Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 5
MINNIWG_______
Hiálmar Ólafsson
F. 25. ágúst 1924 - D. 27. júní 1984
Þó mér væri kunnugt um aö
góövinur minn Hjálmar Ólafsson
gengi ekki heill til skógar síðustu
vikurnar, kom fregnin um svip-
legt fráfall hans einsog reiðar-
slag. Rúmri viku áður hafði hann
komið til mín og rætt af með-
fæddri einlægni um versnandi
heilsufar og ýmislegan persónu-
legan vanda sem að honum steðj-
aði. Ofurviðkvæm lund hans
þoldi ilia fólskulega árás sem
hann hafði að ósekju orðið fyrir
af hendi óhlutvands lækna-
deildarkennara í einu dagblað-
anna meðan hann var erlendis og
fékk ekki borið hönd fyrir höfuð
sér. Sumir samstarfsmenn hans í
stjórn Norræna félagsins höfðu
valdið honum sárum vonbrigðum
með undirferli og persónulegum
hnútum. Ég hafði sjaldan eða
aldrei séð vin minn jafnbeygðan,
enda var hann að jafnaði óvílinn
maður þótt eitthvað bjátaði á og
sýndi oftlega sanna hetjulund
þegar mest syrti í álinn. Nú var
einsog líkamsþrekið væri að bila
undir ofurþunga mótlætis sem
hann hefði fyrrmeir tekið með
broshýru æðruleysi. Kannski
renndi hann grun í, að hverju
dró. Nokkrum dögum síðar hitti
ég hann snöggvast í Sundlaugun-
um og virtist hann mun brattari,
enda skein sól í heiði, en vonin
um bjartari tíð reyndist þegar til
kom tálvon.
Kynni okkar Hjálmars voru
orðin æðilöng, teygðu sig yfir
tæpa fimm áratugi. Ég kynntist
honum fyrst barn að aldri inní
Laugarnesi, þegar hann var að
hefja menntaskólanám, og varð
heimagangur á hlýju og gestrisnu
heimili þeirra sæmdarhjóna
Ólafs Einarssonar, sjómanns og
síðar vörubflstjóra, og Dórótheu
Árnadóttur. Þráttfyrir fjögurra
ára aldursmun tókst með okkur
Hjálmari náin vinátta sem hélst æ
síðan, og eru engar ýkjur að hann
hafi átt allra manna stærstan þátt
í að vekja með mér fróðleiks-
þorsta og styðja mig með ráðum
og dáð til að leggja útá mennta-
veginn. Hef ég rakið þá sögu ýt-
arlega á öðrum vettvangi.
Leiðir okkar lágu saman aftur
á fullorðinsárum eftirað ég kom
heim frá námi erlendis, og varð
vináttan því dýpri og innilegri
sem lengra leið, enda var Hjálm-
ar með eindæmum hjartahlýr
maður og í óvenjuríkum mæli
gæddur þeim eiginleika að sjá
helst það sem gott var í fari ann-
arra og halda því á loft. Hlýtt
hjartaþel hans var þó enganveg-
inn sprottið af geðleysi viðhlæj-
andans, því skapsmunirnir voru
rikir og hann fór sjaldan í
launkofa með eindregnar skoð-
anir sínar, heldur átti það rætur í
þroskuðum mannskilningi og
víðsýnni, innborinni mannúð.
Samverustundirnar á heimili
Hjálmars urðu mér og mörgum
öðrum ógleymanlegar fyrir sakir
glaðværðarog söngelsku. Hjálm-
ar var mikill unnandi góðra bók-
mennta og hafði yndi af ljóðlist,
og þá ekki síst þeim ljóðum sem
syngja mátti undir hressilegum
lögum. Hann var söngmaður
góður, og voru þau hjón, Nanna
og hann, ákaflega samhent um að
halda uppi léttum anda í sam-
kvæmum með söng og hljóðfær-
aslætti.
Hjálmari var margt fleira til
lista Iagt en ljóðelska og söng-
gleði. Hann fékkst talsvert við að
þýða góðar bókmenntir, smá-
sögur, leikrit og stærri verk, og
leysti það allt af hendi af alkunnri
vandvirkni og samviskusemi
samfara næmu málskyni, þó hann
léti ævinlega lítið yfir þeim afrek-
um. Aukþess skrifaði hann tals-
vert frá eigin brjósti um menn,
skólamenntir og sveitastjórnar-
mál. Tvær þýddar bækur liggja
eftir hann: „Dýrmæta líf“, bréfa-
safn færeyska rithöfundarins
Jörgens Frantz-Jacobsens í út-
gáfu Williams Heinesens, og
„Grænlenzk dagbókarblöð“ eftir
Tomas Frederiksen.
En það voru skólamál og fél-
agsmál sem áttu í honum sterkust
ítök, enda skilaði hann þar álit-
legu dagsverki sem lengi verður í
minnum haft. Eftir stúdentspróf
1943 lauk hann heimspekiprófi
og prófi í efnafræði við Háskóla
íslands árið eftir, en sneri sér síð-
an að kennslu og var kennari við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar á
árunum 1944-60. Samhliða
kennslunni stundaði hann há-
skólanám í ensku, dönsku og
uppeldisfræðum og lauk B.A.-
prófi í þeim greinum 1950. Hann
var ennfremur við nám í dönsk-
um bókmenntum í Askov 1951 og
lagði stund á danskar bókmenntir
og málfræði, athugun á tungu-
málakennslu barna og starfs-
fræðslu við Kennaraháskóla
Danmerkur 1960-61. Þaráofan
sótti hann margskonar námskeið
hérlendis og erlendis, því honum
var kappsmál að fylgjast með nýj-
ungum og endurmennta sjálfan
sig eftir föngum. Árið 1962 var
hann lektor í Norðurlandamálum
við borgarháskólann í Amster-
dam.
Á árunum 1962-70 var Hjálm-
ar bæjarstjóri í Kópavogi, ungum
og ört vaxandi kaupstað, og átti
drjúgan þátt í mörgu sem þar
horfði til framfara, enda ham-
hleypa til vinnu og jafnan reiðu-
búinn að leggja góðu máli lið.
Hann gekkst fyrir stofnun Lista-
og menningarsjóðs Kópavogs
árið 1965 og var formaður hans
fyrstu fimm árin. Sömuleiðis
hafði hann forgöngu um stofnun
Norræna félagsins í Kópavogi
1962 og var formaður þess næstu
sex ár og síðan frá 1972. Loks ber
að nefna það framfak hans að
beita sér fyrir stofnun Samtaka
sveitarfélaga í Reykjaneskjör-
dæmi 1964 þarsem hann gegndi
formennsku fyrstu sex árin.
Hann var ennfremur í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
1964-70 og gegndi margháttuðum
nefndarstörfum á vegum Kópa-
vogskaupstaðar. Á árunum 1962-
66 var hann stundakennari við
Kennaraskóla íslands og próf-
dómari við samræmd gagn-
fræðapróf 1962-74. Þegar Hjálm-
ar lét af starfi bæjarstjóra gerðist
hann kennari við Menntaskólann
í Hamrahlíð og var konrektor
hans á árunum 1972-79.
Norrænt samstarf var Hjálmari
alla tíð mikið hjartans mál einsog
frumkvæði hans í Kópavogi sann-
ar, enda var hann kjörinn í fram-
kvæmdaráð Sambands Norrænu
félaganna 1970 og sat þar til ævi-
loka, en árið 1975 var hann kjör-
inn formaður Norræna félagsins á
íslandi. Hygg ég á engan hallað
þó því sé haldið fram, að enginn
einn maður hafi átt stærri þátt í að
efla Norrænu félögin um land
allt, því hann var óþreytandi að
ferðast landshorna á milli, kynna
hina norrænu hugsjón, stofna ný
félög og örva menn til frum-
kvæðis og dáða. Honum var létt
um mál og bjó yfir þeim innri
þunga og ósvikna sannfæringar-
krafti, sem hreif fólk með og
hrakti burt deyfð og lognmollu.
Við fráfall Hjálmars hefur hin
norræna hugsjón misst sinn ötu-
lasta og starfsglaðasta forvígis-
mann, og verður það skarð ekki
fyllt um fyrirsjáanlega framtíð,
allra síst af þeim mönnum sem
reyndu að troða af honum skóinn
hin síðari ár. Ekki ber heldur að
láta liggja í þagnargildi afskipti
hans af ýmsum öðrum norrænum
málefnum, svosem þróttmikið
starf hans frá öndverðu í finnsk-
íslenska félaginu Suomi og förg-
öngu hans um nánari samskipti
við Grænlendinga.
Af öðrum félagslegum umsvif-
um Hjálmars má nefna að hann
var formaður Kennarafélags
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
1955, sat í stúdentaráði 1947-48
og var formaður Vináttufélags ís-
lands og Rúmeníu 1951-59.
Öll bera þessi umsvif vitni ríkri
félagsvitund og óbilandi áhuga á
samskiptum íslendinga við aðrar
þjóðir, sem birtist í frjóum hug-
myndum og raunhæfum at-
höfnum.
En þó Hjálmar væri óvenju-
legur félagsmálagarpur og skilaði
þar dagsverki sem hver maður
gæti verið fullsæmdur af, þá er
það fremur öðru maðurinn sjálf-
ur, velvild hans, heilindi, sann-
gimi og víðsýni sem geymasí í
minningu vina hans og samherja
ásamt hinni þýðu rödd sem túlk-
aði mál ljóðsins með eftirminni-
legum hætti þá sjaldan hann kom
fram sem upplesari. Hann var
sennilega einhver okkar besti
ljóðalesari um sína daga.
Hjálmar Ólafsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Kristín Ingibjörg Eyfells kennari,
og eignuðust þau eina dóttur.
Þau slitu samvistir. Eftirlifandi
kona hans er Nanna Björnsdóttir
meinatæknir, og eignuðust þau
fjóra syni, sem allir eru við lang-
skólanám, og ólu upp dóttur
Nönnu. Nanna varð fyrir því
mikla áfalli fyrir allmörgum árum
að hreppa sjúkdóm sem svipti
hana minninu. Með óbilandi
kjarki og þrautseigju sem var ná-
Iega ofurmannleg barðist Hjálm-
ar fyrir því að Nanna fengi ein-
hverja bót meins síns, þó læknar
teldu það borna von, og fékk því
framgengt að hún væri ekki lokuð
inná hæli. Þó árangur þessarar
linnulausu viðleitni bæri ekki
þann árangur sem til var stefnt,
þá var verulega hjartnæmt að
fylgjast með því hvernig Nanna
átti afturkvæmt í mannlegt
samfélag, með þeim annmörkum
sem óminni eru samfara, og hve
samhentir þeir feðgar voru í til-
litssemi, umhyggju og blíðlæti við
hina ógæfusömu húsmóður.
Ég hygg að fátt lýsi betur
lyndiseinkunn og hugarþeli
Hjálmars heitins en þrotlaus bar-
átta hans fyrir bata konu sinnar,
og er þó vissulega af mörgu öðru
að taka. Þar get ég trútt um talað.
Um leið og ég kveð ljúfan vin,
sem reyndist mér hollari og
drenglundaðri en flestir aðrir,
sendi ég börnum hans, stjúpdótt-
ur, eftirlifandi konu, fjórum
systkinum og öðrum aðstandend-
um hugheilar samúðarkveðjur
með þeim huggunarorðum, ef
þau mættu sefa sárasta sviðann,
að slíkan mannkostamann sem
Hjálmar Ólafsson var geyma allir
sem til hans þekktu í þakklátri
minningu. Fordæmi hans verður
stöðug áminning til okkar, sem
eftir lifum, um að leggja heila
hönd á þann plóg sem rótar upp
harðbölum mannlífsins, svo þar
megi rækta þau litfögru blóm sem
látnum vini varð stundum
skrafdrjúgt um. Dæmi hans mun
geymast að hausti og ári og um
langan aldur.
Sigurður A. Magnússon.
Langt er síðan ég hef átt jafn
erfitt með að sætta mig við sorg-
legar fréttir eins og þegar ég frétti
lát Hjálmars Ólafssonar fyrrver-
andi bæjarstjóra. Að þessi starfs-
glaði og sístarfandi atorkumaður
væri svo óvænt og skyndilega
horfinn af sjónarsviðinu. Fráfall
hans minnir okkur, sem enn
stöndum vaktina áþreifanlega á
fallvaltleika lífsins og vekur upp
hjá mér hálfgleymdar hugleiðing-
ar um vanmátt mannsandans
gagnvart lögmálum lífs og dauða.
Það eru liðin 22 ár síðan leiðir
okkar Hjálmars lágu fyrst saman.
Nafn hans var nefnt í leit okkar
bæjarfulltrúa í Kópavogi að
bæjarstjóra sem samkomulag
gæti orðið um við myndun meiri-
hluta í bæjarstjórn að loknum
sveitarstjórnarkosningum vorið
1962. Eftir fyrsta viðræðufund
sem ég átti við Hjálmar ásamt
Þormóði Pálssyni var ég strax
bjartsýnn á samstarf við hann og
hreifst af atorku hans og starfs-
gleði. í kosningunum 1962 urðu
veruleg þáttaskil í pólitískri sögu
Kópavogs. Allt frá stofnun
sveitarfélags í Kópavogi höfðu
Samtök óháðra kjósenda undir
forustu Finnboga Rúts Valdi-
marssonar og Huldu Jakobsdótt-
ur haft hreinan meirihluta í
sveitarstjórn. Að þeim sam-
tökum stóðu menn úr öllum
stjórnmálaflokkum, en nutu ör-
uggrar forustu hjónanna á Mar-
bakka. Þegar þau voru ekki
lengur í framboði til bæjarstjórn-
ar 1962 náðu Samtökin ekki
lengur meirihluta í bæjarstjórn
og þurfti því að semja um póli-
tískt samstarf við stjórn á bæjar-
félaginu.
Samstarf tókst að loknum
kosningum á milli bæjarfulltrúa
Óháðra kjósenda og Framsókn-
armanna undir forustu Ólafs
Jenssonar verkfræðings. Hér var
því komið á pólitískt samstarf um
stjórn bæjarfélagsins og um að
ráða Hjálmar Ölafsson í starf
bæjarstjóra.
Það kom í hlut þessa nýja
meirihluta að móta starfshætti
bæjarstjórnar við þessar breyttu
aðstæður. Þar reyndi strax á
starfshæfni hins nýráðna bæjar-
stjóra og ég tel vera óumdeilt að
Hjálmar Ölafsson átti mestan
þátt í því að innan bæjarstjómar
tókst þá óvenjulega gott samstarf
um flest málefni bæjarfélagsins á
því kjörtímabili og sérstaklega
góður starfsandi meðal allra
bæjarfulltrúa, einnig þeirra sem
taldir voru í minnihluta innan
bæjarstjórnar.
Hjálmar Ólafsson var hug-
sjónamaður og sósíalisti að lífs-
skoðun og fór ekki dult með þær
skoðanir sínar, en hann starfaði
sem bæjarstjóri allra Kópavogs-
búa að bæjarmálum og eignaðist
brátt vini og nána samstarfsmenn
í öllum pólitískum flokkum í
bænum.
Ég átti sæti í bæjarráði á þess-
um árum ásamt þeim Ólafi
Jenssyni verkfræðingi og Axel
Jónssyni síðar alþingismanni.
Með okkur bæjarráðsmönnum,
bæjarstjóra og starfsmönnum
bæjarins tókst svo gott samstarf
að fátítt mun vera við stjórn
stærri bæjarfélaga.
Þegar ég nú í tilefni af fráfalli
Hjálmars Ólafssónar rifja upp
þetta samstarf okkar, næstum
dagleg samskipti í 8 ár, þá tel ég
það tímabil ótvírætt ánægjuleg-
asta hlutann af minni starfsævi.
Ekki stafar sú tilfinning af því að
við værum alltaf sammála eða að
logn ríkti í okkar samskiptum.
Þar komu vissulega upp veðra-
brigði og stormar, enda var hið
mikla skap Hjálmars nokkuð í
ætt við íslenskt veðurfar. En
drengskapur hans og einlægur
samstarfsvilji jafnaði alla á-
rekstra og treysti vináttu okkar.
Ég harma það nú þegar Hjálm-
ar er svo óvænt horfinn af sjónar-
sviðinu hvað fundum okkar
fækkaði þegar við hurfum til ann-
arra starfa. Annasöm störf okkar
tóku allar frístundir og nú verður
ekki úr því bætt. Þessum þakkar-
orðum mínum til Hjálmars Ólafs-
sonar var ekki ætlað það hlutverk
að meta eða þakka störf hans
fyrir Kópavogskaupstað, en átta
ára starf bæjarstjóra, sem unnið
er af slíkri elju og trúnaði sem
Hjálmar lagði í öll sín störf er
mikið framlag til bæjarfélagsins
sent seint verður fullþakkað.
Hann var sístarfandi og ötull að
setja sig inn í alla þætti í rekstri
bæjarins þó að skólarnir og
menningarmálin væru hans
mestu áhugamál.
Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti til Hjálmars Ólafs-
sonar fyrir óvenjulega ánægju-
legt samstarf, umburðarlyndi
hans og vináttu við mig og mína
fjölskyldu og margar ánægju-
legar samverustundir. Innilega
samúð votta ég eftirlifandi eigin-
konu Hjálmars, Nönnu Björns-
dóttur, sem á við erfiða vanheilsu
að búa. Einnig börnum hans og
öllum vandamönnum sem nú
hafa misst svo mikið. Ég vona að
minningin um fjölhæfan dreng-
skaparmann verði þeim styrkur í
lífsbaráttunni um alla framtíð.
Olafur Jónsson.
í dag er kvaddur frá Kópavogs-
kirkju Hjálmar Ólafsson,
menntaskólakennari og formað-
ur Norræna félagsins á íslandi,
Skjólbraut 8, Kópavogi, en hann
varð bráðkvaddur að heimili sínu
27. f. mánaðar, aðeins 59 ára að
aldri.
Fimmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5