Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞjÖÐVILJÍNN • Helgin 2. - 3. júní 1984 Kjör'rn fara árversnandi Spjallað við áhöfnina á Haraldi frá Akra- nesi sem var aflahæstur heimabáta „Við höfum verið með mun færri trossur í sjó í vetur svo að það er ekkert sambærilegt við það sem var í fyrravetur, vorum aldrei nema með 7 á virkum dögum og 4 - 5 um helgar. Þetta var gert gagn- gert til að fá betra hráefni og svo var allt ísað á hverjum degi en það var svo skrýtið að við fengum samt ekki betra mat en áður. 40 - 60% af næturgömlum fiski fór kannski í annan flokk. Þetta finnst okkur dálítið hart, sögðu skipverjar á Haraldi frá Akranesi er við spjölluð- um við þá 18. maí sl. Haraldur var aflahæsti báturinn á vetrarvertíðinni á Akranesi með 560 tonn. Þeir sem einkum urðu fyrir svörum voru þeir Kristófer Bjarna- son skipstjóri, Gísli Hallbjörnsson vélstjóri og Einar Einarsson stýri- maður. - Þið hafið ekki slegið slöku við? - Nei, þetta var geysilegt úthaid, við misstum ekki úr einn einasta virkan dag í mars og apríl. Ef við hefðum verið með fleiri trossur í sjó hefði aflinn aldrei verið undir 650 - 700 tonnum. - Hvernig kom kvótinn út? - Okkar kvóti var löngu búinn en síðast veiddum við með kvóta frá Rauðsey og Höfrungi. - En þið eruð sem sagt ekki ánægðir með matið? - Nei, það er eins misjafnt og mennirnir eru margir, Þeir tína allt til þessir skrattar. Við tökum t.d. þátt í kostnaðinum við hringorm- inn. Ef finnast 10 hringormar fer fiskurinn í 2. flokk og síðan í úrkast ef meira finnst. - Hvað með kjaramálin? - Þau fara árversnandi hjá sjó- mönnum og reyndar er kaupið alltof lágt hjá öllum. Hluturinn er kominn niður í 21% ef allt er tekið til, en var 35% áður en sjóðakerfið komst á. - Verður þetta þá ekki til þess, að menn hætta á sjónum? - Það fást ekki réttindamenn um borð. Við höfum aldrei heyrt fyrr að auglýst væri eftir stýrimönnum á 20 tonna bát eins og nu genst. feir verða að auglýsa amk. þrisvar sinn- um og þá fá þeir undanþágur fyrir réttindalausa menn. Það er líka minnkandi aðsókn í Stýrimanna- skólann, nemendum hefur fækkað um helming síðan 1981. Nú er útlit fyrir að kennsla á 3. stigi leggist niður. Þetta hangir saman: Kjörin og undanþágumar. - Eru undanþágumar ekki beinlínis hættulegar? - Það er alveg nauðsynlegt að hafa réttindamenn um borð. Engin stétt í landinu hefur látið fara eins illa með sig og sjómenn og það er fyrst og fremst samstöðuleysinu að kenna. Þetta er svo margbrotinn veiðiskapur. Sumir hafa það gott um tíma og þá hugsa þeir ekkert um hagsmuni hinna. - Er þetta ekki ofveiðinni að kenna? - Það em sveiflur í sjónum eins og alltaf hefur verið og við álítum að þetta sé millibilsástand eins og alltaf hefur komið öðm hverju. I fyrravetur sást t.d. ekki ufsi en nú er allt fullt af honum. Þetta er spumingin um lífsskilyrðin í sjón- um. Öllum ber saman um að lítið af, fiski hafi hrygnt í vetur. Vonandi fær sá sem hrygndi góð skilyrði. - Emð þið að fara á veiðar| núna? - Við emm að fara á línu, úti- Flutningur er okkar fag EIMSKIP Slmi 27100 Hluti áhafnarlnnar á Haraldl á vetrarvertíð 1984. Á myndlnnl eru Gfsll Hallb- jörnsson vélstjórl, Krlstófer Bjarnason skipstjorl, Arl Aðalsteinsson 2. vélst- jór, Vilberg Hauksson hásetl, Jón Hákon Vllbergsson 2. stýrimaður, Þröstur Eðvarðsson háseti, Einar Einarsson stýrimaður og Sefán Benediktsson hásetl. Ljósm.:GFr. legu með beitingarvél vestur undir Jökul eða lengra. - Það er sem sagt ekki mjög slæmt í ykkur hljóðið? - Ekki meðan við höfum eitthvað að gera. En kaupið mætti vera betra. - Hvað með atvinnuástandið á Akranesi? - Það er ekki glæsilegt með vinnu í landi í sumar. Á árum áður var rosavinna í humarvinnslunni en síðan það datt upp fyrir hefur atvinna verið léleg á sumrin. - GFr Magnús trillukarl á Sæljóni: Nel, ég er ekkl flsklnn. Ljósm: GFr. „Ég er ekki fiskinn“ Rabbað við Magnús Vilhjálmsson trillukarl á Akranesi „Ég er bara aö dingla hér í kring og hef ekkert aö segja,“ sagöi Magnús Vilhjálmsson trillukarl á Akranesi þegar við svífum á hann á bryggj- unni þar sem hann var að huga að bát sínum, Sæljóni AK 24. „Talaðu heldur við þessa“, sagðí hann, og benti á nokkra menn í skutbyggð- um bát. Þeir koma með 5-6 tonn sem er helv. mikið. - Hvað hefur þú fengið? - Það er ekki neitt, rétt svona í soðið og til að hengja upp. - Það er mikill fjöldi trillubáta hér í höfninni? síðustu árin. Það eru líklega 80 - 90 bátar og helmingurinn af þeim er á grásleppu. - Hvar eru miðin? - Þau eru alveg frá Skaga og vestur á Mýrar, mikið í kringum Hjörsey. Svo er líka farið í Borg- arfjörð og Hvalfjörð. - En þú fiskar ekki mikið? - Nei, ég er ekki fiskinn. - Ertu gamall sjómaður? - Ég hef alla tíð verið á sjó, á togurum, bátum og trillum. - Ertu með mann með þér? - Ég hef strák með mér. - Er þetta ekki mikil vinna? - Það er endalaus vinna, óend- anleg, sérstaklega ef fiskast vel. - Og sæmilegt upp úr þessu að hafa? - Ef fiskast, þá er þetta sæmi- legt. - GFr Hátíðarhöld sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði Að þessu sinni verður hátíðardagskrá sjómannadagsins í Reykja- vík við Reykjavíkurhöfn en 14 ár eru síðan dagskráin var haldin þar síðast. Eftir minningarþjónustu í Dómkirkju kl. 11 þar sem minnst verður drukknaðra sjómanna fara hvalbátar í skemmtisiglingu með börn og fullorðna um stundin blá frá Faxagarði frá kl. 13.00. Útihátíðarhöldin byrja kl. 13.30 með ávörpum sjávarútvegsráð- herra, fulltrúa útgerðarmanna og sjómanna og sjómenn verða heið- raðir. Þá verður keppt í kappróðri og sýnd björgun í höfninni. Kl. 16.30 verða atriði frá Listahátíð, látbragðsleikur og grín við höfnina. Sjómannahófið verður að Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30 um kvöldið. Að Hrafnistu í Hafnarfirði sjómannamessa kl. 11 og síðan kaffisala og sýning á handavinnu vistmanna frá kl. 15-17. Ungum sem öldnum Göflurum verður boðið í skemmtisiglingu um fjörðinn kl. 13.00 og kl. 14.15 verður lagöur blómsveigur að minnis- merki um Örn Arnarson í tilefni 100 ára fæöingarafmælis hans. Kl. 14.30 hefst hátíðin við höfnina með ræðuhöldum og leikjum og sjóm- annahóf verður í Skiphól um kvöldið. Rétt er að minna á merki sjómannadagsins sem gildir sem að- göngumiði fyrir fullorðna í skemmtisiglingarnar og einnig á veglegt sjómannadagsblað sem sjómannadagsráð gefur út. _|q 'i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.