Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Könnunin sýnir þversagnir Könnun Ólafs Þ. Haröarsonar á viöhorfum íslendingatil utanríkismála sem Öryggismála- nefnd hefur gefið út mun veröa tilefni til mikilla umræðna. í fyrstu fréttum um niðurstöður var megináhersla lögð á að rannsóknin sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar styður aðild ís- lands að NATO og Keflavíkurstöðina á vegum bandaríska hersins. Nánari athugun á svörum við fleiri spurning- um leiðir hins vegar í Ijós athyglisverðar þver- stæður. Þótt meirihluti segi „já“ þegar spurt er beint um NATO og herinn snýst dæmið við þegar spurt er um afstöðu til ýmissa þeirra meginröksemda sem beitt hefur verið til að réttlæta dvöl hersins og könnuð er afstaða til helstu stefnumála NATO á okkar tímum. Þá segir meirihluti þjóðarinnar „nei“. Þessar þverstæður könnunarinnar koma vel í Ijós þegar borin eru saman svörin við spurningunum um NATO og herinn annars vegar og spurningunum um nauðsyn her- varna á Islandi, gjaldtöku fyrir herinn, friðar hreyfingar, kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og fleiri atriði hins vegar. Þótt 64% segist vera hlynnt því að hafa herstöðina í Keflavík eru aðeins 32% sem segjast vera alveg sammála því að nauðsyn- legt sé fyrir íslendinga að hafa hervarnir. Það eru jafnstórir hlutar sem eru ýmist alveg eða frekar sammála eða alveg eða frekar ósam- mála í afstöðunni til hervarna. Það skortir því algerlega meirihluta með þjóðinni fyrir þeirri höfuðröksemd NATO-sinna að íslendingum sé nauðsynlegt að hafa hervarnir og þess vegna eigi bandaríski herinn að vera hér. Skorturinn á fylgi við meginstoðirnar í mál- flutningi forystumanna NATO-liðsins á íslandi kemur enn skýrar fram í svörum við spurning- unni um gjaldtöku fyrir Keflavíkurstöðina. Þá svarar mikill meirihluti fylgismanna NATO- flokkanna játandi og tæpur meirihluti kjósenda Alþýðubandalagsins og Kvennalistans segja einnig já. Forystumenn utanríkismála í Sjálf- stæðisflokknum hafa ásamt Morgunblaðinu ávallt hafnað kenningunni um gjaldtöku á þeim forsendum að þá væri verið að viður- kenna að herinn væri ekki hér í þágu íslenskra hagsmuna, heldur eingöngu fyrir Bandaríkin sem ættu þá að borga. Um leið og gjaldtöku- kenningin væri viðurkennd væru allar hefð- bundnar og opinberar röksemdir fyrir dvöl hersins hrundar. Niðurstaða könnunarinnar á þessu atriði er því alvarlegt áfall fyrir utanríkisráðherra og Morgunblaðið. Hún ereinnig slæm tíðindi fyrir Alþýðubandalagið sem ávallt hefur barist gegn gjaldtökukenningunni þótt aðrar for- sendur hafi einkennt þann málflutning. Foryst- uöfl í bæði Sjálfstæðisflokki og Alþýðubanda- lagi hljóta því að íhuga alvarlega þessa niður- stöðu. Hinn mikli stuðningur við baráttu friðarhreyf- inga í Evrópu og Bandaríkjunum og við kröf- una um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum felur einnig í sér andstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar við ríkjandi hernaðar- stefnu NATO. Hægri öflin hafa verið andvíg friðarhreyfingunum og ríkisstjórn Bandaríkj- anna hefur beitt NATO til að grafa undan bar- áttunni fyrir formlegri stofnun kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum. Þessi ríkjandi hernaðarstefna NATO nýtur hins vegar ekki meirihluta-stuðnings meðal íslendinga. Það er einnig athyglisvert að sjá að þriðj- ungur kjósenda Framsóknarflokksins og um fjórðungur kjósenda Alþýðuflokksins eru á móti hersetunni og aðeins rétt um helmingur kjósenda þessara flokka er henni fylgjandi. Hersetan hefur heldur ekki meirihluta fylgi meðal þeirra sem eru undirfjörutíu áraaldri og andstaðan gegn hernum vex eftir því sem menn hafa fengið meiri menntun og fræðslu. KUPPT OG SKORIÐ Þeir sem allir þekkja Eins og kunnugt er drottna sjón- varpiö og fótboltinn yfir heiminum, hvort í sínu lagi og sameinuð. Þess vegna eru þeir Maradona og J.R. Ewing stærstu samnefnarar heimsins, einskonar alþjóölegt táknmál sem er eins auöskiliö og þegar menn reka út úr sér tunguna. Og enda þótt páfinn kunni vel að nota sjónvarpið kemst hann víst ekki í hálfkvisti við þessa kappa tvo sem fyrr voru nefndir. Karlar eins og Reagan eiga enn minni mögu- leika. Og eins og menn kannast viö, þá verður hvaöeina sem kemur fyrir Maradona og J.R. aö stórfrétt. Hvort sem fótboltakappinn selur sig eða dettur á rassinn, eða J.R. kyssir son sinn blíðlega. (Þegar það gerðist varð allt vitlaust í Bandaríkjunum: æstir menn hringdu í þúsundatali og sögðust vilja hafa sinn harðjaxl og skepnu áfram og engar viðkvæmniskún- stir!) Hvað er Dallas? Og það er líka deilt mikið um það, hvernig á að túlka fyrirbæri eins og Dallasþættina. Formaður Miðdem- ókrata, borgaralegs flokks í Dan- mörku, Erhard Jacobsen, hefur haldið því fram, að Dallas væri samsæri laumukomma um að varpa rýrð á bandarískt þjóðfélag, því flestir væru þar þjófar og bófar. í annars ágætum leiðara um bækur, sem kom í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu segir á þá leið, að Dallas sé gerviefni hundómerkilegt, enda „vita Bandaríkjamenn sjálfir manna best“ að þessir þættir fjalli svosem um ekki neitt. Hinsvegar, sagði leiðarahöfundur, halda gaurar eins og Fijibúar, Svíar, og „hluti íslendinga" að Dallas sé merkilegt efni. Dálítið kúnstug formúla. Fijibúar (sem eru barasta innfæddir eins og það heitir) og Svíar, sem kjósa krata, og „sumir" Islendingar sem eru svo frumstæðir að áliti Morgun- blaðsins, að þeir hafa jafnvel gam- an af Dallas. En Bandaríkjamenn sjálfir - nei þeir sjá náttúrlega í gegnum svikamylluna! Merkileg annars þessi endalausa við- kvæmni gagnvart Ameríkönum: það má ekki einu sinni viðurkenna að þeir eru þó fjandakornið höfund- ar Dallas og fyrst urðu þættirnir metsöluþættir í því landi. En annars var það nokkuð gott sem ágætur menningarviti sagði í útvarpi ekki alls fyrir löngu, þegar verið var að kvarta yfir því hléi sem varð á útsendingu Dallas í íslenska sjónvarpinu, eina ferðina enn. Hann sagði: ( guðanna bænum sýnið þið Dallas! Þá getum við hinir fengið að vera í friði með Fassbind- er og annað menningarlegt efni, sem sjónvarpið er að lauma að fólki með hægðinni. Olíulist á réttum stað En nú eru deilurnar búnar í bili. Dallasmálið, sem hefur á seinni misserum orðið á við bæði mink og bjór hér á Islandi hefur nú leystst. Olíufélag íslands (BP) hefur keypt einkaréttinn og mun leigja út þá hundrað Dallasþætti sem Islend- inga vantar á bensínstöðvum sín- um. Eða svo segir í frétt í Morgun- blaðinu í gær: „Samningar hafa tekist milli Borgfilm hf. og Olíuverslunar (s- lands hf. annars vegar og fram- leiðenda Dallas-sjónvarps- þáttanna hins vegar um einkaleyfi á dreifingu þáttanna á myndbönd- um hér á landi. Verða þættirnir fáanlegir á myndböndum á flestum bensínstöðvum OLlS um allt land og munu fyrstu fjórir þættirnir koma til landsins um miðjan júlí og síðan einn á viku, en alls verða þættirnir um eitt hundrað talsins." Það fer að sjálfsögðu einkar vel á þvf að olíufélag kaupi Dallas. Dal- las er um olíufólk. Þættirnir eru eiginlega hin sanna olíulist. Þar að auki skulu menn ekki gleyma því, að afþreyingarlistin hefur jafnan einskonar uppbótarhlutverki að gegna. Ástarsögur koma í staðinn fyrir ástir, hasarsögur bæta upp at- burðaleysi í lífi hversdagsmanns- ins í islenskum olíuviðskiptum, þar sem þessir frægu samkeppnisaðil- ar þrír eru allir að selja sömu rússnesku olíuna á sama leiðin- lega verðinu. Enginn hasar. Ekkert stórfellt samsæri um að koma Olís eða Shell fyrir kattarnef. öngvir is- lenskir víkingar að steypa stjórnum í olíulöndum. Fyrir alla þessa miklu vöntun má fá mikla uppbót í Dallas, eins og menn vita. Burst úr nefi En svo getur vel verið að á bak við þessi tíðindi leynist einhver merkileg fjármálaátök sem við hinir ekki skiljum. Það er til dæmis Ijóst, að (sfilm, góðgerðarfyrirtækið sem þeir Davíð og Erlendur í SÍS og Mogginn settu upp til að blása líf- tóru í kvikmyndafélag Indriða G. Þorsteinssonar, hefur misst burst úr nefi sínu. Þeir hafa látið snúa á sig. Nema þeir ætli að láta krók koma á móti bragði og kaupa sam- keppnisþætti Dallasar, Dynasty,og dreifa? En hvort ætti það að gerast um bensínsölur Essó S(S- lendinganna eða Shell Geirs Hallgrímssonar? Það er nú svo. Enginn er annars bróðir í leik. Eða eins og skáldið kvað af allt öðru tilefni: Á gröf hins látna blikar bensíntunna frá Britsh Petroleum Company. ÁB. DfðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Alfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks- son, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Uósmvndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlrt og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglyslngastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Simavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir, Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 6. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.