Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN Hildur hljómborðslísa. Erla Ingadóttir bassalísa. Austurstrætið iðaði af lífi og ungu fólki. Útimarkaðurinn bauð uppá ávexti, rjúkandi bakkelsi og nýtísku eyrna- lokka í sjálflýsandi litum. Ung- lingar í allavega múndering- um skreyttu umhverfið með nærveru sinni. Ætli það sé erf- itt að vera unglingur í dag í okkar oftar en ekki firrta heimi, sem um þessar mundir á til- veru sína undir misvitrum stjórnmálamönnum og her- foringjum þeirra? Erfiðara en þegar langamma var ung og bjó í einangruðu bænda- þjóðfélagi, og þurfti að líða skort af flestu tagi, sem á okk- ar mælikvarða tilheyrir ein- ungis þriðja heiminum í dag? Þessar hugleiðingar flugu um koll mér er ég spásseraði um göngugötuna s.l. föstudag, á leiðinni að hitta fimm unglings- stúlkur á Sælkeranum við Austurstrætið. Ég settist inn og skömmu síðar kom inn fríður flokkur ungkvinna sem settust við borðið hjá mér og heilsuðu pent. Þetta voru þær stöllur úr hljómsveitinni Dúkkulísum frá Egilsstöðum (allar á aldrinum 16- 19 ára), sem gert hafa það gott sem ungar og efnilegar tónlist- arkonur uppá síðkastið og ætla að eigin sögn ekkert að gefa eftir í framtíðinni. Dúkkulísur höfðu verið að spila í Safarí kvöldið áður og ég spurði hvort þær væru ekki upp- gefnar eftir meira eða minna sleitulaust amstur, ferðir á blaða- mannafundi, í viðtöl og hljóm- leikahöld ásamt öðru stússi sem þessum bransa fylgir. Það var Hildur hljómborðsleikari sem fyrst mælti fyrir Lísunum. - Maður er nú farinn að venjast Jressu svolítið og núna erum við alveg í stuði til að tala við þig. Við byrjuðum svo snemma í morgun að við erum þegar komnar í æfingu. (Jæja, það var nú gott að heyra, hugsa ég með mér, en tek eftir því að Erla bassaleikari er tekin til við að draga ýsur beint á móti mér.) - Sumar ykkar virðast nú dáld- ið lurkum lamdar? - Já, það er búið að vera mikil keyrsla á okkur, sérstaklega eftir að platan okkar kom út. En hún hefur fengið góðar viðtökur og Þjónn, það Dúkkulísuleikur í Safart á útgáfuhljómleikum vegna nýju plötunnar: Erla Ragnarsdóttir, Guðbjörg, Gréta. (myndir tók Loftur). r I SÚPKJNNI! allt hefur gengið alveg ofsalega vel. Fólk hefur verið okkur æðis- lega velviljað, en auðvitað höfum við líka fengið að kynnast erfiðu hliðinni í þessum bransa, eins og t.d. með peninga og svoleiðis. (Þær munda matseðilinn og reyna að gera upp hug sinn, eða eiginlega bragðlaukana.) -Ferlega er mikil hvítlaukslykt hérna inni, finnst ykkur það ekki?, spyr Hildur. (Það er nú bara til að vernda staðinn fyrir vampýrum, langar mig að svara en segist aðeins finna fyrir sígarettureyk. Og hefði betur þagað, því að nú tekur ein þeirra upp Winston pakka, kveikir sér í sígarettu og byrjar að púa af mikilli lyst.) - Hmm, já. Þið komið úr frem- ur litlu plássi, var ekkert erfitt að gera veruleika úr hljómsveitar- hugleiðingum ykkar? - Þetta var búið að vera í deiglunni í langan tíma, það vant- aði ekki áhugann, en ein- hvernveginn dróst alltaf að gera einhverja alvöru úr þessu. Svo loksins small þetta allt saman þó hægt gengi. - Haldiði ekki að Grýlurnar hafi orðið ykkur einhver hvatn- ing til að stofna hljómsvcit? - Örugglega. Þær sýndu að þær gátu þetta, því þá ekki við einnig? Hinsvegar var það eflaust auðveldara fyrir Röggu Gísla að byrja heldur en okkur. Hún var þegar orðin þekkt í músíkinni og fékk því strax mikla athygli í upp- hafi, sem við fengum ekki. Það vissu líka allir að hún væri að stofna hljómsveit, því hún aug- lýsti eftir stelpum í blöðunum, en við bara þekktumst. - Höfðu þær einhver áhrif á ykkur tónlistarlega séð? - Þær höfðu náttúrulega áhrif á allt tónlistarlífið á íslandi, og auðvitað okkur líka, en samt ekki beint tónlistarlega séð. Það er Erla Ragg,eins og hún er kölluð til skilgreiningar frá Erlu bassaleikara, sem svo mælir. (íTvær Dúkkulísurihöfðu pantað sér súpu dagsins, og þeim til sam- lætis fékk ég mérlfiskisúpujSúpu- 'sötrið þaggaði örlítið niður í okkur um stund. En þær Lísur þurftu í annað viðtal strax á eftir okkar stefnumóti, svo að tími var naumur til að krefja þær sagna um Dúkkulísulíf og -leik.) - Hvernig finnst ykkur sú gagnrýni sem þið hafíð fengið? Er hún kannski of góð fyrir ykkur sem byrjendur í músík? - Við gerum okkur alveg grein fyrir því að næsta plata verður að vera tíu eða tuttugu sinnum betri en þessi og að nú gerir fólk miklu meiri kröfur til okkar. Við höfum líka lært að við þurfum að taka meiri tíma í næstu plötu en fór í þessa, sem var unnin í frekar miklum flýti. - Stendur kannski til að þið setnjið meira sjálfar en þið gerið á þessari fyrstu plötu ykkar? - Hún Gréta hérna er með heil- mikið efni í bígerð... segir ein- hver, og gjörðist umrædd gítar- leikkona eilítið undirleit þegar ég innti hana eftir þessu. - Já, ég er svona með eitthvert efni, segir hún feimin. - Þið skrifuðuð nýlega undir samning við Skífuna. Eruð þið ánægðar með hann? Það kemur soldið fát á þær stöllur, en eftir nokkra þögn segir Erla Ragg, að það sé auðvitað alltaf hægt að gera betur. - Stóðuð þið þá einar að þess- um samningi, án umboðsmanns eða einhverra milligöngumanna? - Við höfum engan umboðs- mann, við höfðum einn áður, en við þurftum að reka hann. Þær segja ekki nánar út af hverju það kom til, en ég spyr þær hvort þær séu ekkert smeykar að standa í ákveðnum skuldbindingum á eigin vegum. - Það fylgir þessu öllu saman bæði spenna og viss kvíði, en við trúum því ekki að nokkur maður vilji okkur eitthvað illt - svona ungum og saklausum, segir Erla Ragg brosandi og heldur áfram: - Það má segja að við trúum ekki á hið illa í manninum í heild. Og hinar samsinna allar í kór. - Nú er það alkunna að í hljóm- listarbransanum er margt um hinar ýmsu freistingar, s.s. eins og eiturlyf. Þau hafa löngum boð- ið birginn þeim sem ekki eru nógu viljasterkir. Hvaða skoðun hafíð þið á misnotkun vímuefna hvers- lags? Óttist þið ekkert slíkt? Hildur: Maður leiðist ekki út í eiturlyf ef maður vill það ekki. En Erla R er á öðru máli: Það er engin spurning um hvort fólk vilji það eða ekki. Heldurðu að mað- ur sem er alkóhólisti vilji vera það? Þær urðu þó ásáttar um að það væri fremur viljaleysi en vilji sem ylli vímuefnafíkn. Svo segja þær mér slúðursögu sem gekk um þær á heimaslóðum þeirra sem sagði þær vera „á kafi í dópinu“, eins og þær orðuðu það. - Eg átti að vera komin í sambúð með manni, fékk ég að heyra um sjálfa mig, segir Erla I. og hlær, og ég var mjög forvitin að vita hver sá lukkulegi ætti eiginlega að vera... hahaha! En fólk má alveg halda það sem það vill. Við vitum best sjálfar hvern- ig við erum og hvað við gerum. - í framhaldi af slúðrinu; fínnst ykkur gæta meiri spillingar hérna i Reykjavík en úti á landi? -Nei, alls ekki!, segja þær ein- um rómi. Þar fer fólk t.d. með bokkuna inná böllin og þá get- urðu ímyndað þér hvernig þetta er þar. Annars er það frekar fúlt að hér kemst maður ekki inná böllin. Við erum enn ekki nógu gamlar! - Þið eruð ungar og lífsglaðar og í blóma lífsins. Eruð þið ekki uppfullar af hugsjónum sem fylg- ir þessu aldursskeiði? - Jú, við erum með jafnrétti kynjanna en ekki alræði annars hvors, segir Hildur.-En við erum sko engar kvenrembur ef þú átt við það! - Svo pælum við lítið í öllu þessu „ísland úr Nató herinn burt“ og hinn hungraði heimur o.fl. svoleiðis. Þetta er allt svo langt f burtu frá okkur hvort eð er, bætir Erla Ragg við; svo höf- um við ekki mikinu tíma í pæl- ingar hvort sem er. Erum miklu meira fyrir að lifa bara fyrir dag- inn f dag! - En hvað um einhverjar óskir eða þrár, er ekki eitthvað sem þið viljið öðlast í þessu lífí umfram alit annað? Þær aka sér dulítið til og vita eigi gjörla hverju svara skal. Þrjár þeirra hlæja pínu vand- ræðalega, svo gjalla við orð úr mörgum munnum í einu: „Ham- ingjuna!“, „Og auðvitað ástina líka!!“. Síðan segir Guðbjörg lágum rómi: „Frið“. - Er ekki margt í deiglunni hjá ykkur? Þið eruð t.d. næsta sjálf- lærðar á hljóðfærin, stendur kannski til að fá tilsögn hjá ein- hverjum meisturum f nánustu framtíð svo þið eflist enn sem tónlistarkonur? - Það er ákveðið að ég fari í tíma næsta vetur, það er svona verið að kanna þá hluti nánar..., segir söngkonan og brosir dular- full. - Og hinar? Jú, allar ætluðu þær eitthvað að huga að þessum málum bráð- lega og aðspurð sagðist Gréta gít- aristi ekkert hafa á móti því að komast í læri hjá Mark Knop- fler... Þegar hér var komið sögu hafði klukkan þegar hringt tíma okkar út og áfram þurftu þær að sitja fyrir svörum forvitinna blaða- manna. Erla bassaleikari hafði sofnað fyrir löngu, og þegar ég þakkaði fyrir mig og óskaði þeim alls hins besta voru þær Dúkku- lísur, sem höfðu komist vakandi frá þessu, að bisa við að veiða hana upp úr súpudisknum... -J Föstudagur 6. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.