Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 3
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍ&A 3 Hafstelnn Þorgelrsson: Gekk sæmilega hjá okkur, enda stíft sótt. Mynd: Loftur. Vertíðin gekk ágætlega hiá þeim á Farsæli GK þrátt fyrir mikla ótíð „Það hefst ekkert nema með hörkunni“ „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við erum að treina tímann, það á að setja nýtt spil í bátinn og fara á snurvoð í næsta mánuði,“ sagði Hafsteinn Þor- geirsson háseti á Farsæli GK- 162. Þeir voru nýlagstir að bryggju í Grindvík og byrjaðir að landa. „Ætli þetta séu ekki um IVi tonn, þar af um tonn af ýsu. Tveggja nátta fiskur. Við höf- um verið úti fyrir bjarginu í vet- ur. Ég hef ekki verið svo mikið var við minni þorsk en það hef- ur verið áberandi minna um ýsu en sést meira af ufsa en oft áður. Hvernig gekk vertíðin? „Það var bræla mest alla vertíð- ina, 5-6-7 vindstig alla daga. Við urðum að róa eins og stóru bátarn- ir. Það hefst ekkert nema með hörkunni. Þetta er ágætis sjóskip, nýr bátur, smíðaður í Svíþjóð. Það er nóg að gera við löndunina og Hafsteinn er á þeytingi á milli báts og bryggju en gefur sér tíma til að spjalla við aðkomumenn þess á mili. „Það er mest orðið tímakaup á þessum bátum. Annars gerðum við það ágætt í vetur. Erum komnir með um 300 tonn sem er kvótinn. Þetta hefur verið ágætt miðað við marga aðra. Það var ágætis ýsu- veiði hérna fyrir utan frá byrjun maí og svona framundir 20. Nú er hún nær alveg horfin en smáþorsk- urinn kominn eins og venjulega er á sumrin. Fækkað í áhöfninni Hvað er að hafa uppúr þessu? „Það er ekkert út úr þessu að hafa nema að vera nógu fáir á. Við vorum 8 í fyrra en 6 í vetur og erum orðnir 5 núna. Það er eina ráðið að fækka í áhöfninni þegar verðið lækkar svona á aflanum. Er þetta ekki miklu meiri vinna fyrir ykkur sem eftir eruð? „Það var fækkað netum. Þau eru nú eins mörg og mannskapurinn ræður við. 13 net á mann. Það er óþarfi að vera of margir á. Hvað finnst ykkur um kvótann? „Ég er viss um að við hefðum veitt meira í vetur ef við hefðum vitað hverju sinni hvar við vorum staddir í veiðinni. Það var sífellt verið að bæta við kvótann og lag- færa. Menn voru alltaf á síðasta degi og tómar druslur komnar í sjó- inn. Alveg síðan um páska vorum við á síðasta degi. Síðan var í sífellu verið að bæta við. Það hefði verið hægt að taka þetta á miklu skynsamlegri máta ef það hefði legið skýrar fyrir í upphafi hvað við máttum taka.“ Hefur fiskurinn verið betri en undanfarnar vertíðar? „Nei ekki myndi ég segja það. Við höfum ekkert verið að koma með betri fisk að landi en áður.“ Rætt við Hafstein Þor- geirsson háseta Kvótinn þarf að vera skýrari Hvað tekur við? Verður kvóti á næstu vertíð líka? „Þetta er alveg óvissa. Sumir hafa náð sínum kvóta en ekki aðrir. Sumir trollbátarnir hafa ekki náð helming af því sem þeir mega taka. Það var kannski fyrst og fremst gæftaleysið sem réð útkomunni á þessari vertíð. Ég er í sjálfu sér ekki á móti kvótafyrirkomulaginu ef það liggur skýrar fyrir í upphafi hvað hver má taka. Við höfum náttúrulega ekki með meiri kvóta að gera en við getum náð. Hvað finnst þér um fiskverðið? „Þegar menn eru farnir að borga allt að 3 kr. fyrir kg. af fiski sem enginn hefur séð og syndir ennþá um í sjónum óveiddur, þá finnst manni undarlegt að meðalverðið fyrir landaðan 1. flokks þorsk skuli ekki vera nema um 8 kr. kg. Þetta er nú það verð sem menn eru að kaupa óveiddan kvóta fyrir allt að 3 kr. kílóið. Svo þið ætlið á snurvoð? „Já, það er meiningin. Við höf- um aldrei stundað þær veiðar áður á þessum bát en ég vona að það gangi vel. Við reiknum með að vera út október. Síðan verður stopp þar til í febrúar að við byrjum á nýrri vertíð", segir Hafsteinn. Löndunin er langt komin og skipshundurinn Spori lætur vina- lega við blaðamenn. „Hann fer með okkur allar ferðir hann Spori", segir Hafsteinn. Einusinni var hann skilinn eftir og þá beið hann hérna á bryggjunni og hreyfði sig ekki í 12 tíma þar til við komum aftur að landi. Síðan hefur hann aldrei verið skilinn eftir." -lg. I Bílabúðin Síðumúla 3-5 sími 37273-34980 1 LJÓS &STÝR/ /Búðin sem þú vissir ekki um en sérð eftir að hafa ekki verslað í VB G Sænsku dráttarbeislin undir flesta bíla - mjög gott verð. s Isetning á staðnum. Allt original festingar. Ath: Sérpöntun tekur aðeins 2-3 vikur. Yerð: Yolvo 244 - 264 ’81 og yngri kr. 3.222.- Saab 900 ’81 og yngri kr. 3.582.- Daihatsu Charade ’80 og yngri kr. 3.222,- Með boltum og öllu. ILITIS Demparar Ný sending undir Saab, BMW, Benz, VW bjöllu, Datsun o.fl. Sérstakt kynningarverð Nýkomin sending: Kúplingar - pressur og legur í flestar bifreiðar Póstsendum um land allt Ijóskastarar Svo að sjálfsögðu Kerti - platínur - stýrisendar - spindilkúlur - bremsuklossar - köttát - kertaþræðir - viftureimar. Auk þess listar og rendur í miklu úrvali. J Sem sagt meiri háttar varahlutaverslun Símar 37273 - 34980 LJÓS & STÝRI f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.