Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 4
LEIÐARI í Innsýnargrein í helgarblaði Þjóðviljans Var rakið hvernig markaðskreddumenn hafa náð tökum á ríkisvaldinu, borgar- stjórninni í Reykjavík, samtökum atvinnu- rekenda og Sjálfstæðisflokknum. Boð- skapur þeirra er að hin hörðu lögmál markaðarins og drottnun fjármagnsins séu lausnin á mannlegum viðfangsefnum og vandamálum þjóðlífsins. Lýðræðislegur réttur fólksins til ákvörðunar sé verri að- ferð en formúluniðurstöður á uppboðs- anna að fá að vita söluverðið á eignarlönd- um Reykjavíkurborgar. Hjúpi þagnar er slegið um tilboðin. Markaðskreddumennirnir í meirihluta borgarstjórnar telja að hinir ríku og fjár- sterku eigi rétt á að hirða eignir samborgaranna án þess að upp komist um skilmálana. Kreddumennirnir hafa innleitt siði hins austurlenska arabamarkaðar í stjórnkerfi Reykjavíkur. Davíð Oddsson setti lóðalönd sem allir menningi húsnæðisöryggi og beitt al- mennum félagslegum reglum og lýðræðis- legu mati til að uppfylla þessa þörf. Mark- aðskreddumennirnir í Sjálfstæðisflokkn- um virða ekki slíkar reglur. Þeir gera upp- boðstorg hinna fjársterku að stjórnunar- aðferð. í Stigahlíðarhneykslinu sést því vel mun- urinn á kreddumönnunum og fulltrúum lýðræðihugsjónarinnar. Borgarstjórnar- meirihlutinn setur fjármagnið í æðsta sess. Stigahlíðarhneykslið: Lóðauppboð markaðskreddumanna torgi markaðarins. Kreddan kennir að máttur fjármagnsins sé betri mælikvarði á niðurstöður mála en umræður og ákvarð- anir í lýðræðislega kjörnum stofnunum. Stigahlíðarhneykslið sýnir þessa stefnu markaðskreddumannanna í hnotskurn. Davíð Oddsson sem ásamt Þorsteini Pálssyni er aðaloddviti þessara nýju leið- toga Sjálfstæðisflokksins ákvað að halda uppboð á lóðum á einu af bestu byggingar- svæðum í höfuðborginni. Þeir sem buðu hæst í lóðirnar fengu hnossið. Borgarstjór- inn tryggði þeim að ekki yrði sagt frá kaupverðinu svo að peningamennirnir gætu skákað í skjóli þagnar'nnar. Lögmál markaðskreddunnar um viðskipta- leyndinavar Davíð Oddssyni miklu heil- agra en hinn lýðræðislegi réttur borgar- Reykvíkingar áttu sameiginlega á uppboð og lét fulltrúa eiðsvarna um þögn stýra úthlutuninni frá einum peningafurstanum til annars. Fjölmiðlar grafa það þó upp að forstjóri olíufélags hafi ásamt eiginkonu sinni boðið í tvær lóðir og fengið báðar þar eð hann hafði margar miljónir handbærar í reiðufé. Þannig brjóta markaðs- kreddumennirnir siðalögmál sem hingað til hefur verið ófrávíkjanlegt við lóða- úthlutanir á íslandi. Sama fjölskyldan hef- ur ekki getað tekið til sín tvær lóðir sem sveitarfélag úthlutar til íbúanna. í heimi markaðskreddunnar er slíkt hins vegar sjálfsagt. Þeir sem hafa peningana fá allt. Eins margar lóðir og þeir vilja. Á íslandi hefur rétturinn til húsnæðis verið talinn til almennra mannréttinda. Stjórnvöld hafa löngum reynt að veita al- Lýðræðisfulltrúarnir leggja áherslu á rétt fólksins til þátttöku á jafnréttisgrundvelli. Samkvæmt lýðræðiskenningunni er lóðum úthlutað eftir almennum reglum sem lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar ákveða fyrir opnum tjöldum. Markarðskreddumenn- irnir veita fjármagninu allan rétt og skapa því þagnarskjól í kaupbæti. Annar þáttur Stigahlíðarhneykslisins er hvernig það endurspeglar hið gífurlega ó- réttlæti sem ríkir í tekjuskiptingunni í landinu. Á sama tíma og þúsundir manna hafa 15.000-17.000 á mánuði til að fram- fleyta sér og sínum hefur stjórnarstefnan fært hinum ríku miljónir í hreinan hagnað sem þeir geta notað á uppboðstorgi borg- arstjórans. Það sýnir auðæfin sem til eru í landinu þegar margir tugir peningamanna bjóða miljónir í hverja lóð. KLIPPT 0G SK0RIÐ Nýr flokkur Nú er búið að bæta við stjórnmálaflokki á íslandi. Við líkjum í því efni sem öðrum eftir Dönum, sem hafa að minnsta kosti fimmtán flokka og jafnvel enn fleiri framboð þegar best gengur. Við getum ekki sætt okk- ur við færri en tíu flokka, svo enn er ekki öll nótt úti fyrir þá sem koma auga á pólitískt tómarúm eins og það heitir á fagmáli. Hitt er svo rétt, að það er auðveldara að stofna nýjan flokk en finna eitthvað nýtt upp í póli- tíkinni. Flokkur mannsins, sem það Samhygðarfólk var að stofna, hann segist ætla að setja „mannleg gildi í öndvegi“ og andæfa með því öllum öðrum flokkum sem séu „kerfisflokk- ar“. Þar með er fylgt alveg fastá- kveðnu mynstri sem hefur gengið hér kosningar eftir kosningar. Bandalag jafnaðarmanna varð til vegna þess að það átti að skera upp herör gegn „kerfisflokkum" - og að sjálfsögðu setja manninn í öndvegi. Kvennalistar urðu til vegna þess að pólitískir flokkar höfðu gleymt að setja „mannlegt gildi“ í öndvegi og voru ánetjaðir kerfinu (sérstaða þess lista var að kerfið, sem er alltaf vont í öllum dæmum, er karlakerfi). Alþýðu- bandalagið hefur að sjálfsögðu barist í áratugi fyrir manngildi, manneskjulegum sjónarmiðum og gegn kerfinu, vel á minnst auðvaldskerfinu. Eitthvað svípað hefur heyrst til Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn meira að segja hefur komist að því, að við svo búið má ekki standa. Hann er líka að efla manngildið á sinn hátt. Og náttúrlega gerir hann það með því að berjast gegn „kerfinu“ - sem þá er ríkisbákn- ið, skriffinnskan og allt það. Brostu Samhygðarfólk er því ekki vel sett með mál, það getur kannski sagt um stjórnmálin eins og rit- höfundurinn nýbyrjaði um bók- menntirnar: bókmenntirnar voru eins og kartöflugarður þar sem aðrir hafa verið.og tekið upp allar kartöflurnar. Sérstaða hins nýja flokks virð- ist þá vera fólgin í því bjartsýna og allt að því kerfisbundna brosi sem hann sýnir heiminum. Eins og Megas segir: Smælaðu framan í heiminn og þá smælar hann framan í þig* Það sama sögðu þeir í Hollywood. En þetta tiltæki hef- ur kannski ekki verið notað svo mikið í pólitík til þessa, að minnsta kosti ekki hér á landi. Hitt rekur okkur minni til, að í fyrri kreppu, það er að segja á fjórða áratugnum, hafi danskir smákaupmenn byrjað einskonar pólitíska bjartsýnishreyfingu, sem átti að vinna gegn pólitískri gremju hins mikla fjölda danskra alþýðumanna sem þá gengu atvinnulausir. Þeir gáfu út merki og mæltust til þess af góðri sam- hygð og elskusemi, að menn festu þau í barm sér, þjóðinni og sjálf- um sér til uppörfunar. A rn.erkj- unum stóð: Her gár det godt. Hér gengur það glatt. Að melta SÍS Þá er bara eitt eftir hjá Flokki mannsins sem er í raun og veru sniðugt. Það er að bjóða öðrum flokkum að ganga inn í sig og sjá hvað gerist. Framsóknarflokkn- um er boðið sérstaklega því flokkur mannsins er líka sam- vinnuflokkur. Hætt er nú við að brosið færi jafnvel af Samhygð- arfólki ef það ætti að reyna að melta SÍS-frænda, sá karl er harla seigur undir tönn og mun fara illa í maga. En því miður: raunsæið býður okkur að álykta sem svo, að við fáum ekki að verða fyrir lífsreynslu slíkra meltingarerfið- leika. Dónaskapur Eykons En það var fleira fróðlegt í blöðunum í gær. Til dæmis var Thor Ó Thors framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka (sem er íhaldsparturinn af íslenskum að- alverktökum) alveg hissa á Eyjólfi Konráð Jónssyni. Eykon hafði nefnilega skrifað grein í Morgunblaðið þeirra beggja og sagt að fleiri væru ofstjórnar- menn og huldumenn í braski en SÍS frændi. Þannig væri það til dæmis í Sameinuðum verk- tökum. Það fyrirtæki ætti beint og óbeint þrjá fjórðu stórbygg- ingarinnar í Ártúnshöfða „sem almenningur kallar Pentagon". Svo sagði Eykon að þeir ættu „gífurlegar eignir aðrar, m.a. á fjórða hundruð miljóna í beinhörðum peningum“! Forystumonn Flokks mannslna, form«6urinn fyrir mlöju. Ljósm. AttUs. Gegn flokkum kerfisins Framkvæmdastjórinn Thórs er afar hneykslaður á þessum um- mælum, enda vita menn aðþað er ekkert meiri ókurteisi á íslandi en að halda því fram, að einhverj- ir aðilar séu rfkir. Hann kemur af fjöllum. Hann hefur ekki hug- mynd um hvað Eykon á við. Og þeir eiga ekki á fjórða hundrað miljónir. Þeir eiga ekki einu sinni miljón í peningum. Þeir eiga bara 163 þúsundir í peningum. Og framkvæmdastjórinn segir, sak- laus eins og steiktur engill: „Eg hef töluna á hraðbergi vegna þess að ég var rétt í þessu að ganga frá framtalinu okkar“. Eg segi það með Thóri Thors: hvað er að Eykon? Skilur hann ekki æruorð góðra íhaldsfyrir- tækja í framtölum? Heldur hann að það séu einhverjir svikahrapp- ar sem leggja það á sig, að þjóna framkvæmdaþörf bandaríska hersins í Miðnesheiði? Veit hann kannski ekki í hvaða flokki hann er? ÁB DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphóðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Uósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Simavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóövíljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverö: 25 kr. Áskrfftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.