Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 15
MANNLIF
Gœðavörur
fyrir atvinnu- og áhugaljósmyndara
Ljósmyndarinn. -Ljósm. Sig. Óli Ólafsson.
Áhugaljósmyndun
Skemmtilegt
í klúbbnum
C
KK
HoíSIrím
Pappírsskurðarhnífar í
mörgum stœrðum.
HfCKentmere
Sigurður Óli Ólafsson í9. bekk Langholtsskóla:
fékkfyrstu Ijósmyndavélina ífermingargjöf
Sigurður Óli Ólafsson var í 9.
bekk Langholtsskóla í vetur og
var einn af félögunum í Ijósmynd-
aklúbbi hjá Sveini Karlssyni.
Hvenær byrjaðir þú að taka
myndir Sigurður?
„Ég byrjaði þegar ég var í 7.
bekk. Ég greip tækifærið þegar
boðið var upp á kennslu í ljós-
myndun, við fórum saman
nokkrir félagar. Ég fermdist
þetta ár og fékk þá mína fyrstu
ljósmyndavél.“
Hver eru uppáhaldsmyndefnin
þín?
„Mér finnst mest gaman að
taka myndir af fólki og þá helst
börnum. Mér líka ekki uppstill-
ingar. Ég tek helst svart-hvítar
myndir. Ég hef reynt við lit, en
það er allt of dýrt. Nú á ég stækk-
ara og stækka sjálfur heima.“
Hvernig var klúbburinn?
„Það var mjög skemmtilegt í
klúbbnum, aðstaðan prýðileg
eftir að hún var bætt í vetur og
kennarinn mjög góður. Við vor-
um bara einu sinni í viku, en
höfðum frjálsan aðgang að
myrkrakompunni. Nú verður
boðið upp á ljósmyndun sem val-
grein í 9. bekk, það býður upp á
miklu meiri möguleika.“
Tekurðu mikið af myndum?
„Ég fer og tek myndir þegar
góður dagur gefst. Svo framkalla
ég og stækka í skorpum. Vinn
kannski heila helgi og tek mér frí
á milli.“
„Hefurðu sent myndir í keppni
Æskulýðsráðs og Féiags áhuga-
Ijósmyndara?
„Já, ég sendi myndir í fyrra og
hitteðfyrra en fékk engin verð-
laun. Eg vildi að okkar skóli væri
með.“
Sigurð skortir ekki áhugamál-
in, auk ljósmyndunarinnar var
hann í leiklist í vetur og ritstýrði
tveim skólablöðum. Næta vetur
liggur leiðin í M.S. Sigurður seg-
ist örugglega halda áfram að taka
myndir, en veit ekki hve mikill
tími muni gefast í tómstundastörf.
GGÓ]
Pottþétti
Ijósmyndapappírinn í
bláu pökkunum
Þýsk Ijósmyndaflöss á
góðu verði - margar
gerðir
Olympíumeistarinn
takt’ann með
Ljósmyndavörur
Skipholti 31
sími 25177
coMn
Filterarnir frábæru frá
Frakklandi
fást á allar linsustœrði"
SNORRABRAUT 54 S: 10293
Fimmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15