Þjóðviljinn - 05.07.1984, Síða 21
U-SIÐAN
Þórarar úr Eyjum (hvítar buxur) sigra Víkinga úr Reykjavík 2-1.
B-lið Þórs Ve. og Vals eigast við. Eínbeitnin skín úr hverju andliti.
Lárus Jakobsson úr Tý stjórnaði
mótinu af snilld og fékk verð-
skuldað lof fyrir.
Líf og f jör á
6. flokks-móti í Eyjum
Á sunnudaginn lauk í Vestmannaeyjum miklu knattspyrnu-
móti sem Týr og Tommahamborgarar stóðu fyrir. Það var fyrir 6.
aldursflokk, krakka 10 ára og yngri, og hófst á fimmtudaginn var.
Þátttakan var mjög góð, fór reyndar fram úr björtustu vonum því
á fimmta hundrað keppendur mættu til leiks, víðs vegar að af
landinu.
Þórarar úr Vestmannaeyjum stóðu uppi sem sigurvegarar í 6.
flokki A. FH úr Hafnarfirði hafnaði í öðru sæti og KA frá Akureyri í
þriðja sæti. í keppni B-liða sigruðu Akurnesingar, Þórarar höfnu-
ðu í öðru sæti og KA í þriðja sæti. ívar Bjarklind úr KA var kjörinn
besti leikmaður mótsins, Þorvaldur Ásgeirsson, Fram, skoraði
flest mörkin, og Jón Indriðason, KR, var kjörinn besti markvörð-
urinn.
Mikið fjör og leikgleði einkenndi mótið, enda hér á ferðinni sá
aldursflokkur sem gefur sig meira í leikinn af lífi og sál en aðrir.
Mættu leikmenn eldri flokka taka sér þá yngstu til fyrirmyndar-
ekki er að efa að þá yrðu leikir þeirra skemmtilegri.
Myndimar hér á síðunni tók Guðmundur Sigfússon meðan
mótið stóð yfir og í mótslok og segja þær meira en mörg orð.
Þrjú efstu liðin í 6. flokki A. Þórarar úr Eyjum, sigurvegararnir, efstir, FH (númer tvö) í mlðið, og KA (númer þrjú)
fremstir.
Efstu liðin í 6. flokki B. Sigurvegaiarnir, Akurnesingar, efstir, Þorarar úr Eyjum í miðið og KA-drengirnir fremstir
en þeir urðu í þriðja sæti.
Jón Indriðason, KR, var valinn
besti markmaður mótsins.
Þorvaldur Ásgeirsson (Elíassonar
þjálfara Þróttar) úr Fram var mesti
markaskorari mótsins - gerði 12
mörk.
Slgurllð Þórs Ve. í 6. flokki A ásamt þjálfurum sínum.
Nokkrir krakkar úr Víði, Garði, en þau fengu sérstaka viðurkenningu fyrir
bestu umgengni. Víðlr og Reynir Sandgerði voru kjörin prúðustu liðin.
Flmmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21