Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 19
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 „ Blóð bróður þíns hrópar til mín “ Gömul og ný friöarprédikun á sjómannadag- inn eftir sr. Rögnvald Finnbogason. Fyrir rétt þrjátíu árum flutti séra Rögnvaldur Finnbogason prédikun á sjómannadag- inn í Höfn í Hornafirði sem þótti mjög óvenjuleg: hún fjallaði um frið, kjarnorkuvoðann og samábyrgð mannkyns. Varþetta löngu fyrirþann tíma, að slík mál þættu við hæfi í kirkjum. Með leyfi séra Rögnvaldar rifjum við upp þessa ágætu prédikun, sem fjallarum mál þau sem brýn eru enn í dag - er hún hér lítið eitt stytt. Biblíutexti sr. Rögnvaldar var sagan af Kain og Abel: á ég að gæta bróður míns? í upphafi vék hann að grein sem nýlega hafði birst í svissnesku tímariti um kristindóm og þjóðfélagsmái Og fiallaði um afleiðinar kj arnorkuvopnatilrauna Bandaríkj amanna á Bikinieyjum, en upphaflega hafði greinin birst í Japan. Greinin bar yfirskriftina „Áskorun til þjóða heimsins“ og sr. Rögnvaldur vitnaði svo til hennar: „Síðustu afleiðingar hins geislavirka öskuregns er stafaði frá vetnissprengjunni á Bikinieyjum, olli oss Japönum ólýsan- legum skelfingum og nísti hjörtu vor. Tut- tugu og þrír japanskir sjómenn er voru að störfum utan hins opinberlega yfirlýsta hættusvæðis, sneru heim þaktir geislasár- um. Örlögin hafa valið þjóð vorri þann hlut að verða fyrsta bráð atómsprengjanna sem veltu Hiroshima og Nagasaki í rúst. Nú urð- um við með Bikini-tilraununum í þriðja skipti fórnarlamb sömu eyðingaraflanna. Vér þekkjum því öllum betur þær dauða- ógnir, sem af þessu vopni stafa og dirfumst því ekki að flýja undan þeirri ábyrgð sem á oss hvílir að hrópa til þjóða heimsins þá kröfu að endir verði bundinn í eitt skipti fyrir öll á þá notkun kjamorkunnar sem beinir henni til útrýmingar þjóðum. Og þessa kröfu berum vér fram, ekki aðeins sjálfra vor vegna, heldur vegna alls mannkyns. Hér lýkur orðum hins japanska blaðs. Þau em aðvörunarorð tii allra þjóða heims, ekki aðeins til stórþjóðanna, sem við svo nefnum og forystumanna þeirra, heldur til sérhverrar þjóðar, hversu fámenn sem hún kann að vera. En nú kann ef til vill einhver, sem hér er inni að segja í hjarta sínu: Vinur minn, við erum hingað komin til að hlýða á Guðs orð, en ekki upplestur úr japönskum blöðum, - til að þakka Guði handleiðslu hans á liðnum stormanóttum, en ekki til að hlusta á orð- agjálfur um jafnóviðkomandi og fjarlæga hluti og vetnissprengingar á Kyrrahafi. Við þann mann vil ég aðeins segja þetta: Guðs orð er sannleikurinn einn, hvar sem hann finnst, hvort heldur það er í Heilagri ritningu eða japönskum blöðum. Og hann er okkur því mikilvægari sem hann fjallar um líf okkar og dauða af meiri alvöru. Og þeim sem hingað er kominn til þakk- argjörðar, honum sé lof og heill, aðeins einu má hann aldrei gleyma og það er bróður sínum, þótt á fjarlægri ströndu sé, kvöl hans og angist má hann ekki dylja fyrir augum sínum. „Það sem þér hafið gjört einum þessara minna minnstu bræðra, haf- ið þér gjört mér“, segir Drottin vor. Hefir þú gleymt hinum minnsta bróður, heyrir Drottinn enga lofgjörð þína. - Eitt af spakmælum Prédikarans er, að ekkert sé nýtt undir sólunni, og má það til sanns vegar færa. Ýmislegt hefur þó breytzt frá dögum hans, bæði í jörðu og á og í samskiptum manna og þjóða. Við þekkjum öll þá miklu umbyltingu, sem tækni er nefnd. Hún hefur í sífellt ríkari mæli áhrif á h'f hvers einasta manns og hverrar þjóðar. Til dæmis er sú leið, er forfeður predikarans fóru heim, úr herleiðingunni í Babylon, fáum öldum áður en hann reit spakmæli sín, farin á fáum klukkustundum nú, þótt það tæki ísraelsmenn þeirra tíma nokkra mán- uði að fara hina sömu leið. Sá sem býr’ austur á ströndum Japanseyja er okkur nú í vissum skilningi engu fjær en Öræfingar voru Hornfirðingum um aldamótin síðustu. Nútímamaðurinn verður að eiga til brunns að bera jafnvel enn meira siðferðis- þrek en nokkur forfaðir hans á þessari jörð. - Fyrir hálfri öld bárust okkur Islendingum ekki til eyma fréttir af þeim atburðum, sem gerðust á hinni helft heimskringlunnar fyrr en mánuðum síðar. Geigvænlegustu hung- ursneyðir höfðu geisað austur í Indlandi, milljónir orðið hungurvofunni að bráð. Allt var liðið, er fregnin barst hingað norður á þetta útsker, þeir er féllu löngu orpnir moldu og saga þeirra að hálfu gleymd. Tím- inn hafði fellt fyrnsku sína yfir atburðina og ógnir þeirra urðu okkur ekki jafnljósar og óvægilegar og þær hefðu orðið, hefðu þessir atburðir gerst svo til fyrir augum okkar og eyrum. í dag er þessu á allt annan veg farið, hver atburður sem markverður er talinn berst nú um allan heiminn á fáum augnablikum. Okkur er teflt gegn hinum sífellda flaumi atburðarásarinnar, við fylgjumst með sigr- um og ósigrum allra þjóða og allra manna. Og einmitt fyrir það, að við erum orðin sjálf eins og þátttakendur þeirra atburða sem gerast í öðrum heimsálfum, verðum við að hvessa sjón okkar og dýpka samúð okkar með öllu sem hrærist á jörðinni, og því fremur sem freistingin til að sjóvgast sið- ferðislega hefur aldrei verið jafnmikil og nú, freistingin til að kikna undan þunga hinna mörgu atburða. Þetta er það siðferðisþrek sem hin nýju viðhorf krefjast af nútímamanninum. Ógæfa einnar þjóðar er ógæfa allra þjóða og gæfa og friður með annarri er friður og hamingja allra. Bræðralagshugsjón kristindómsins hefur aldrei í heiminum fyrr orðið jafn augljós- lega sönn og brýn hverjum manni og í dag. Takist kynslóð okkar að sýna þennan sið- gæðisþroska, mun hún lifa og ljós hennar lýsa mönnum framtíðarinnar, bregðist hún er mannkynssagan runnin sitt skeið til enda. Við eigum þá völ á þessu tvennu: í fyrsta lagi, að sameinast öll í baráttunni fyrir friði og heiminum og banni allra múg- drápstækja, sem nú eru prófuð og reynd af takmarkalausri fyrirlitningu á mannlífinu. í öðru lagi, að horfast í augu við meiri ógæfu en nokkur orð fá lýst, eyðingu lífs á jörðunni. Allt umhverfis okkur kliða raddir upp- gjafarinnar, kæruleysisins og hugleysisins: smáþjóð, hver hlustar á hana, enginn tekur tillit til neins er við segjum eða gerum. Stór- þjóðirnar eru allt, við erum ekkert. Hafi fáfræði og heimska orðið glæp- samleg hefur hún orðið það nú, því að þessi afstaða er ást til dauðans, en fyrirlitning á lífinu. Öll hervirki og styrjaldir, sem farið er með að saklausum mönnum, allt ofbeldi gegn lífinu, dýrmætustu gjöf Guðs, eru þeir glæpir, sem gjaldast munu þungum gjöld- um, ef ekki hér á jörðu, þá handan grafar og dauða. Mér verður nú hugsað til hinna 23 sjó- manna, starfsbræðra ykkar, sem bíða í kvölum dauða síns á sjúkrahúsi austur í Japan. Hefur Guð almáttugur ætlað þeim að deyja þessum hryllilega dauða án þess að séð verði nokkrum málstað til gagns, hefur hann útdeilt þeim í myrkri og blindi dauðanum einum án þess að við, sem eftir lifum fáum nokkru sinni ráðið í hinn dimma skapadóm þeirra? Svar okkar hlýtur að vera neikvætt, annars myndi það stríða gegn allri okkar trú og sannfæringu. Þá ráðsályktun Guðs, að það voru ein- mitt þesár 23 menn en ekki 23 ykkar, sem hér eruð samankomnir í dag, fáum við ekki skilið, en hitt er augljóst, að þeir mega ekki líða þjániigar sínar og deyja dauða sínum, án þess ac upp spretti af kvölum þeirra og dauða óbugandi vilji okkar til að afstýra því, að nokkur þurfi að bíða þessara ógna, hvorki við né aðrir. Ef við bregðumst nú kalli tímans, viðvörunar- og neyðarópi þeirra bræðra, sem næst standa þessum 23 fiskimönnum austur í Japan, erum við orð- in samsek í dauða þeirra og blóð þeirra hrópar í himininn. Kæru vinir mínir. í dag á þessum hátíðis- degi ykkar hef ég minnt ykkur á atburði, sem hvorki vekja gleði né fögnuð, atburði sem við öll biðjum Guð að forða frá okkur. Hafið við strendur okkar kalda lands má aldrei eitrast þeim dauða, sem nú leggur náarm sinn yfir mið hinna japönsku fiski- manna. Sá fiskur, sem þið dragið úr sjó, má aldrei bera í sér ógnir atómdauðans. Yrðu þau fim og ókjör yfir okkur að ganga, myndu fáir sjómannadagar haldnir verða hátíðlegir þar eftir. Allt, sem nú blindar augu okkar, stoðaði okkur lítið á þeim degi. Gleymið því ekki kalli þessara bræðra ykkar frá fjarlægri strönd, spyrjið ekki með Kain, á ég að gæta bróður míns? Svarið þeim sem mönnum sæmir og látið hvorki flokkadrætti né annað sundurlyndi um hég- ómamál villa um fyrir ykkur. í þessu máli eru aðeins tveir flokkar: Sá er kýs lífið, og hinn, er kýs dauðann. Samúð ykkar verður að vera þrotlaus og einlæg. Ef samtök ykkar íslenskra sjómanna sendu þeim, á þessum hátíðisdegi ykkar, samúðarkveðju sína, hefðu þau vel gert. Vottið þeim virðingu ykkar með þeirri orðsendingu, sem yrði þeim dýrmætari en flest annað í helstríði þeirra: að óskiljanleg örlög þeirra hafi orð- ið ykkur til viðvörunar, vakið ykkur til sam- úðar og skiinings á því, hvað til mannanna friðar heyrir, - um alla hluti fram hlýðið á mál þeirra, ígrundið örlög þeirra. r fl A Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SIMI 28200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.