Þjóðviljinn - 05.07.1984, Side 18
FLOAMARKAÐURINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Nú málum viö Skálann!
Um næstu helgi, 7. - 8. júlí, er fyrirhugað að mála húseign okkar að
Strandgötu 41. Þeir sem geta komið og veitt liðsinni eru beðnir að hafa
samband við formann félagsins Eggert Lárusson síma 54799 sem fyrst, og
eða Geir Gunnarsson síma 50004.
Tökum nú höndum saman og drífum þetta af í einum grænum. Fallega
málað hús er prýði flokksins. - ABR Hafnarfirði.
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Sumarhátíð
Sumarhátíð verður haldin 6. - 8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði,
N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá:
Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík
s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri s. 24886 eða 26621.
Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögunar hátíðarinnar verða birtar
síðar. - Stjórn Kjördæmisráðs.
Sumarferð ABR 1984
Sumarferð ABR verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinm
munum við fara á Þingvöll. Merkið á dagatalið við 19. ágúst. -
Sumarferö ABR - Nánar auglýst síðar. - Ferðanefnd ABR.
Til félagsmanna í ABR
Munið heimsend eyðublöð vegna flokks- og félagsgjalda
ársins 1984. - Stjórn ABR.
Vinningsnúmer í
Vorhappdrætti ABR
Vinningar nr. 1 -3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferð-
um/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og
5090.
Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar i leiguflugi með
Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr.
33, 163 og 3436.
Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105.
Happdrætti
Húnvetningafélagsins
í Reykjavík
Vinningaskrá:
1. vinningur kom á miða númer 6000.
2. vinningur kom á miða númer 3231.
3. vinningur kom á miða númer 5252.
4. vinningur kom á miða númer 2218.
5. vinningur kom á miða númer 2217.
6. vinningur kom á miða númer 2825.
7. vinningur kom á miða númer 0760.
8. vinningur kom á miða númer 0350.
9. vinningur kom á miða númer 0499.
Upplýsingar gefnar í símum 19863 - 21959.
LÁTfÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ
Gerum föst verðtilboð yður
að kostnaðarlausu án skuldbindmga
af yðar hálfu.
Sprungu-
þak-
þétting
Upplýsingar í símum (91) 666709
Svo skal böl bœta
MEGAS
TOLLI
BEGGI
KOMMI
BRAGI
gramm
Laug^vogur 17 Slmé 12040
nl)
^STAÐARNEM!
Öll hjól eiga aö stöðvast
algerlega áðuren iJUMFEROAR
að stöðvunarlínu
er komið.
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
• S'
.sW
(r 'jas
Dúlla
Snorrabraut
Ef þig vantar
aðstoð við búslóðaflutninga þá er ég
til þjónustu reiðubúinn. Er ekki
beinlínis naut að afli en nokkuð út-
haldsgóður. Upplýsingar gefur Mar-
grét í síma 81333 á skrifstofutíma.
Mig vantar
herbergi eða annað húsnæði fyrir
vinnustofu, helst í grennd við Grettis-
götu. Ég mála, teikna og hanna leik-
myndir. Er hreinleg, hljóðlát og reglu-
söm. Upplýsingar í síma 15432 um
kvöldmatarleitið.
Guðrún Svava.
Erum tvær
hjúkrunarfræðingur og fóstra sem
bráövantar íbúð, helst í Vesturbæn-
um. Upplýsingar í síma 621131 e. kl.
17.
Halló
strákar - stelpur.
Æðisleg Ford Cortina '72 til sölu.
Þarfnast lítillar viðgerðar, svo þið
komist í ferðalagið um verslunar-
mannahelgina. Verð aðeins kr. 7500.
Upplýsingar í síma 14982.
Til sölu
Renault 15 TS árgerð '74 2ja dyra
sportmódel. Fallegur og vel með far-
inn bíll. Sími 82943 til kl. 17 og 23349
e. kl. 19.
Til sölu
Casio og músíktölva VL -1 og Colley
35 LDE myndavél. Upplýsingar í
síma 75619.
Óska eftir
barnakojum. Slmi 53947.
Til sölu
píanó, vel með farið. Selst á sann-
gjörnu verði. Upplýsingar í síma
18179.
íbúð óskast.
2 námsmenn óska eftir 2-3ja her-
bergja íbúð, helst sem næst Háskól-
anum. Upplýsingar í síma 99-6636.
London - Húshjálp.
í boði er herbergi í góðu fjölskyldu-
húsi á góðum stað í borginni, í
skiptum fyrir húshjálp. Gæti hentað
nemanda. Upplýsingar í síma 13661
milli kl. 18 og 19.
Til sölu
Silver Cröss barnakerra og göngu-
grind. Einnig lítið notað danskt hús-
tjald. Upplýsingar í síma 74670.
Óska eftir
að fá keypta kommóðu, má þarfnast
viðgerðar. Upplýsingar í síma 33675.
A.T.H.
Á Snorrabraut 22 er sniðug barnafat-
averslun. Farðu bara og gáðu.
Til sölu
Volvo 142 GL árgerð '72, með góðri
vél og á nýjum dekkjum. Upplýsingar
í síma 39136.
Til sölu
gólfteppi, Ijós að lit 15m2 og 20mz.
Einnig hjónarúm og fatnaður. Upp-
lýsingar í síma 22681.
Til sölu
tvær eininga veggsamstæður úr Ma-
honí með gleri. Verð kr. 7000.- Upp-
lýsingar í síma 28172.
Fæst gefins
frábærlega fallegur hvolpur af mínk-
ahundakyni. Upplýsingar í síma
16485 e. kl. 18.
Hestamenn A.T.H.
tökum að okkur að járna. Upplýsingar
í sima 81793.
Gítarkennsla
fyrir byrjendur og þá sem lengra eru
komnir. Innritun og upplýsingar í síma
621126.
Hestaáhugamenn
leigjum út hesta í lengri og skemmri
ferðir. Eigum hesta jafnt fyrir byrjend-
ur sem vana. Hestaleigan
Vatnsenda, sími 81793.
Antik
gamalt útskorið píanó til sölu, þarfn-
ast viðgerðar. Upplýsingar í síma
26297 e. kl. 19.
Æski aukavinnu
Háskólanema vantar aukavinnu um
kvöld og eða helgar, hef í huga allt að
40% starf við næstum hvað sem er.
Hafið samband við Láru í síma 39536
e. kl. 19 virka daga.
Vantar
tjaldhiminn á 4ra manna tjald 2 x 1.8 x
1.8. Upplýsingar í síma 99-4581 e. kl.
5.
Til sölu
mjög vel með farið Yamaha orgel (A-
55) með trommuheila og fótbassa.
Upplýsingar í síma 45622.
Bráðvantar.
Viljum ráð unglingsstúlku eða pilt til
að gæta 14 mánaða barns í júlí. Erum
á Suðurgötu 69. Upplýsingar í 23523.
Eg er 35 ára
háskólamenntaður Skoti, tala þokka-
lega íslensku og frönsku. Vantar at-
vinnu til að halda heimill með konu
minni og barni. Öll vinna kemur til
greina. Upplýsingar í síma 10006.
Hjón með eitt barn
óska eftir að leigja íbúð 3-4ra her-
bergja í Kópavogi. Skilvísum
greiðslum og reglusemi heitið. Upp-
lýsingar í síma 42084.
Til sölu
á sanngjörnu verði Silver Cross
skermakerra og baðborð með ákl-
æði. Sími 77251.
Dúlla
tekur á móti fatnaði á 0 til 10 ára, opið
frá kl. 13 til 18. Sími 21784 fyrir há-
degi.
Snorrabraut 22
Dúlla
(Snorrabraut 22).
vantar vegna breytinga, herðatré,
körfur t.d. gamlar vöggur og annað
þess háttar undir föt. Upplýsingar í
síma 21784 f.h.
Til sölu
lítið notuð Alda þvottavél m/þurrkara
og nýlegur svefnbekkur á kr. 4000.-
Upplýsingar í síma 46486.
Slitin sængurver.
Á einhver gömul, slitin sængurver,
lök eða föt sem á að henda? Ég get
nýtt þvílíkt í vefnað. (Sæki tauið að
sjálfsögðu). Vinsamlega hringið í
■síma 17482 eða 19244.
21 árs stúlka
utan að landi sem byrjar nám við Iðn-
skólann í Reykjavík í janúar '85, vant-
ar gott herbergi með aðgang að
snyrtingu og eldhúsi. Húshjálp hjá
fullorðnum hjónum eða konu kemur
til greina. Upplýsingar í síma 96-
61682 e. kl. 18.
Veiðimenn.
Stangaveiðifélag Borgarness selur
veiðileyfi í Langavatn. Góð hús,
vatnssalerni og traustir bátar. Verð
með aðstöðu kr. 150.- hver stöng.
Upplýsingar í síma 93-7355.
Vantar íbúð
ung kona óskar eftir 2ja herbergja
íbúð nú þegar. Helst miðsvæðis í
Reykjavík. Fyrirframgreiðsla mögu-
leg. Nánari upplýsingar í síma 82552
e. kl. 18.
N0NNI KJÓSANDI
Copyrighi 1984 Th* Dtgiilar and Trihm Syndicot*. Inc
Ég hef engan áhuga á að kjósa einhvern sem kallar Mamma ykkar og Hvað keyptuð þið handa
sjálfan sig við. oabbi eru komin. okkur?
Segið þeim nú hversu
mikið þið hafið saknað þeirra.
KROSSGÁTAN_
Lárétt: 1 röng 4 vaða 6 maðk 7
aumt 9 sofa 12 ráöagerð 14 títt 15
reið 16 bert 19 spil 20 nudda 21
skafið.
Lóðrétt: 1 skera 3 sælgæti 4 for-
móður 5 gisin 7 moka 8 illkvittnir
10 truflunin 11 hindrar 13 endir
17 keyra 18 greinir.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 slys 4 kast 6 aur 7 þarf 9
óvæg 12 átaki 14 auð 15 Týr 16
aflar 19 gosa 20 maka 21 trúir.
Lóðrétt: 2 lóa 3 saft 4 krók 5 snæ
7 þvarga 8 ráðast 10 vitrar 11
Garöar 13 afl 17 far 18 ami.
18 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 5. júlí 1984