Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 10
MUNIÐ
FERÐJ
VASA
BOKINA
Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar
upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika
innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók.
Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur,
upplýsingar um gististaði og aðra
ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn
erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og
margt fleira. Fæst í bókabúðum og
söluturnum um allt land.
Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi!
FJÖLVÍS
Síðumúla 6 Reykjavík
Sími 91-81290
Fræðsluskrifstofan í
Reykjavík
auglýsir eftirtaldar stöður:
Staða fulltrúa til að annast fjármál o.fl.
Bókhalds- og endurskoðunarmenntun
nauðsynleg.
Staða kennslufulltrúa. Kennslureynsla og
þekking á skólamálum nauðsynleg. Fram-
haldsmenntun í kennslufræðum æskileg.
Staða sérkennslufulltrúa. Starfsreynsla og
framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
nauðsynleg.
Staða ritara. Góð kunnátta í vélritun og ís-
lensku nauðsynleg.
Umsóknir sendist Fræðsluskrifstofunni,
Tjarnargötu 20, fyrir 21. júlí nk.
Upplýsingar gefur fræðslustjóri, Áslaug
Brynjólfsdóttir, í síma 621550 (skrifst.) og
38477 (heima).
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
í
Laugar-
dalshöll
3.7-8.7
Stærsta frímerkja-
sýning á íslandi
Opið í dag frá kl. 13.30 til 19.
Sérstimpill fyrir dag Noregs.
Skemmtileg og fjölbreytt "
sýning.
Sýningarnefnd.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Nú málum við Skálann!
Um næstu helgi, 7. - 8. júlí, er fyrirhugað að mála húseign okkar að
Strandgötu 41. Þeir sem geta komið og veitt liðsinni eru beðnir að hafa
samband við formann félagsins Eggert Lárusson síma 54799 sem fyrst, og
eða Geir Gunnarsson síma 50004.
Tökum nú höndum saman og drífum þetta af í einum grænum. Fallega
málað hús er prýði flokksins. - ABR Hafnarfirði.
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Sumarhátíð
Sumarhátíð verður haldin 6. - 8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði,
N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá:
Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík
s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri s. 24886 eða 26621.
Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögunar hátíðarinnar verða birtar
síðar. - Stjórn Kjördæmisráðs.
Sumarferö ABR 1984
Sumarferð ABR verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni
munum við fara á Þingvöll. Merkið á dagatalið við 19. ágúst. -
Sumarferö ABR - Nánar auglýst síðar. - Ferðanefnd ABR.
Til félagsmanna í ABR
Munið heimsend eyðublöð vegna flokks- og félagsgjalda
ársins 1984. - Stjórn ABR.
Frá Mývatni.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Verslunarmannahelgin - Sumarferð
Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og
Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst.
Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst.
Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði -
svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður
Erlingur Sigurðarson. ( hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra
leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s.
1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 -
Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438.
Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykkishólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s.
4175. Kjördæmaráð
Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra
Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes
um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst.
Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög
vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um
verslunarmannahelgina.
Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og
farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu-
ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur
leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð-
austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir
þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað
heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir.
Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft-
gjald.
Nánari upplýsingar gefa:
Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir
Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685),
Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir
Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli
Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufiröi (s: 96-
71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695).
íbúð óskast
Fjölskylda utan af landi óskar eftir 4-5 her-
bergja íbúö (4 í heimili) frá og með 15. ágúst á
Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 96-
81132.
Elsku litli drengurinn okkar
Egill Högni
lést á Landspítalanum 26. júní. Jarðarförin hefurfarið fram í
kyrrþey.
Erna Árnadóttir
Egill B. Hreinsson.
SKÁK
Bent Larsen á ekki sjö dagana
sæla um þessar mundir. Hann
sést nú æ oftar neðariega í
mótum, og nú síðast vermdi hann
botnsætið á stórmeistaramótinu í
Bugojno. Þetta kemur að sjálf-
sögðu niður á stigum hans og í
dag hefur hann „einungis“ 2535
stig. En við og við bregður Larsen
sér í gamla gervið eins og sést á
viðureign hans og Ljubojevic frá
Bugojno.
Larsen, svartur, hafði beitt sinni
uppáhaldsvörn Caro-Kann á
frekar frumlegan máta og Ljubo
hafði misst þráðinn frekar
snemma. Daninn baráttuglaði sá
sér nú leik á borði og gerði út um
taflið á skjótan hátt 26.-Rc3! Það
er ekki um neitt annað að ræða
en að þiggja þessa fórn 27. bxc3
Hb5+ og Ljobo gafst upp, stutt og
laggott! Við sjáum að allar leiðir
leiða til máts t.d. 28. Kc2 Dxa2+
29. Kd3 Rc5 mát og 28. Kal Da3.
BRIDGE
Að áliti þátttakenda fór fyrsta
lota landsliðs úrtökukeppninnar
nokkuð dapurlega af stað.
Deildar meiningar voru um form
og útreikninga. Þó setti spila-
mennskan sjálf, þ.e. árangurinn,
meira mark á útkomuna.
„Salurinn" var hreint ótrúlega
slappur, af úrvalsliði að vera. Að-
eins Guðlaugur og Örn virtust
nenna að vanda sig.
Hér er spil úr 1. setu (16 spil).
Gjafari S, N/S á hættu:
Norður
S 9
H A10952
T 875
L G652
Austur
S 8653
H G
T KD2
LAKD108
Suður
S DG1072
H 864
T G643
L 9
Spilað var á fjórum borðum.
Slemma í grandi eða laufi er upp-
lögð eins og sjá má, og langt í frá
ómeldanleg. Það var því nánast
lygilegt að verða vitni að því að
ekki eitt par eða tvö misstu af
henni; Öll A/V pörin spiluðu úttekt
í gröndum!
Tekið skal fram að lotan var
EKKI spiluð fyrir hádegi. Skrýtið.
Vestur
S Ak4
H KD73
T A109
L 753
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN