Þjóðviljinn - 02.06.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Síða 13
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Mikill ágreiningur um nýju lögin um Ríkismat sjávarafurða Frumvarpi ráðherra umsnúið á alþingi Verri en fyrri lög þrátt fyrir viðamiklar breytingar, segja Skúli Alexandersson og Guðmundur J. Guðmundson. Garðar Sigurðsson ósam- mála þeirri gagnrýni. Ný lög um ríkismat sjávarafurða voru samþykkt á síðustu dögum nýliðins þings. Yfir þessari nýju stofnun sem tekur við af Framleiðslueftirliti sjávarafurða er sett svokallað Fisk- matsráð sem að meirihluta er skipað fulltrúum hagsmuna- samtaka sjávarútvegsins. Það frumvarp sem sjávarútvegs- ráðherra upphaflega lagði fram í vetur tók miklum breyting- um í meðferð þingsins og voru mjög skiptar skoðanir um ágæti þessara skipulagsbreytinga á ferskfiskmati og eftirliti í sjávarútvegi. Guðmundur J. Guðmundsson greiddi ásamt flestum þing- mönnum Alþýðubandalagsins at- kvæði gegn þessu frumVarpi og sagði hann í samtali við Þjóðvilj- ann að þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á frum- varpinu þá væri það illa samið. Fjölmargar greinar í því væru fár- ánlegar og ekki hefði verið gefinn nægur tími til að skoða þessi mál niður í kjölinn. Skúli Alexandersson flutti 11 breytingartillögur við frumvarpið sem allar voru felldar. „Ég sat hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta mál vegna þess að okkur í efri deild tókst að knýja fram bókun sam- hliða afgreiðslu frumvarpsins þess efnis að allt síldarmat skuli vera á vegum opinberra aðila sem hingað til, en ekki hjá Fiskmatsráði eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Einnig fékkst fram breytingartillaga þess efnis að ráðherra hefur ekki lengur í hendi sér veitingu vinnsluleyfa en hins vegar getur ráðherra endur- veitt leyfi hafi framleiðendur verið sviptir þeim. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir viðamiklar breytingar þá eru þetta verri lög en við höfum fyrir“, sagði Skúli Alexandersson. Garðar Sigurðsson var fram- sögumaður fyrir áliti meirihluta sjávarútvegsnefndar neðri deildar við afgreiðslu málsins þar. Þar var málið tekið til upphaf- legrar afgreiðslu og lagði nefndin til einar 16 breytingartillögur á frumvarpinu. Garðar sagði í sam- tali að verulega hefði verið bætt úr frumvarpinu við þessar breytingar og hann væri ósammála þeirri gagnrýni að lögin væri verri þeim sem fyrir eru og ráðherra væru falið óeðlilega mikið vald með þessu frumvarpi. Endanlegt vald hlyti ætíð að vera hjá ráðherra. Meðal þeirra breytingartillagna sem ekki náðu fram að ganga frá Skúla Alexanderssyni var sú að Framlelðslueftlrlltlð er lagt nlðuren matið fært yflr tll nýrrar stofnunar, Ríkismats sjávarafurða sem lýtur yf irstjórn Flskmatsráðs sem að meirlhluta er skipað fulltrúm framleiðenda. Mörgum þyklr mikll afturför að þessari breytingu þar sem eftirlitið erfært úr höndum óháðs ríklsmats í hendur framlelðenda. Sérstök bókun var gerð á þlngi við afgreiðslu frumvarpslns þess efnls, að síldarmat fellur ekkl undir hin nýju lög heldur verður áfram bundið óháðu ríkismatl. hreinlætis- og búnaðardeild sem var mjög mikilvirk í Framleiðslu- eftirlitinu yrði ekki lögð niður. Einnig að fiskmatsstjóra, mats- mönnum og öðrum yfirmönnum Ríkismatsins væri óheimilt að stunda nokkurn atvinnurekstur er lýtur að fiskverkun eða fiskversl- un. Það var ekki laust við að mönnum fyndist lítill gaumur gef- inn umræðum um hinn nýja laga- bálk um Ríkismatið á þingi og af- greiðsla þess keyrð í gegn á skömmum tíma. „Þetta eru lög sem snerta stærsta atvinnuveg þjóðarinnar og það sýnir ekki góð vinnubrögð né ábyrgð að þegar búið er að umsnúa í nefnd því sem lagt er fram frá ráðherra þá sé allt keyrt í gegn í mikilli tímapressu á lokadögum þingsins. Það er hneyksli hvemig staðið hefur verið að þessu máli“, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son. -lg- „Hluturínn hefur hrapað niður“ Viðtal við Harald Guðmundsson í Ólafsvík Haraldur Guðmundsson sklpstjóri Ólafsvík. Til hliðar við hann er málverk af bátl hans, Hrlng, sem Gylfl Ægisson gerðl. Ljósm.: GFr. skipstjóra „Við erum á þorskanetum og það hefur gengið þokka- lega, byrjuðum þó ekki fyr en 20. mars af því að við vorum með bátinn í endurbyggingu. Við hefðum aldrei farið út í að byggja bátinn ef við hefðum vitað að aflanum yrði skipt upp“, sagði Haraldur Guð- mundsson skipstjóri í Ólaf- svík í samtali við Vesturi- andsblaðið. - Hvað fenguð þið háan kvóta? - Við fengum í kringum 350 tonna kvóta og vomm ekki ósáttir við það út af fyrir sig. Honum er bara ekki réttlátlega skipt. Kvótinn byggist á þriggja ára meðaltali og við vomm mínusaðir um 35% af því að við vomm á skel um tíma árið 1981. Það finnst okkur órétt- látt. - Nú hefur heyrst að þið hér úti á Nesinu fáið rétt til skelfiskveiða eins og Gmndfirðingar og Hólmar- ar. - Við vorum á sínum tíma með stærsta flotann á skelfiskveiðum og var skelin þá flutt í Stykkishólm, Hafnarfjörð og Borgarnes. Hún var einnig unnin hér í Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur. Við vorum því brautryðjendur í þessum veiðum þó að ekki væmm við fyrstir. Síðan var þeim innfrá gefinn möguleiki á að vinna alla skel því að sá sem kaupir hráefnið átti möguleika á að ráða hverjir veiddu. Hér hefur svo ekki verið hljómgrunnur að fara út í skel fyrr en nú og við höfum sótt um leyfi til sjávarútvegsráðherra. - Telur þú að þorskstofninn sé þverrandi? - Ég hef stundað veiðar í 43 ár og séð hvernig þorskstofninn hefur farið þverrandi smám saman. Við megum einfaldlega ekki vera of gírugir til fæðunnar. Ég er sam- mála því. Annars gekk vertíðin hér eins og við eigum að venjast, hún var mjög eðlileg. Marsmánuður var sterkastur og hann er það alltaf. Ef ekkert hefði gerst í mars hefði engin vertíð orðið. - En þú telur að um ofveiði sé að ræða? - Já, ég er ekki búinn að sjá að við náum þessum umdeildu 220 tonnum á árinu og ég tel að kvóta- kerfið eigi fullan rétt á sér. Við kláruðum sfldina á sínum tíma og svo loðnuna, þannig að við höfum dæmin fyrir okkur. - Hvað tekur nú við að lokinni vertíð? - Við förum á reknet eins og undanfarin ár og höfum sótt um leyfi til dragnótaveiða. Það er leyft að veiða 17 þúsund tonn af kola en kvótinn er sameiginlegur svo að það er bara heppni hvað hver fær mikið. Við eigum 30 - 40 tonn eftir af þorskkvótanum og viljum gjarnan eiga það okkur til góða. - En hafa menn ekki ytfirleitt klárað sinn kvóta? - Jú yfirleitt, og svo eru þeir verkefnalausir. Hver verður að haga veiðunum eins og honum þykir best. Það er engin kúnst að skipta 400 þúsund tonnum en tölu- verðir erfiðleikar með 220 þúsund tonn. Eins og útlitið var 1983 virtist ekki mikill þorskur til. Það var svo sáralítið magn að það hræddi menn. - Hafa ekki tekjur sjómanna minnkað verulega? - í fyrra veiddum við 730 tonn af þorski og 280 tonn af sfld. Nú megum við veiða 350 tonn af þorski og fáum eitthvert skrap með og svo kannski sama magn af sfld. Með því að bera þetta saman sjá allir hvað hluturinn hefur minnkað mikið hjá okkur. - Hvað með rækju? - Breiðfirðingar mega taka upp ákveðið magn af henni og því er skipt jafnt milli Zóphaníasar Cec- ilssonar í Grundarfirði og Rækju- ness í Stykkishólmi. Ólafsvíkingar mega ékki fara í hana nema þessir aðilar taki við rækjunni. Svo hins vegar er stórum togurum og rækju- skipum ýtt inn á þessi mið hér í Breiðafirði, alveg upp í landsteina. Á meðan verðum við á smærri bá- tum að fara 20 mflur út til að veiða þorsk. Þetta er misræmi. Það ætti að vera sama hvar við veiðum þor- skinn meðan hann er stór og fal- legur. Því megum við ekki toga á sömu slóðum og þessi stóru rækju- skip. Ég vonast til að sjávarútvegs- ráðherra leiðrétti þetta. Annars er það mín skoðun að við höfum ekki átt góðan sjávarútvegsráðherra síðan Lúðvík Jósepsson var í þeim stól. Hann þorði og var virtur af öllum aðilum. _ GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.