Hún fann ekki aðra leið til að fylla fjárlagagatið en taka stórfelld erlend lán. Ekkert var gert í hagræðingar og sparnaðarmálum. Við höf- um lifað við ranga peningastjómun undan- farin ár. Útþenslan í kerfinu hefur verið miklu meiri en við gátum ráðið við og við sitjum uppi með alls kyns óarðbærar fjár- festingar. Þá fjárfestingu viljum við ekki í dag en ég sé ekki að menn ætli að læra af reynslunni og draga úr þessari vitleysu. Ef menn sjá ekki að sér í þessum efnum þá verður hér enginn friður. Það bara getur ekki orðið. Og ef það er rétt sem maður heyrir og ég sagði áðan að fiskverð eigi einungis að hækka um 2%-3% til sjómanna þá verður því ekki haldur tekið þegjandi, vegna þess að sjómenn hafa allt of lengi verið skildir eftir. Það er búið að keyra verðbólguna niður með stórfelldri launa- lækkun. Nú verður eitthvað annað að taka við. -*g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.