Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júní 1984 Orðið mannskemmandi að koma nálægt þessu - Það er alveg rosalegt amáfiskadráplð hjá togurum... Veríð að eyði- leggja hráefnið ■ - En það er ekki bara smáfiska- Þorgeir Þórarinsson hefur stundað sjóinn í hálfa öld og er ómyrkur í máli Þorgeir Þórarinsson er skipstjóri og útgerðarmaður og hefur stundað sjóinn í hálfa öid. Hann man tímana tvenna í útgerð og sjósókn og var ekki að skafa utan af hlutunum þegar blaðamenn ræddu við hann í blíðunni í Grindavíkurhöfn á dögun- um. - Það er orðið mannskemmandi að koma nálægt þessu. Viðhaldið og kostnaðurinn er orðinn svo gífurlegur. Það er orðið alltof dýrt að standa í þessu. ímyndið ykkur bara að það fer smástykki í vélinni í garnla Farsæli og það er ódýrara fyrir nýjan eiganda að setja nýja vél í bátinn heldur en að kaupa var- ahlutinn. Það er ekki komandi ná- lægt þessu lengur og hefur maður þó reynt ýmislegt þau 47 ár sem ég - Það er verift að brjóta allt hraunlð hérna úti fyrir og eyðlleggja llfríkið.... ið niður. Við fáum þetta grjót síðan upp og þetta er allt fullt af lífi. Það er verið að eyðileggja ltfríkið þarna við botninn með þessum verkfær- um sem brjóta allt mélinu smærra. Ef á að halda svona áfram að láta bobbingatroll toga á öll hraun þá er þetta allt búið. Það segir sig sjálft. Ekki tekið á meininu Alveg hryllingur hvað hent er af smáfiski - Munur þá og nú? Jú, það er þetta að það er ekki tekið á neinu. Auðvitað eru það togararnir sem eru að fara með þjóðina og þjóðar- búið. Menn settu upp byggðast- efnu og keyptu hingað 50 togara t' einni kippu. Stðan hefur allt farið minnkandi. Það er svoleiðis grýtt af smáfiskinum af togurunum að ég ætla ekki að segja þér það. Þetta er ekkert nýtt. Svona hefur þetta ver- ið um langt skeið. Það þekki ég vel því ég var sjálfur lengi á togurum. Þetta er alveg hryllingur hvað hent er útbyrðis. Eg skal segja þér það að þegar ég fór fyrst í túr með tog- ara rétt um tvítugt, þá hreinlega grét ég þegar ég sá hvenrig farið var með smáfiskinn. Það var alveg grætilegt og það er sama sagan uppi enn. - Nei, vinur minn, það er póli- tíkin í þessu sem er að drepa allt. Það má ekki taka á því sem skiptir máli. Læknir sker ekki mann upp nema hann viti fyrst hvert meinið er. Hér þykjast menn vera að laga eitthvað en láta sjúkdóminn alveg eiga sig. - Ég man þá tíð hérna á bankan- um að við engum 36 tonn í 3 tross- ur. í 13 netum voru einu sinni 23 tonn. Sjórinn var þá mjólkurlitað- ur af svilum. Nú er þetta alveg búið. Togararnir drepa ungviðið og henda því svo í sjóinn. Þetta viðurkenna menn aldrei en svona er þetta nú samt og svona hefur þetta verið. Þetta er sá sjúkdómur sem menn verða að fara að takast á við ef ekki á að láta þetta verða að engu í höndunum á okkur, sagði Þorgeir Þórarinsson. -ig- - Þá var sjórinn mjólkurlltaður af svllum hérna á bankanum... hef verið til sjós og þar af ein 23 ár í útgerð. Já, ég er alltaf til sjós, en er núna farinn að hugsa um að koma mér í land. Þegar getan er búin þá er ekki um annað að ræða. Myndir: Loftur. drápið heldur eru menn að eyði- leggja alla undirstöðuna í lífríkinu. Það er búið að fara svoleiðis með hraunin hérna úti fyrir að nær ekki nokkru tali. Það er farið þama yfir með bobbinga og allt hraunið brot- Guðjón Hauksson: Fyrst núna f vor sem menn eru famir að stunda þessar veiðar héðan. Mynd: Loftur. Guðjón Hauksson hefur stundað grásleppuveiðar frá Grindavík í 4 sumur Nóg afsleppu hér fyrir utan Það þurfti að segja blaða- manni það tvisvar að það væru stundaðar grásleppu- veiðar frá Grindavík. Og hann var ekki viss um hvort hann ætti að trúa þeirri sögu fyrr en hann sá tvo trillubáta sigla inn höfnina með sam- tals 6 tunnur af grásleppu- hrognum og nokkrar sleppur auk flatfisks. - Já svo undarlega sem það nú hljómar þá eru ekki nema fáein ár síðan byrjað var að stunda grá- sleppuveiðar héðan að einhverju marki að nýju. Fyrr á öldinni veiddu menn sleþpuna en hentu hrognunum, nú hirða menn hrogn- in en henda sleppunni. Það er skömm af því að geta ekki hirt hana, segir Guðjón Hauksson sem að sögn innfæddra er frumkvöðull að því að hefja á ný grásleppu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.