Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 6
LANDÐ PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða FULLTRÚA hjá aöalbókhaldi Fjármála- deildar. Verslunarmenntun eöa mikil reynsla við bókhaldsstörf æskileg. SKRIFSTOFUMANN hjá hagdeild Fjármála- deildar, Verslunarmenntun æskileg. Nánari upplýsingar hjá starfsmannadeild sími 91-26000. FRÁ MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTINU Lausar stöður Viö Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar til um- sóknar hálf staða kennara í frönsku og hálf staða í efnafræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. júlí. Menntamálaráðuneytiö. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Gerum föst verötilboö yöur að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yöar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 666709 Sprungu- og þak- þétting FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. GÍuggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Aðalfundur útgáfufélags Þjóðviljans , Aöalfundi útgáfufélags Þjóðviljans sem halda átti fimmtudaginn 5. júlí hefur veriö frestað. Hann verður í staö þess haldinn fimmtudaginn 12. júlí n.k. og hefst kl. 20.30 í fundarsal Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, Reykjavík. Stjórnin. Svo skal böl bœta MEGAS TOLLI BEGGI KOMMI BRAGI gramm! LauQ^vegur 17 Sirm 12040 Kjötsölumálin Heilskrokkasalan hefur gengið sér til húðar Starri í Garði ræðir um sölu á kindakjöti ogsegir frá fundi Þingeyinga um það mál Starri í Garði: - Vonandi er þessi fundur upphaf nýrra og betri tíma í þessum efnum. Svo sem alþjóð veit, enda ítrekað við öll möguleg tæki- færi í blöðum, útvarpi og sjón- varpi er það hin opinbera stefna forystumanna bænda- samtakanna, Búvörudeildar SÍS, valdamikilla pólitíkusa svo sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra o.fl slíkra, að íslenskt kindakjöt er óseljanleg vara á erlendum mörkuðum fyrir viðunandi verð. Því er slegið föstu, að því er virðist, af þessum aðilum, að svona muni þetta verða um ó- komin ár, sama hvað reynt er, enda er SIS svo almáttugt í þeirra augum, að ef það gefst upp við verkefnið, ja, þá geta engir aðrir leyst það. Út á þessa fullyrðingu á svo að skipuleggja niðurskurð á ca. þriðjungi sauðfjárstofnsins, miða aðeins við innanlandsmarkað, sem stjórnvöld eru þó að eyði- leggja t.d. með niðurskurði niðurgreiðslna á búvörur. Það er í senn furðulegt og hörmulegt hvað bændur almennt hafa tekið þessum ósvífna áróðri með mikil þögn og þolinmæði. En nú kann svo að fara að í vænd- um sé breyting þar á. Að frum- kvæði áhugamanna og í sam- vinnu við Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga var boðað til almenns bændafundar í. hér- aðinu, eins og fram kemur í með- fylgjandi frétt af þeim fundi. Á fimdinum kom fram, sem vænta mátti, að bændur höfðu ekki síður áhuga á úrræðum frummæl- endanna, þeirra Andrésar Þor- varðarsonar og Gunnars Páls Ingólfssonar en niðurskurðará- róðri þeim, sem á þeim dynur daglega. Enda er ekki saman að jafna rökstuðningi þeirra og mál- flutningi og hinum hefðbundna eymdartón samdráttarmanna. Það verður auðvitað ekki gert á einum degi, fremur en að byggja Róm forðum, að byggja upp kjötiðnað og markaði er- lendis í stað heilskrokkasölu SÍS, sem hefur löngu gengið sér til húðar. Vonandi er þessi fundur upp- haf nýrra og betri tíma í þessum efnum og það er ekki bændastétt- in ein, sem á mikið undir því komið, hvernig þessi mál þróast. Starri í Garði. Landbúnaður Búnaðarblaðið Freyr Búfræðikandidatar leita í auknum mœli í búskap Tólfta tbl. Freys er komið út og hefst á grein eftir Matthías Eggertsson ritstjóra, þar sem fjallað er um búnaðarfræðs- luna. Þá er í ritinu viðtal við Magnús B. Jónsson, skólastjóra á Hvann- eyri, þar sem fram kemur að búfræðikandidatar frá skólanum leita meira í búskap en áður. Mun þar ekki að hluta til að leita skýr- ingarinnar á skorti á ráðunaut- um? Birt er erindi Egils Bjarna- sonar ráðunautar þar sem rætt er um áhrif þess að laga búvöru- framleiðsluna alfarið að innan- landsmarkaði. GrétarEinarsson, sérfræðingur hjá Bútæknideild RALA á Hvanneyri, ritar um tækni við bindingu og geymslu rúllubagga. Rætt er við séra Sig- mar I. Torfason um bjálkahús á Hrafnabjörgum í Hjaltastaða- þinghá. Pétur Þór Jónsson, kenn- ari á Hvanneyri, ræðir ýmsar or- sakir slæmrar súgþurrkunar. Þá birtist fyrsta grein í greinaflokki Jóns Guðmundssonar líffræðings um æðarfugíinn. Loks er svo4 verðlagsgrundvöllur búvara 1. júní 1984, bréf sem blaðinu hefur borist og sagt frá aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna. -mhg Bifröst, aðsetur Húsmæðravikunnar. Bifröst Húsmæðravika Sú 25. sem SÍS og kaupfélögin efna til Suðurnes Gefur málverk Vatnsleysustrandar- hreppur fœrir sjúkrahúsinu í Keflavík málverk Kristján B. Einarsson, oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps afhenti á dögunum, - fyrir hönd sveitarfélagsins, - sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraös málverk aö gjöf. Er það í samræmi viö þá ábend- ingu Starfsmannafélags sjúkrahússins að þau sveitarfélög, sem standa aö rekstri þess gefi sjúkrahúsinu, hvert um sig, eitt listaverk, byggingunni til feguröarauka. Málverkið er eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sýnir það bát, sem er að taka land í Vatns- leysustrandarvík, algeng sjón á Suðurnesjum framan af þessari öld. Þórunn Guðmundsdóttir er fædd og uppalin í Vogunum en nú búsett í Sandgerði. -mhg Hin árlega húsmæðravika Sambandsins og kaupfélag- anna var haldin í Bifröst í Borgarfirði dagana 3.-8. júní s.l. Þátttakendur voru 56 frá 17 kaupfélögum víösvegar um landiö. Forstöðumaður vikunnar var Guðmundur Guömundsson, fræðslufull- trúi Sambandsins. Húsmæðravikan er fræðslu- og hvfldarvika. Á dagskrá hennar voru að þessu sinni fræðsluer- indi, vörukynningar, ferð um Borgarfjörð, kvöldvökur o.fl. Þátttakendur voru mjög ánægðir með vikuna og var forstöðu- manni hennar og starfsfólki hót- elsins að Bifröst færðar sérstakar þakkir í lokin. Sambandið og kaupfélögin hafa staðið fyrir slíkri húsmæðra- viku allt frá árinu 1960 og var þessi vika því sú 25. í röðinni. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.