Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 5
Skák
Ágúst, Margrét og Jóhanna. - Mynd: Ál.
Mæðgin
kepptu á
Flateyjar-
mótinu
Kannski sendir fjölskyldan
sex manna sveit á næsta mót
Að mótslokum héldu Flateyingar gestum hóf mikið og var breiðfirskur matur á borðum. Skeggjaði maðurinn á myndinni
er Hafsteinn Guðmundsson oddviti í Flatey. - Mynd: Ál.
Meðal keppenda á Helgar-
skákmótinu í Flatey voru þrjú
mæðgin: Margrét Agústsdótt-
ir, húsfreyja í Mýrartungu í
Reykhólasveit, Jóhanna dótt-
ir hennar 12 ára og 13 ára
sonur, Ágúst. Faðirinn, Guð-
jón Gunnarsson, átti ekki
heimangengt, ella hefði hann
einnig tekið þátt í mótinu eins
og Helgarskákmótinu í
Reykhólasveit í fyrra.
„Og bráðum ættum við að geta
sent sex manna skáksveit á svona
mót því yngri börnin, sjö og níu
ára, eru líka dugleg að tefla,“
sagði Margrét í samtali við blaða-
mann Þjóðviljans. „Það má vart á
milli sjá hvort þeirra er betra,
Ágúst eða Jóhanna. Kannski er
stráksi dálítið fljótfær stundum."
Margrét kvað það geta verið
dýrt og erfitt fyrir krakka með
áhugamál af þessu tagi að sinna
því í sveitinni. Þessvegna væru
helgarskákmótin kærkomin tæki-
færi og hefði t.d. mótið í
Reykhólasveitinni í fyrra orðið
skáklífinu þar mikil lyftistöng.
Fyrir utan mæðginin voru tveir
sveitunguar þeirra einnig meðal
keppenda. ái/mhg
Helgi Ólafsson skákmeistari skálmar
um Flatey. Mynd: Ál.
Þátttakendur í skákmótinu fóru í skoðunarferð um Flatey undir leiðsögn Eysteins Gíslasonar í Skáleyjum. Hér eru þeir staddir í kirkjugarðinum í Flatey. - Mynd: Al.
Föstudagur 6. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5