Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Page 7
KONNUN Viðhorf íslendinga til utanríkismála Töflur og kaflar úr skýrslu Ólafs Þ. Harðarsonar sem Öryggismálanefnd gaf út í gœr Heildarniðurstöður þessarar athugunar eru skýrar. Meirihluti íslenskra kjósenda styður tvo meginþætti þeirrar utanríkis- stefnu, sem Islendingar hafa fylgt undanfarna áratugi; aðildina að Atlantshafsbandalaginu og Kefla- víkurstöðina. í hugum margra kjósenda eru þessi tvö mál hins vegar ekki fast spyrt saman - og nokkur munur er á afstöðu kjós- enda til þeirra. Andstæðingar aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu eru ekki stór hópur. Andstaðan við aðild- ina kemur auk þess einungis fram í verulegum mæli hjá kjósendum tveggja fiokka, Alþýðubanda- lagsins og Kvennalistans. Og tæpur fjórðungur þeirra kjós- enda Alþýðubandalagsins sem afstöðu taka í málinu er aðildinni að Atlantshafsbandalaginu hlynntur. Nokkru öðru máli gegnir um Keflavíkurstöðina. Andstaðan við hana er mun meiri en við NATÓ-aðildina og hún er ekki bundin við kjósendur tveggja stjórnmálaflokka á sama hátt og andstaðan við NATÓ. Kjósend- ur Alþýðubandalagsins eru ein- huga í andstöðu sinni við stöðina - og 30-40% af kjósendum Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokks og Bandalags jafnaðar- manna eru sama sinnis. Hins veg- ar er rétt að undirstrika að tveir þriðju hlutar þeirra sem afstöðu taka til stöðvarinnar eru henni hlynntir. Þá er einnig Ijóst að mikill meirihluti íbúa á höfuðborgar- svæðinu telur að NATÓ megi ekki dragast aftur úr Varsjár- bandalaginu hernaðarlega ef tryggja á frið. Stuðningur íslenskra kjósenda við meginþætti hinnar hefð- bundnu utanríkisstefnu er þannig skýr. En önnur viðhorf þeirra fara kannski nokkuð á skjön við hana. Þannig nýtur almennt orð- uð hugmynd um gjaldtöku mikils fylgis. Nánast allir svarendur á höfuðborgarsvæðinu segjast styðja hugmyndina um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum og drjúgur meirihluti styður friðarhreyfingar. Mun meiri andstaða kehiur fram gegn fullyrðingu um að íslendingum séu hervarnir nauðsynlegar en gegn Keflavíkurstöðinni. Nokkuð kom á óvart að álíka margir voru sammála og ósam- mála þeirri fullyrðingu að íslend- ingum væri nauðsynlegt að hafa einhvers konar hervarnir í landinu. Nánast allir andstæðing- ar NATÓ-aðildar og Keflavíkur- stöðvar voru ósammála fullyrð- ingunni, en það voru líka 16% þeirra sem eru Keflavíkurstöð- inni hlynntir og fjórðungur þeirra sem styðja aðildina að Atlants- hafsbandalaginu. Meðal þeirra sem enga skoðun hafa á NATÓ aðild og þeirra sem segja Kefla- Afstaða Islendinga til áframhaldandi veru Islands í Atlantshafsbandalaginu. Heild Karlar Konur Meðmæltir 53% 64% 41% Andvígir 13% 14% 12% Engin skoðun 34% 22% 47% Af þeim sem taka afstöðu: Meðmæltir 80% 82% 77% Andvígir 20% 18% 23% Eftir stjórnmálaflokkum (kosningar 1983) Alþýðu- Fram- Sjálf- Alþýðu- Bandal. Kvenna- flokk sókn st.fl. bandal. jafnm. lista NATO-AÐILD Meðmæltir ..56% 53% 70% 17% 56% 39% Andvígir .. 8% 6% 1% 56% 11% 33% Engin skoðun ..36% 41% 29% 27% 33% 28% Af þeim sem taka afstöðu: Meðmæltir ..88% 90% 99% 23% 84% 54% Andvígir ..12% 10% 1% 77% 16% 46% II. Afstaða íslendinga til Keflavíkurstöðvarinnar. Heild Afgerandi hlynntir...............23% Frekarhlynntir...................31% Skiptir ekki máli................15% Frekar andvígir..................15% Afgerandi andvígir...............15% Af þeim sem eru stöðinni hlynntir eða andvígir: Hlynntir........................64% Andvígir........................36% III. Afstaða til hersins og NATO. Ýmsir skoðanahópar. Meðmæltir NATO og hlynntir Keflavíkurstöð..........................................................41 % Meðmæltir NATO, en segja stöðina ekki skipta máli.................................................... 5% Meðmæltir NATO, en andvígir Keflavíkurstöð..........................................................8% Engin skoðun á NATO, en hlynntir Keflavíkurstöð....................................................13% Engin skoðun á NATO og segja stöðina ekki skipta máli..............................................10% Engin skoðun á NATO, en andvígir Keflavíkurstöð....................................................10% Andvígir NATO, en hlynntir Keflavíkurstöð...........................................................0% Andvígir NATO, en segja stöðina ekki skipta máli....................................................0% Andvígir NATO og andvígir Keflavíkurstöð...........................................................13% Aldursflokkar Eftir stjórnmálaflokkum (1983) 20-23 24-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-83 39% 49% 51% 62% 59% 59% 68% 24% 15% 19% 11% 16% 6% 9% 37% 36% 30% 27% 26% 35% 24% Alþýðu- Fram- Sjálf- Alþýðu- Bandal. Kvenna- flokki sókn st.fl. bandal. jafn.m. lista Hlynntir .54% 50% 84% 7% 52% 20% Skiptir ekki máli .24% 17% 10% 8% 17% 16% Andvígir .22% 34% 6% 86% 32% 65% Af þeim sem hlynntir eru eða andvígir Hlynntir .71 % 59% 93% 7% 62% 23% Andvígir .29% 41% 7% 93% 38% 77% IV. Afstaða Islendinga til gjaldtöku fyrir Keflavíkurstöðina eftir því hvað þeir kusu í Alþingiskosningunum 1983. Kusu 1983 Alþýðu- Fram- Sjálf- Alþýðu- Bandal. Kvenna- flokk sókn st.fl. bandal. jafn.m. lista .69% 67% 67% 45% 59% 44% . 9% 10% 9% 6% 14% 8% .23% 24% 24% 49% 27% 48% V. Með hverjum heimshluta eiga Islendingar mesta samleið? Norður- Vestur- Norður- Smáríkjum Austur- löndum Evrópu Ameríku þriðja Evrópu heimsins Mesta samleið.........90% 6% 6% 0% 0% Næstmesta............. 8% 70% 20% 4% 3% Þriðjamesta.:......... 2% 19% 57% 14% 7% Fjórðamesta........... 0% 4% 14% 34% 44% Minnsta............... 0% 1% 3% 48% 46% víkurstöðina ekki skipta máli voru miklu fleiri ósammála full- yrðingunni en sammála. Afstaða kynjanna var hér svipuð. Hins vegar er mjög sterkt samband milli andstööunnar til fullyrðing- arinnar um nauðsyn hervarna og vinstri-hægri kvarðans. Þegar svarendur voru beðnir að leggja mat á mikilvægi fjög- urra mála kom í ljós að þeir töldu Keflavíkurstöðina ekki jafn mikilvæga og verðbólgu og sam- skipti ríkis og verkalýðsfélaga. Mikilvægi byggðastefnu var hins vegar talið svipað og stöðvarinn- ar. Almennt orðuð fuliyrðing um gjaldtöku fyrir Keflavíkurstöðina hefur mikinn hljómgrunn meðal íslenskra kjósenda. Tæplega tveir þriðju hlutar samsinntu full- yrðingu um að íslendingar ættu að þiggja gjald fyrir stöðina, tæp 30% voru andvíg og 9% sögðust blendin í afstöðu sinni. Svarendurnir voru mjög ein- huga um að íslendingar ættu mesta samleið með Norðurlönd- unum, þegar þeir voru beðnir um að gera upp á milli fimm heims- hluta. Mikill meirihluti var líka einhuga um að íslendingar ættu næst mesta samleið með Vestur- Evrópu og að Norður-Ameríka kæmi í þriðja sæti. Minnsta sam- leið töldu svarendurnir að íslend- ingar ættu með Austur-Evrópu og smáríkjum þriðja heimsins. Rúmur þriðjungur svarend- anna taldi að styrjaldarlíkur hefðu aukist sl. 4-6 ár, en meirih- lutinn taldi að þær hefðu lítið breyst. Konur töldu í mun ríkari mæli en karlar að styrjaldarhætt- an hefði vaxið og var helmingur þeirra á þessari skoðun. Þá taldi rúmur helmingur þeirra sem staðsetti sig til vinstri á vinstri- hægri kvarða að styrjaldarlíkurn- ar hefðu aukist, en um þriðjung- ur „miðjumanna" og „hægri" manna var sama sinnis. 86% svarendanna sögðust vera sammála fullyrðingu um að ástæða væri fyrir íslendinga að styðja hugmyndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Andstaðan við fullyrðinguna kom helst fram hjá körlum, þeim sem styðja aðildina að Atlantshafsbandalaginnu, þeim sem hlynntir eru Keflavík- urstöðinni, og „hægri" mönnum. Eigi að síður sögðust langflestir í þessum hópum vera fullyrðing- unni sammála. Skoðanir voru skiptari um full- yrðingu um að friðarhreyfingar eins og þær sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og Evrópu væru spor í rétta átt. Um tveir þriðju hlutar svarendanna voru sammála, en afgangurinn skiptist í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar var ósammála en hinn sagði „bæði og“. Stuðningurinn við friðarhreyfingar var mun meiri meðal kvenna en karla. Sjá næstu síðu Fimmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.