Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 1
LANDÐ MENNING Atvinnusjúkdómar Isal tapar mengunarmáli Dómur fallinn í máli starfsmanns sem varð fyrir mengun afsúráli. Fyrsti dómurinn á Isal vegna mengunar Grétari Hinrikssyni, verka- manni, hafa verið dæmdar bætur vegna heilsutjóns af völd- um mengunar á vinnustað. Er þetta fyrsti dómurinn þar sem Isal er dæmt að greiða bætur vegna mengunar og var kveðinn upp í Bæjarþingi Hafnarfjarðar þ. 26. júní s.I. Grétar Hinriksson er hlaut 30% varanlega örorku af völdum lungnasjúkdóms höfðaði mál gegn ísal. Hann hóf störf í flutn- ingadeild ísal á árinu 1969. í árs- byrjun 1971 var honum fengið það verkefni að vinna við löndun úr súrálsskipum. Löndun fór þannig fram að færiband færði súrálið upp úr lestinni. Jarðýta var látin síga niður í lestina og notuð til að ýta súrálinu að færibandinu. Mörg vitni báru að í lestinni hefði verið slíkur rykmökkur að menn sáu varla handa sinna skil. Skipta þurfti um loftsíur á vél ýtunnar á 4 klst. fresti og mótorar entust illa. Einu mengunarvarn- irnar sem starfsmönnum voru fengnar voru gamaldags heygrímur. Súrálslöndun stóð í hálfan mánuð allan sólarhring- inn, engir frídagar. Tveir menn skiptust á á ýtunni, voru niðri í lestinni í eina til tvær klst. í senn og lögðu sig til skiptis í jafnlangan tíma í skála á hafnarsvæðinu. Súrálsskip komu á um þriggja mánaða fresti. í dómi sátu Már Pétursson, héraðsdómari í Hafnarfirði og tveir læknar, þeir Hrafn Tulinius, prófessor í heilbrigðisfræðum við H.í. og Magni S. Jónsson, sér- fræðingur við Borgarspítalann í lungnasjúkdómum og lyflækn- ingum. Þjóðviljinn birtir dóminn í heild sinni. ss Sjá bls. 8 Stigahlíðarlóðirnar: Skattarnir þeirra eru leyndarmál Þessi skepna sem er Laugvetningur að ætt og uppruna minnir á hestamannamót sem hófst á Kaldármelum í gær og stendur fram á sunnudag. (-eik). Ný skýrsla Sjá baksíðu Borgarspítalinn Þjóðhagsstofnun fordæmir óstjórnina Meira álag minni Þjóðhagsstofnun ásakar ríkisstjórnina um misvœgi í efnahagsbúskapinum. Vaxandi viðskiptahalli þrátt fyrir hagstœðari útflutningsskilyrði og vaxandi útflutning. Samdráttur Þjóðarframleiðslu verður minni 1984 en spáð var í ársbyrjun eða 1% til 2% í stað 4% í fyrra, segir orðrétt í skýrslu efnahagssérfræðinga Þjóðhags- stofnunar sem enn hefur ekki ver- ið birt opinberlega. Skýrslan fel- ur í sér þungan áfellisdóm yfir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar. „Ýmis merki eru um að botni hafi verið náð í hagsveiflunni“, segir í skýrslunni. En þjóðar- framleiðslan er meiri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru gerðir í vetur. Þrátt fyrir þetta hagstæða ástand eru blikur á lofti: „Framvindan á fyrri hluta ársins sýnir, að afar mikið hefur dregið úr verðbólgu. Enn er þó við verulegt misvægi að glíma í þjóðarbúskapnum. Þetta mis- vægi birtist nú fyrst og fremst í mynd vaxandi viðskiptahalla". Af þessum ummælum er greini- legt að efnahagssérfræðingarnir telja efnahagsóstjórnina yfir- gengilega þrátt fyrir hagstæðar forsendur. Þjóðhagsstofnun er með þessum orðum að benda á óstjórnina í peningamálum, ríkis- fjármálum, skipulagsleysið í fjárfestingum og fádæma rugl- andi í efnahagsstjórnun landsins. „Vegna mikils innflutnings það sem af er ári, eru nú horfur á mun meiri viðskiptahalla en áður var gert ráð fyrir eða allt að 4% af þjóðarframleiðslu, þrátt fyrir meiri útflutningsframleiðslu og útflutning en áður var spáð“. Þrátt fyrir aukningu þjóðarfram- leiðslu, útflutningsframleiðslu og útflutning eykst samt viðskipta- hallinn tvöfalt á við það sem ætl- að hafði verið. Af því leiðir að viðskiptahalla verður mætt með erlendum lántökum sem notaðar eru til neyslu. Jafnframt gengur á gjaldeyrisforða landsmanna. Eftir að ríkisstjórnin er búin að keyra niður kaupmátt launa nið- ur í það lakasta sem verið hefur í þrjá áratugi, stendur samt sem áður eftir að hallinn við útlönd er talinn vera um 2.5 miljarður. Áreiðanlegar heimiídir Þjóð- viljans telja að þessi nýja óbirta skýrsla Þjóðhagsstofnunar sé enn einn áfellisdómurinn yfir efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar. -óg tekjur „Ég er algerlega á móti þessum breytingum og hef verið það frá upphafi“ segir Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir formaður Sóknar um breytinguna sem verið er að gera á tilhögun ræstinga á Borgarspít- alanum. En eins og Þjóðviljinn hefur greint frá, þá hefur breytingin í för með sér meira vinnuálag á Sóknarkonur og oft á tíðum minni laun. í dæmum sem birt eru með fréttaskýringu á bls. 17 kemur fram að breytingin veldur því að mánaðartekjur sumra kvenna hafa minnkað um mörg þúsund krónur. _ÖS Sjá bls. 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.