Þjóðviljinn - 21.07.1984, Page 3
FRETTIR
ABR
Skundum
á Þingvöll
Sumarferð Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík verður að þessu
sinni farin til Þingvalla, þarsem
alþingi var forðum háð, sagði
Kristján Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri ABR í stuttu spjalli
við Þjóðviljann í gær.
- Ætlunin er að farið verði frá
Reykjavík kl. 9 árdegis 19. ágúst.
Ekið verður sem leið liggur um
Mosfellsheiði til Þingvalla. Aðal
áningastaður ferðarinnar verður
á Efri-Völlum. Valinkunnir
menn munu segja frá þjóðgarðin-
um, sögu Þingvalla og lýsa þar
staðhátturh. Eftir hádegi verður
boðið uppá vandaða dagskrá í tali
og tónum og formaður Alþýðu-
bandalagsins mun ávarpa föru-
nautana.Ekki verður börnunum
gleymt, því farið verður í leiki og
þrautir leystar.
Verðið ætti ekki að fæla fólkið
frá þátttöku í þessari ferð. Fyrir
fullorðna kostar það 350 krónur
en fyrir börn sem taka sæti 150
krónur. Okkur Alþýðubanda-
lagsmönnum þótti tilhlýðilegt á
þessum tímum hverfandi sjálf-
stæðisvitundar að sækja hið forna
þing heim, sagði Kristján Vald-
imarsson framkvæmdastjóri
ABR að lokum. ac
Efnahagsvandinn
Alþýðubandalagið
fjallar um
sjávarútvegs-
vandann
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins og framkvæmdastjórn halda
þriðja fund sinn um efnahags-
vandann á mánudaginn. Að
þessu sinni mun aðallega verða
fjallað um vanda sjávarútvegsins
í landinu.
Að undanförnu hefur efna-
hagsstefna ríkisstjórnarinnar leitt
til mikils vanda á landsbyggðinni,
- sérstaklega aðgerðarleysi ríkis-
stjórnarinnar í málefnum sjávar-
útvegsins, sagði Svavar Gests-
son, formaður Alþýðubandalags-
ins við Þjóðviljann í gær. Að und-
anfömu hafa verið haldnir tveir
fundir um efnahagsmálin al-
mennt, en að þessu sinni munum
við fjalla sérstaklega um sjávar-
útveginn og hvernig bregð? *
skuli við, sagði Svavar að lok
Stefán Ögmundsson, prentari,
forystumaður í stéttasamtökum
launafólks um langt árabil er 75
ára sunnudaginn 22. júlí. Þjóð-
viljinn óskar honum hjartanlega
tU hamingju á þessum tímamót-
um.
Kjarabarátta
Sagt upp í sífellu
Félöginsegjaupp, aflasérheimildar, boðatilfunda.
Tvöfélög hafa hafnað uppsögn
Ióða önn eru þau verkalýðsfél-
aganna sem ekki hafa þegar
sagt upp samningum að funda um
málið.
Tvö félög innan Sambands
byggingarmanna hafa þegar sagt
upp, og allflest hinna eru með
heimild félagsfundar til uppsagn-
ar. Velflest félög innan Málm- og
skipasmíðasambandsins hafa
heimilað uppsögn. Iðja í Reykja-
vík hefur sagt upp og Iðja á Akur-
eyri er með heimild.
Uppsögn var felld í Verka-
lýðsfélagi Borgarness með þrem-
ur atkvæðum um daginn, og í gær
var uppsögnin felld á jöfnu í fé-
lagi starfsfólks í veitingahúsum,
og eru þetta einu félögin sem enn
hafa hafnað uppsögn svo spurnir
hafi hafst af.
Dagsbrún hefur sagt upp, enn-
fremur Framtíðin og Hlíf í Hafn-
arfirði, Jökull Ólafsvík, Stjarnan
Grundarfirði, Fram Sauðár-
króki, Vaka Siglufirði, Verka-
lýðsfélögin á Húsavík og Raufar-
höfn, Verkalýðsfélag Fljótsdals-
héraðs, félögin í Neskaupstað, á
Eskifirði, á Reyðarfirði, á Höfn,
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja,
Þór á Selfossi sem urðu fyrstir til
stjórn félagsins í Keflavík. At-
kvæðagreiðsla var í gær í gangi í
Stykkishólmi og á Eyrarbakka.
Framsókn í Reykjavík hefur
heimild, ennfremur hefur Verka-
lýðsfélag Akraness lagt til upp-
sögn.
Fundir verða á næstunni hjá
Sókn í Reykjavík, Val í Búðar-
dal, Einingu á Akureyri, Snót í
Vestmannaeyjum og hjá félaginu
í Hveragerði.
Ekki tókst að ná í nándarnærri
öll félög í gær til upplýsingar.
Ig/m
1. september
Borgar-
starfsmenn
segja upp
samningum
Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar segir upp samningum 1.
september. Uppsögnin var sam-
þykkt samhljóða í fulltrúaráði í
fyrradag.
Haraldur Hannesson, formað-
ur starfsmannafélagsins, sagði að
það hefði verið samþykkt sam-
hljóða á fundi fulltrúaráðs í fyrra-
dag að segja upp samningum 1.
september n.k. Viðkomandi aðil-
um verður tilkynnt um uppsögn-
ina á næstunni. _ jj§
Iðja Reykjavík
Segir upp
samningum
Fundur í stjórn og trúnaðar-
mannaráði Iðju, félags iðnverka-
fólks í Reykjavík, samþykkti í
fyrrakvöld að segja samningum
félagsins lausum frá og með I.
september n.k.
Fyrr í þessum mánuði hafði fé-
lagsfundur í Iðju veitt stjórn og
trúnaðarmannaráði umboð til
þess að segja upp samningum.
Iðja á Akureyri á eftir að taka
ákvörðun um uppsögn samninga
en stjóm og trúnaðarmannaráði
félagsins hefur verið veitt heimild
til uppsagnar.
-Ig-
Starfsfólk
veitingahúsa
Fellt
r ■ ■■ m
a jofnu
Fundur í félagi starfsfólks á
veitingahúsum felldi í gær með
jöfnum atkvæðum að stjóm fél-
agsins yrði falið að leita eftir
samningum við atvinnurekendur
um kjarabætur. Ef slíkar um-
ræður bæm ekki árangur yrði
samningum sagt upp.
Áður hafði verið felld tillaga
félagsmanns um að samningum
yrði þegar sagt upp. Félagsmenn
samþykktu hins vegar með
nokkmm meirihluta tillögu um
að segja ekki upp núgildandi
samningum. Á fundinum greiddu
46 félagar atkvæði.
Vigfús Vigfússon fyrir framan hús Steypustöðvarinnar í Ólafsvík, sem snjóflóð fór í gegnum í vetur. Nú er unnið að
endurbyggingu stöðvarinnar. Mynd- eik.
Steypustöð
Uppbygging
eftir snjóf lóð
Bœtur úr viðlagasjóði hafa ekkifengist til Steypustöðvar-
innar í Ólafsvík. Járnbentur veggursem tekur við ómœldri
þyngd og grjótgarður ífjallið.
Við höfum loksins fengið leyfi
til að endurbyggja hús steypu-
stöðvarinnar. Það hefur gengið
illa að fá samþykki stjórnvalda til
að endurbyggja á þessum sama
stað aftur, vegna þess að sqjóflóð-
ið kom hérna niður. Ég hef búið
hérna í 40 ár og aldrei komið
skriða á þessum stað allan þann
tíma. En það er til ákvæði í lögum
um að ekki megi endurbyggja at-
vinnuhúsnæði og við fáum leyfíð
með ákveðnum skilyrðum, sagði
Vigfús Vigfússon hjá Steypustöð-
inni í Ólafsvík við Þjóðviljann í
fyrradag.
Snjóflóð fór í gegnum stöðina í
febrúar sl. Þá urðu geysimiklar
skemmdir á húsinu sem snjó-
skriða ruddist gegnum. Bflar
gjöreyðilögðust, þar á meðal 2
steypubflar.
„Við höfum ekki fengið bætur
nema fyrir það sem var tryggt",
sagði Vigfús. „Það var húsið og
steypubfll sem var inni í því, hann
var kaskótryggður. Blöndunar-
tæki stöðvarinnar og fleira var
ótryggt. T.d. tökum við bflana af
númerum yfir háveturinn. Við
höfum enn ekki fengið neinar
bætur úr Viðlagasjóði“.
Tveir steypubílar sem eyöilögðust í snjóflóðinu. Sá sem er framar á myndinni
stóð kaskótryggður inni í-húsinu og fyrir hann hafa því fengist bætur., Hinn er
enn óbættur. Mynd - eik.
Vigfús sagði að snjóflóðavarn-
ir væru nauðsynlegar á þessum
stað vegna þess að neðan vegar
eru fiskvinnslufyrirtæki sem
einnig þarf að verja. Sagði hann
að við endurbyggingu steypu-
stöðvarinnar væri nú steyptur 50
cm þykkur jámbentur gafl sem á
að taka við ómældri þyngd. Auk
þess á að koma grjótrauf í hlíðina
til þess að kljúfa skriður, þannig
að hún skipti sér og komi ekki
óklofin á húsið. Einnig verður
vinnusvæði Steypustöðvarinnar
fært.
„Við önnum allri steypu á út-
nesinu og enginn vafi er á að
Steypustöðin á framtíð fyrir sér“,
sagði Vigfús Vigfússon.
-jP
Leugardagur 21. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍDA 3