Þjóðviljinn - 06.07.1984, Blaðsíða 11
FRETTASKYRING
Borgarspítalinn
„Hagræðing“ á kjörum
Sóknarkvenna
Vinnuálag stóraukið en tekjurnar lœkka í sumum tilvikum. Ekki haft samráð við Sókn
um breytingarnar. Sumar kvennanna búnar að vinna lengi hjá spítalanum
„Brottrekstur er vofan sem
hangir yfir manni, og þessvegna
eru konurnar hreinlega hræddar
við að tjá sig um breytingarnar“.
Þetta voru viðbrögð ræstinga-
konu á Borgarspítalanum þegar
Þjóðviljinn spurði álits hennar á
hinum mjög svo umdeildu
breytingum á ræstingafyrir-
komulagi á spítalanum, sem fjöl-
miðlar hafa fjallað nokkuð um
undanfarið.
Konan sagði ennfremur:
„Vinnuálag við breytinguna hef-
ur aukist gífurlega og launin
lækkað stórlega“. Þetta er mjög
dæmigert fyrir viðhorf kvenn-
anna sem rætt var við á Borgar-
spítalanum. Það er því fróðlegt
að sjá hvernig forráðamenn
spítalans kynna breytingarnar
fyrir valdamönnum í borgarkerf-
inu.
Uppspuni
stjórnenda
í bréfi sem Þjóðviljinn hefur
undir höndum, og er ritað
skömmu eftir að breytingarnar
byrjuðu á Borgarspítaíanum
staðhæfa ræstingastjóri spítalans
og aðstoðarmaður hans eftirfar-
andi: „Almenn ánægja er ríkj-
andi meðal starfsfólks og stjórn-
enda með hið nýja vinnufyrir-
komulag“. Ræstingakonur sem
Þjóðviljinn hafði tal af mótmæltu
þessu harðlega, - einsog kemur
raunar fram í ummælum einnar
konunnar hér að ofan.
{ sama bréfi er talað um „góða
samvinnu" milii Sóknar, stjórn-
enda og starfsmanna um
breytingarnar. Ekki verður betur
að þetta sé bara aðferð til að fá
konumar til að leggja á sig meira
álag, oft og tíðum fyrir minni
laun. Var þó álagið á þær ærið
fyrir“.
Því hefur ennfremur verið
haldið fram að samráð hafi verið
haft við Sókn um málið. Um
þetta hafði Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir svofelld orð í grein
sem hún skrifaði fyrir skömmu í
DV: „Sóknarfélagar hafa aldrei
verið spurðir milliliðalaust um
hvernig þeim líki þessar breyting-
ar“.
þeirra mátt sæta því að störf
þeirra væru minnkuð úr heilu
starfi, og stundum allt niður í 75
prósent starf.
Þakklœti
Borgarspítalans
Þessar breytingar valda að
sjálfsögðu miklum tekjumissi
fyrir konurnar, sem sumar eru
rosknar, sumar einstæðar og
þurfa því nauðsynlega á óskert-
um launum að halda, einkum
með tilliti til þeirra launaskerð-
Aukið álag -
minni laun
Við breytingarnar hafa 17.5
stöðugildi lagst niður. Álagið á
þær konur sem eftir eru hefur
aukist mjög mikið, og Þjóðviljan-
um er kunnugt um dæmi þar sem
rosknar konur hafa nauðugar
viljugar hætt störfum af því þær
hreinlega ollu ekki álaginu.
Auk þessa stórminnka í
sumum tilvikum laun ræstinga-
kvennanna. Tekjumissirinn staf-
ar af þrennu:
1. Allar konur missa sem svar-
ar hálfrar stundar tekjum á degi
hverjum. Það jafngildir rúmu 6
prósent tekjutapi, miðað við 40
stunda vinnuviku.
2. Sumar kvennanna missa
vaktaálag, sem rýrir tekjurnar
töluvert.
3. Þar að auki hafa ýmsar
inga sem ríkisstjórnin hefur
undanfarið leitt yfir þjóðina.
Þjóðviljinn hefur safnað saman
dæmum um laun ýmissa kvenna
fyrir og eftir breytinguna. Sum
þeirra eru sýnd á meðfylgjandi
töflu.
Eitt dæmanna er af konu sem
er vel yfir sextugt, hún er með
aldrað foreldri á framfæri sínu og
eftir breytingu hefur hún í mán-
aðartekjur um fjögur þúsund
krónum minna en áður! Jafn-
framt er dæmi af ekkju, sem er
yfir sextugt og þrátt fyrir að starf
hennar aukist um 30 prósent, þá
minnka mánaðartekjurnar um
1500 krónur!
Vert er að undirstrika að flest-
ar þessar konur eru búnar að
vinna afar lengi á Borgarspítalan-
um, þær eru margar orðnar
rosknar og þakklæti spítalans
fyrir vel unnin störf birtist satt að
segja í lítt skiljanlegum myndum.
-ÖS
séð en þetta sé hreinn uppspuni
hjá ræstingastjóranum og aðstoð-
armanni hans. í viðtali við Þjóð-
viljann í gær sagði Aðalheiður
nefnilega: „Ég er algerlega á
móti þessari breytingu, og hef
verið það alveg frá byrjun. Eg tel
Dæmi um breytingar á mánaðarlaunum einstakra ræstingarkvenna á Borgarspítianum, í kjölfar breytingarinnar sem þar var gerð á fyrirkomulagi ræstinga. Laun fyrir og eftir breytinguna sýnd.
fyrir eftir 11.500 fyrir 70 prósent starf 10.500 fyrir 80 prósent starf Laun lækka um 1000 krónur þrátt fyrir lengingu á vinnutímanum.
fyrir eftir 17.500 fyrir 100 prósent starf 13.500 fyrir 100 prósent starf Laun lækka um 4000 krónur. (Viðkomandi er með aldrað foreldri á framfæri).
fyrir eftir 16.500 fyrir 100 prósent starf 10.500 fyrir 75 prósent starf Laun lækka um 6000 krónur.
fyrir eftir 15.500 fyrir 100 prósent starf 10.500 fyrir 75 prósent starf Laun lækka um 5000 krónur á mánuði.
fyrir eftir 15.000 fyrir 70 prósent starf 13.500 fyrir 100 prósent starf Laun lækka um 1500 krónur þrátt fyrir 30 prósent aukingu í starfi!!
Meðalaldur þessara kvenna sem tekin eru í dæmunum fimm hér að ofan er 62 ár.
LESENDUR
Ragnhildur Helgadóttir.
Lausn á vanda
Islandssögukennslunnar
Ráðhollur skrifar:
Nú er þjóðinni nokkur vandi á höndum vegna
vöntunar á nýjum og mannbætandi námsbókum í
íslandssögu. Tólf höfundar námsefnis í þeirri grein
hafa nýverið skrifað menntamálaráðherra og sagt
upp störfum að því verkefni.
Þá rifjast það upp, að annar maður, sem var
ráðherra menntamála fyrir rúmum 50 árum, skrifaði
sjálfur kennslubækur í íslandssögu, sem notaðar
hafa verið við góðan orðstír í grunnskólum fram-
undir þennan dag. En nú eru þær skiljanlega orðnar
úreltar að sumu leyti. Sýnist því þjóðráð, að hinn
röggsami menntamálaráðherra okkar feti í fótspor
þessa atorkusama fyrirrennara síns og skrifi sjálf
þær heilbrigðu, sönnu og frjálshuga kennslubækur í
Islandssögu, sem oss skortir svo sárlega.
Enda þótt fyrrnefndur menntamálaráðherra
muni ekki hafa verið neinn sérstakur fjölskylduvin-
ur núverandi menntamálaráðherra, virðist hjörtum
þeirra svipa saman á margan veg. Jónas frá Hriflu
hafði t.d. réttilega þann háttinn á að víkja þeim
mönnum einfaldlega úr embætti, sem ekki sam-
sinntu eða sýndu honum tilhlýðilega virðingu.
Ragnhildur Helgadóttir hefur þegar svipt nokkra
námsstjóra stöðu sinni af líku tilefni. Einnig hefur
hún gefið ótvírætt í skyn, að stjórn Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna væri sæmst að segja af sér vegna
óhlýðni við rétt yfirvöld. Kemur þá upp í hugann
erindi úr sígildum brag, sem ortur var á sínum tíma
um alkunnar og áþekkar tiltektir margnefnds ráð-
herra:
Að þessu skaltu önd mín hyggja,
yfirvöldunum geðjast þú,
á hnjánum báðum er best að liggja
og biðja um náð í sannri trú.
Jónas frá Hriflu.
Föstudagur 6. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11