Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 13
U-SÍÐAN
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
Verölaunahafarnir úr myndlistarkeppninni ásamt dómnefnd, skólastjóra Barnaskólans og útibússtjóra Iðnaft-
arbankans á Selfossi.
Ungir myndlistarmenn á Selfossi
Barnaskólinn á Selfossi átti
nýlega fimmtíu ára afmæli og í
tilefni þess gekkst Iðnaðar-
bankinn á Selfossi fyrir mynd-
listarsamkeppni meðal nem-
endaskólans. Myndefnivar
Selfoss og nágrenni, skólinn
og atvinnulíf á Selfossi.
Hinn 15. maí voru verðlaun
síðan afhent hinu unga myndlist-
arfólki og hlaut Guðfinna
Tryggvadóttir fyrstu verðlaun,
sem voru 4 þúsund krónur.
Önnur verðlaun hlaut Ólöf Þóra
Ólafsdóttir, kr. þrjú þúsund, og
þriðju verðlaun hlaut María
Hallgrímsdóttir, tvö þúsund
krónur. Sjö aukaverðlaun voru
veitt að auki og hlutú þau: Ásdís
Erla Guðjónsdóttir, Asdís Kol-
brún, Guðmundur Sigurðsson,
Hafdís Grétarsdóttir, Hreinn
Óskarsson, Smári Pálsson og
Svava Steingrímsdóttir. Auk þess
keypti bankinn myndir af Sess-
elju Österby, Sigurði Fannari
Guðmundssyni og Ingibjörgu
Erlendsdóttur.
Við afhendingu verðlaunanna
sagði Bragi Hannesson, banka-
stjóri, að Árnessýsla hefði lagt
mikið af mörkum til íslenskrar
myndlistar. Þaðan hefðu komið
Einar Jónsson, myndhöggvari,
Ásgrímur Jónsson, listmálari, og
auk þess tveir af ötulustu stuðn-
ingsmönnum íslenskra mynd-
listarmanna, þeir Markús fvars-
son og Ragnar í Smára. Ef til vill
ætti eitthvert þeirra barna, er
Iðnaðarbankinn veitti nú viður-
kenningu, eftir að halda eigin
sýningar og verða þekkt nafn í
anda brautryðjendanna úr Árn-
essýslu.
Þrjár efstu hljómsveitirnar í
hverri keppni hafa svo fengið 20
stúdíótíma í verðlaun. Það hefur
allt miðast við að gefa fólki tæki-
færi og vekja það upp fyrir lifandi
tónlist. Þær hljómsveitir sem
vinna þurfa ekkert að nota stúdí-
ótíma sína til að taka upp lag á
safnplötu SATT, þær geta notað
þá að eigin vild.
Þessar hljómsveita-keppnir
hafa verið skipulagðar þannig að
við fáum alltaf eina þekkta
hljómsveit til að koma fram. Sú
hljómsveit fær sendibílakostnað
greiddan, svo og hlutfall af miða-
verði, þ.e. samkvæmt töxtum
FÍH.
Þessar hæfileikakeppnir hafa
verið geysilega vel sóttar og ég
get nefnt sem dæmi að á loka-
kvöld keppninnar 1982 voru um
500 manns í húsinu. Keppnin
sjálf tekur allt að tíu kvöldum.
Nú, í sambandi við plötuútgáf-
una, þá hefur alltaf verið erfið-
leikum háð fyrir unglingahljóm-
sveitir að fá lög sín útgefin á
plötu. Útgefendur eru hræddir
við að taka þá áhættu að gefa út
óþekktar íslenskar hljómsveitir.
SATTplöturnar voru hugsaðar
þannig að við vildum skapa tæki-
færi með því að safna saman efni
héðan og þaðan. í stúdíótímum
sem Band nútímans fékk, tókum
við upp þrjú eða fjögur lög, en
aðeins eitt þeirra verður á plöt-
unni. Hin eiga þeir sjálfir.
Ég vil benda á að hæfileika-
keppnin er forsenda þess að ung-
lingahljómsveitir fái tækifæri til
að sýna hvað í þeim býr. f öðru
lagi verður SATT til þess að efnið
er gefið út og þar með er verið að
skapa hljómsveitunum tækifæri
til að fá lög sín útgefin. Sumt af
þeim lögum sem koma á plötunni
hafa verið tekin upp fyrir nokkru,
annað er glænýtt.
í þriðja lagi vil ég benda á að
plöturnar eru seldar á mjög vægu
verði til að auðvelda fólki að
kaupa þær. Þetta verða núna þjár
plötur saman á verði einnar.
Jafnframt eru fyrirhugaðir
hljómleikar með öllum þeim sem
eiga lög á plötunni. Þangað verð-
ur öllum útgefendum boðið auk
þess verður í hverju plötuumslagi
atkvæðaseðill vegna þeirra
hljómleika. Þar verða síðan
kosnar þrjár bestu hljómsveitirn-
ar og þeim veitt viðurkenning.
Þetta er því enn frekara tækifæri
fyrir þá sem eru með á plötunni.
Nú, menn fá höfundarlaun
greidd fyrir sín lög á plötunum og
upptakan er þeirra eign, ekki
okkar. í því sambandi má benda
á að SATT átti stóran þátt í því að
bæta stöðuna í höfundarréttar-
málunum. FTT (félag tónskálda
og textahöfunda) sem er sprottið
út frá SATT er núna að vinna að
leiðréttingu á rétti höfunda.
Ef einhver ágóði verður af
plötunni þá kemur hann til
SATT, þ.e. til félagsmanna
sjálfra. Við erum að byggja upp
félag og við megum ekki gleyma
því að SATT er félagarnir. Ef
þeir eru ekki virkir þá er félagið
ekki til. Markmiðið hjá SATT er
að þessi hljómsveitabransi geti
þrifist. Auk þess erum við að
reyna að byggja upp félagslega
aðstöðu, okkar eigið hús. Það er
því alltaf leiðinlegt þegar menn
spyrja einatt hvað SATT geti gert
fyrir þá, aldrei hvað þeir geti gert
fyrir félagið sitt.
ss
Á U-síðunni í síðustu viku
kom fram óánægja hjá
Hljómsveitinni Band nútím-
ansvegnahljómsveita-
samkeppni hjá SATT. Þeir
félagar höfðu unnið 2.
verðlaun í einni slíkri kepp-
ni og fengið í verðlaun 20
stúdíótíma sem voru not-
aðirtil að taka upp lag sem
verður á næstu safnplötu
SATT. Við snerum okkurtil
Jóhanns G. Jóhannssonar
sem er einn af forsvars-
mönnum SATT og spurð-
um hann um þetta mál.
Upphaflega voru þessar mús-
iktilraunir hugsaðar til þess að
reyna að ná upp áhuga fyrir lif-
andi tónlist. Olafur Jónsson hjá
Tónabæ kom að máli við okkur til
að reyna að finna leiðir til að gera
starfsemi Tónabæjar fjöl-
breyttari og skemmtilegri fyrir
krakkana. Þeir krakkar sem
sækja Tónabæ eru á þeim aldri
sem er alinn upp við diskómúsik
og virtust lítinn áhuga hafa á lif-
andi músik. Á fyrstu tónleikun-
um vorum við með Mezzoforte
og Jóhann Helgason. En krakk-
arnir sýndu þessu lítinn áhuga.
Þau þekktu ekki lögin.
Við vissum að til var fullt af
unglingahljómsveitum sem
höfðu hvergi tækifæri til að koma
sér á framfæri og hvergi mögu-
leika á að koma fram, svo við
Jóhann G. Jóhannsson.
ákváðum að efna til hljóm-
sveitakeppni. Með því vildum við
gefa krökkunum kost á að vera
þátttakendur og velja þær hljóm-
sveitir sem þau vildu heyra, auk
þess að gera þeim grein fyrir mis-
muninum á lifandi tónlist og
diskótónlist.
Miðast allt að því að gefa
ifæri
Miðvikudagur 27. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13