Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 5
Einkenni nýliðinnar vertíðar Helgin 2. - 3. jóní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA5 Otío og þorskleysi Botnfiskafli bátaflotans fyrsta ársþriðjung þessa árs var rúmar 113 þúsund lestir en var tæpar 140 þús. lestir á sama tíma í fyrra. Hér er um verulegan samdrátt að ræða sem segir sína sögu um útkomu vertíðarinnar, en minnkunin er að mestu leyti í þorskafla. Mun minni samdráttur var í botnfiskafla togaranna fjóra fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Nú veiddu þeir rúmar 105 þús. lestir en tæpar 111 þús. lestir í fyrra. Samdráttur í þorskafla togaranna var hinsvegar um 6.500 lestir á þessum tíma. Heildarbotnsfiskaflinn er því orðinn um 219 þúsund lestir miðað við rúmar 250 þúsund lestir í fyrra. Þar af er þorskaflinn orðinn rúmar 109 lestir sem er réttum 30 þús. lestum minni afli en á fyrsta þriðj- ungi sl. árs. Er óhætt að segja að þetta er nokkru minni afli en menn almennt reiknuðu með að fengist á vertíðinni, en gefnir hafa verið út kvótar fyrir nærri 250 þús. tonna þorskveiði á árinu. Því á enn eftir að veiða um 140 þús. lestir af þor- ski og langstærstan hluta þess afla eiga togararnir inni, því flestir bátar eru búnir eða langt komnir með sinn þorskkvóta, og trúlega verður lítið um veiðar fyrir þá báta sem ekki komast á loðnu eða sfld í haust. Eins og áður sagði var útkoman á vertíðinni hjá bátaflotanum lé- legri en menn væntu og réði þar mestu fádæma ótíð framan af eink- um við verstöðvar á SV-horninu. Nokkur ufsa- og ýsuveiði var úti fyrir suðurströndinni, en þorskur lét lítið sjá sig. Það var aðeins á Breiðafirði sem sjómenn komust í góða þorskveiði þegar stór ganga gekk í fjörðinn í ætisleit á eftir loðnunni í marsmánuði, og bætti það mjög hag sjómanna á Sæfells- nesi. Hér á eftir verður farið á hundavaði yfir heildaraflann í helstu verstöðvum sunnan og vest- anlands og aflahæstu báta. Aflahæsti báturinn á vertíðinni að þessu sinni var Suðurey VE með tæpar 1435 lestir. Höfrungur III ÁR var næst-hæstur með 1316 lest- ir og Valdimar Sveinsson VE í þriðja sæti með 1233 lestir, en alls fengu 6 bátar yfir 1000 lestir á ver- tíðinni. V estmannaeyj ar: Heildaraflinn var um 26.500 iest- ir en var rétt um 30.000 lestir á sama tíma í fyrra. Bátaaflinn var rúm 19 þús. lestir og afli togaranna um 7.500 lestir. Aflahæstu netabátarnir voru Suðurey VE sem um miðjan maí var komin með að landi 1.434,8 lestir. Valdimar Sveinsson VE var með 1.233,1 lest og Þórunn Sveinsdóttir VE með 1.031,7 lestir. Aflahæstir trollbáta voru Smáey VE með 771,8 lestir, Frár VE með 566,6 og Helga Jóhannsdóttir VE með 560,5 lestir. Af togurunum á sama tíma er Breki VE aflahæstur með 1.816 lestir, Klakkur VE með 1.371 og Vestmannaey VE með 1.330 lestir. Þorlákshöfn: Um 3000 lestum minna barst á land í Þorlákshöfn á vertíðinni en í fyrra. Þá var aflinn 19.600 lestir en nú rétt um 16.700. Aflahæsti bátur- inn var Höfrungur III ÁR með 1.315,7 lestir. Friðrik Sigurðsson ÁR var með 956,5 lestir og ísleifur ÁR með 792,9 lestir. Grindavík: Svipaða sögu er að segja frá Grindavík, þar var aflasamdráttur- inn réttar 2000 lestir, 20.400 lestir í ár á móti 22.400 í fyrra. Einn neta- bátur náði yfir 1000 lestir, það var Höfrungur II GK, sem fékk 1.071,4 lestir, Hópsnesið GK var með 911,5 lestir og Hafberg GK með 811 lestir. Keflavík og Njarðvík: Nokkru meiri afli kom á land í Keflavík á þessari vertíð en í fyrra eða tæpar 8000 lestir á móti 6.800 þá. Aflahæsti báturinn var Stafnes KE 1.036,5 lestir. Búrfell KE var með 960,3 lestir og Happasæil KE með 776,4 lestir. Sandgerði: Aflinn þar var nokkru minni en í fyrra eða um 9.300 lestir á móti rúmum 10.000 lestum í fyrra. Afla- hæstu bátarnir voru Barðinn RE með 835,8 lestir, Arney KE með 803 lestir og Bergþór KE með 490 lestir. Akranes: Vertíðaraflinn á Akranesi var um 1250 lestum minni í ár en í fyrra. Nú var landað þar um 2.375 lestum, en 3.630 í fyrra. Aflahæsti báturinn var Haraldur AK með 560 lestir. Sigurborg AK var með 528 lestir og Sólfari AK með 421 lest. Rif: Á Rifi var aflinn með þokkaleg- asta móti á þessari vertíð. í byrjun maí voru komnar á land 5215 lestir, en voru réttar 5000 lestir í fyrra. Aflahæsti báturinn var Rifsnes SH með 752 lestir, Saxhamar SH var með 671 lest og Hamar SH með 662 lestir. Gr undarfj örður: 4.674 lestir voru komnar á land í aprfllok sem er um 700 lestum minna en í fyrra. Aflahæsti bátur- inn var Haukaberg SH með um 400 lestir. Ólafsvík: Vertíðin gekk vel hjá Ólsurum og þar kom mjög svipaður afli á land og í fyrra eða um 10.000 lestir. Aflahæsti báturinn var Gunnar Bjarnason SH með 679 lestir, Garðar II SH með 620 lestir og Steinunn SH með 603 lestir. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.