Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 9
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Komnir með tæpar 40 tunnur frá því um páska Aldrei séð þetta áður segir Ólafur Kristmannsson sem nú gerir út á grásleppuveiðar - Þetta eru 4 tunnur eða um 400 kíló af hrognum. Þá erum við komnir með tæpar 40 tunnur frá því við byrjuðum um páskaleytið, sagði Ólafur Kristmannsson sem gerir út á grsleppuveiðar ásamt þeim Gunnari Jónssyni og Sigurði Óla Sigurðssyni. Þetta er fyrsta grásleppuvertíðin hjá þeim félögum og gengur eins og í sögu. Byrjuðum á 60 föðm- um - Nei blessaður vertu ég hafði séð þetta áður. En það var ekkert að hafa á handfærin svo við ákváð- um að prófa þetta. Gauji var búinn að stunda þetta með góðum ár- angri sl. sumur svo við ákváðum að slá til. Það eru margir sem hafa drifið sig á þessar veiðar nú í vor því netunum er sífellt að fjölga undir bjarginu. Leggið þið aðallega þar? - Það má segja að menn leggi með allri Hraunsvíkinni og við Krísuvíkurbjargið. Við byrjuðum að leggja netin í vor á 60 föðmum sem þykir ansi djúpt en fengum vel í þau. Við vorum með venjulegar netabaujur á netunum og gæslan var fljót á staðinn til að stoppa þessar veiðar. Þeir trúðu því ekki að við værum með grásleppunet fyrr en við fórum að draga þau upp. Núna erum við búnir að færa okkur uppá 40 faðma og það virðist vera nóg að fá. Þetta er ágæt viðbót og veitir ekki af. Þykir ekki nógu fínn matur - Því miður þá virðist þetta ekki vera nógu fínn matur og selst því illa. Við höfum hins vegar hirt dá- lítið af henni og ég ætla að salta hana og sjá til hvað verður með sölu. En strákar, má ekki bjóða ykkur í soðið? Á dekkinu lá flatfiskur og innan um ófrýnilegur skötuselur. Blaða- mönnum leist best á selinn og hann var þeginn með þökkum. -Ig. Ólafur Kristmannsson: Lögðum fyrst á 60 fö&mum og gæslan trúði því ekki a& þetta væru grásleppunet. Mynd: Loftur. Sendum öllum sjómönnum landsins heillaóskir í tilefni sjómannadagsins SAMBAND iSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Sjávarafurðadeild SAMBANDSHUSINU REYKJAVÍK SIMI 28200 WJI§ wr j flB FRAD' AF S KATTS KYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI -TTL1.JUIJ Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- veiðar frá Grindavík. - Ég er búinn að vera í þessu frá því vorið 1980 en það er fyrst núna í vor sem einhver fjöldi er á þessum veiðum. Það virðist vera nóg af grásleppu hérna fyrir utan. í það minnsta hefur aflinn það sem af er vorinu verið mjög góður. Það gekk illa fyrir norðan og á Ströndunum í fyrra en sæmilega hjá okkur og enn þá betra núna. Við vorum þá með 48 net og fengum 650 kg af hrogn- um. Þetta lofar mjög góðu núna. Hvaða veiðar stundaðir þú í vet- ur? Ég var háseti á 100 tonna bát héðan. Þetta gekk ágætlega, við sóttum stíft og kláruðum kvótan. En það er mikill munur í tekjum frá því sem var. Mikið tekið framhjá skiptum og menn eru farnir að minnka í áhöfnum til að fá eitthvað út úr þessu. Þetta er nú þróunin. Hvað verðið þið lengi á siepp- unni? Leyfið gildir til 17. júlí og við reynum að vera út þann tíma. Síð- an er það línan í haust, en það er spurning hvort ekki verður atvinnuleysi ef kvótinn verður ekki rýmkaður. Það er ekki glæsilegt ef haustið verður alveg dautt, en það gæti farið svo, sagði Guðjón Hauksson. bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.