Þjóðviljinn - 27.06.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Síða 3
Þyrlukaupin Hentar íslenskum aðstæðum Landhelgisgœslan: Nýja þyrlan búinfull- komnustu tœkjum og varahlutum kostar um 100 miljónir. Þyrla að láni fram að afhendingu. Á föstudaginn var undirritaður kaupsamningur á Dolphin 2 þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og er kaupverðið alls um 100 miljónir króna. Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar kvað stofnunina vera ánægða með kaupin, en afhending þyrlunnar er að ári. Hún tefst nokkuð m.a. vegna þess að koma þarf fyrir tækjabúnaði í henni: ratsjárbún- aði til að þyrlan geti athafnað sig í kyrrstöðu við björgun auk þess sem sérstakur útbúnaður verður hannaður í þyrluna til að hægt sé að fljúga í myrkri. Gunnar kvað þennan útbúnað allan hinn fullkomnasta til hvers konar björgunarstarfa. Þyrlan er mjög hraðfleyg og lítil hætta er á ísingu einsog margir hafa haldið fyrir misskilning, sagði Gunnar Berg- steinsson. Á meðan beðið er eftir nýju þyrlunni, fær Landhelgisgæslan aðra sömu tegundar að láni frá septembermánuði, en sú er þó ekki búin eins fullkomnum tækj- um og hin sem keypt verður. Gunnar kvað hana tiltölulega nýja. Með henni koma flugmenn og flugvirkjar auk þess sem ís- lenskir koma til með að læra á hana til undirbúnings fyrir nýju þyrluna. Með kaupunum hafa opnast möguleikar til meiri björgunarstarfa á vegum Land- helgisgæslunnar en áður hefur verið, sagði forstjóri gæslunnar. -óg Psoriasis_____ UýíT «yf Krem borið beint á húð. Finnsk upp- fynding. Fyrir nokkru var haldin ráð- stefna í Kaupmannahöfn um psoriasis. Þar kynnti prófessor Kimmo Mustakallio frá Finn- landi nýtt lyf, Buthantron, sem er hannað til meðferðar á þessum algenga sjúkdómi. Það er að formi til líkt og varalitur, gulleitt krem sem borið er beint á húðina. Samsetning kremsins er sögð líkjast lyfi sem nú er í notkun en hið nýja lyf hefur þó þann kost að það hefur ekki í för með sér kláða eða eyðileggingu fata. Ekki er enn vitað hvenær But- hantron kemur á markaðinn. Það er ekki talið að prófun og fullgerð lyfsins taki langan tíma og því ættu íslenskir psoriasissjúklingar að geta fengið þetta lyf innan tíð- ar. -raf Geir Hallgrímsson flytur ávarp sitt í flugskýlinu í gærmorgun. Til vinstri er Namir fiotaforingi en til hægri Nall höfuðsmaður. Ljósm. Atli. Herinn Björgunarmenn heiðraðir Sú sveit bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli sem fæst við björgunarstörf var heiðruð með ræðuhöldum og gjöfum í gærmorgun. Utanríkisráðherra þakkaði sveitinni fyrir uppá flug- velli og bauð til kaffísamsætis í Stapa á eftir. Þyrlusveitin er talin hafa bjargað um 200 mannslífum síðan hún kom hingað í nóvember 1971 enda hafa íslensk yfirvöld í síauknum mæli reitt sig á aðstoð Bandaríkjahers við almanna- varnir og björgunarstörf. Samkomugestir í flugskýli 885 stóðu upp þegar tilkynnt var um komu utanríkisráðherra í skýlið um tíuleytið í gær, bæði hermenn og þeir gestir sem ekið hafði verið frá Reykjavík í rútu frá utanríkis- ráðuneytinu: blaðamenn, ráðu- neytismenn og hópur frá þeim björgunarsveitum og stofnunum sem starfað hafa með þyrlu- sveitinni bandarísku. Eftir þjóð- söngva tók Namir flotaforingi til máls og sagði hernum vera heiður að komu ráðherrans. Voru ævi- atriði Geirs rakin frá stúdents- árum til ráðherratíðar og ráð- herranum hælt fyrir áhuga á ör- yggismálum, en að sögn flotafor- ingjans er Geir Hallgrímsson fróðastur íslendinga á því sviði og því vel við hæfi að hann gegni embætti utanríkisráðherra. Að- Reykjavík 4800 fyrir hund á ári Nýjar hundareglur á borðum borgarstjórnarmanna en hundur í heilbrigðiseftirlitinu Ný rcglugerð um hundahald bíður nú seinni umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur og er þar gert ráð fyrir að hundar verði leyfðir í borginni gegn gjaldi og ýmsum skilyrðum. Lagt er til að borgarbúar grciði atkvæði um málið innan fjögurra ára. Gert er ráð fyrir tveimur umræðum um reglugerðarbreytingar í borgar- stjórn, en borgarfulltrúar tóku ekki til máls við hina formlegu fyrri umræðu og ætla að geyma sér orðræður þar til síðar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ursvæðisins hefur lagt fram at- hugasemdir við reglugerðina og er þar lagt til að hundahald verði bannað áfram. Heilbrigðiseftir- litsmenn stinga uppá að þeim sem nú halda hund verði leyft að gera það meðan hundurinn lifir, hver sem úrslit atkvæðagreiðslunnar verða. í reglugerðardrögunum nýju er gjald vegna hundahalds ákveð- ið 400 krónur á mánuði frá gildis- töku til 1. mars 1985. -m Málfar Greinar Oddnýjar á bók Ráðist að slangri og slangurorðabók í „Islenzkri aulafyndni“ Það er ekki tími til að gamna vegna menn segja á Húsavík en I sér við að athuga, hvers Reykjavík, meðan skrípimál- Kvennaráðgjöf Lokuð í 2 mánuði lýzka er að útrýma íslenzkunni“ segir meðal annars í nýútkomnu kveri, íslenzkri aulafyndni, sem geymir greinar eða ritdóm Oddnýjar Guðmundsdóttur um Slangurorðabókina frá 1982. ' Kvennaráðgjöfin hefur starfað sl. 5 mánuði og verið opin eitt kvöld í viku. Mjög margar konur hafa leitað til Kvennaráðgjafar- innar, en næstu tvo mánuði, júlí og ágúst, verður hún lokuð vegna sumarleyfa starfskvenna. Kvennaráðgjöfin opnar aftur fyrsta þriðjudag í sept. og er opin milli kl. 20 og 22. Ráðgjöfin er til húsa í Kvenna- húsinu, Hótel Vík, Pósthólf 836. í greinum sínum ræðst höfund- ur að orðabókinni og að notkun slangurs og annarra „sorpyrða“ og kemur víða við. „Islenzk aulafyndni" er 17 síður, fjölritað- ar. mírállinn sagði skilyrði öll mjög sérstæð hérlendis og þakkaði fyrir þau tækifæri sem sveitin hef- ur fengið hér til æfinga. Utanríkisráðherra tók til máls og þakkaði björgunarsveitinni störf sín. Hann minnti á að auk almennra björgunarstarfa hefði sveitin þá skyldu að vera ávallt viðbúin í björgunar- og leitar- störfum kunni ófriður að brjótast út. Eftir að ráðherra hafði afhent Nall höfuðsmanni þakkarskjal og höfuðsmaður þakkað fyrir var ekið í bflalest niðrað Stapa í Njarðvíkum. Þar var kaffi og meðlæti á borðum. Utanríkisráð- herra bauð menn velkomna með nokkrum orðum og talaði ensku, blaðlaust. Síðan voru um fjörutíu þyrluhermönnum afhentir ís- lenskir kertastjakar með hrauná- ferð í viðurkenningarskyni. Það annaðist ásamt ráðherra Sverrir Haukur Gunnlaugsson forstöðu- maður varnarmáladeildar utan- ríkisráðuneytisins. Að lokum af- henti Nall höfuðsmaður utan- ríkisráðherra að gjöf innramm- aða ljósmynd af þyrlu. -m i TORGIЗ Ætlar Davíð líka að hafa uppboð á „lóðunum" í kirkjugarðinum? Miðvikudagur 27. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.