Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Samþykkt var með 70 samhljóða atkvæðum á fundi stjórnar og samninganefndar BSRB að segja upp launaliðum kjarasamninga. Ljósm. Loftur. Viljum lausn með viðræðum En verði úrslit viðræðna ekki viðunandi telur Kristján Thorlacius að opinberir starfsmenn séu reiðubúnir til verkfalla Krlstján Thorlacíus: Kom ekki á óvart elndreglnn vlljl tll uppsagnar samninganna. Ljósm. Loftur r Aþessum fundi hefur komið fram mjög eindreginn vilji til að segja upp launaliðum kjarasamnings okkar við fjármálaráðuneytið. Eg tel það endurspegla viðhorf almennra félagsmanna jnnan BSRB og kemur það satt að segja ekki á óvart, því mörg stærri félaganna innan samtakanna hafa samþykkt stuðning við uppsögn áður. Þetta sagði Kristján Thorlacius þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær skömmu eftir að stjórn og samninganefnd BSRB hafði samþykkt samhljóða að segja upp samningunum frá og með 1. september. „Næsta skref er svo að vísa deilunni þegar í stað til sáttasemjara, en báðir aðilar hafa heimild til þess á hvaða stigi málsins sem er. Við höfum að vísu ekki gert þetta áður svo snemma í deilunni, en grípum til þess núna til að undirstrika að okkur er mjög umhugað um að ná fram lausn með samningum áður en kemur til 1. september“. - Telurðu að komi til verkfalls? „Auðvitað vonum við öll að viðunandi samningar náist án þess. Hins vegar erum við við því búin að það kunni að draga til verkfalla og höfum nú þegar ákveðið að tilnefnt verði í verkfallsstjórn innan tíðar. Ég tel að svo mikill hugur sér nú í opinberum starfsmönnum að þeir séu tilbúnir til að standa að verkfallsaðgerðum ef á þarf að halda“. -ÖS BSRB Mikill hugur í fólki Valgeir Gestssonfor- maður KÍ: Kennarar til í slaginn bregðist samningaleiðin „Það var alger samstaða um uppsögn samninganna hér á fundin- um“, sagi Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands. „Ég vona að við náum góðum samningi út úr viðræðunum áður en til nokkurrar verkfallsboðunar kemur, því auðvitað er okkur umhugað um að ná nægilegum kjarabótum án verkfalla. En komi ekki neitt út úr samningaleiðinni, þá þykir mér líklegt að í september muni samtökin taka ákvörðun um verkfallsboðun. Sátta- semjari verðurþá samkvæmt lögum að setja fram sáttatillögu. Hún verður svo borin undir allsherjaratkvæðagreiðslu innan BSRB og verði hún samþykkt eða minna en helmingur meðlima tekur þátt í atkvæðagreiðslunni, þá er deilanúr sögunni. Ef ekki, þá kemur ver- kfallsboðunin til framkvæmda" - Er mikill hugur t BSBR fólki ef til verkfalla kæmi? „Það er ekki vafamál að það er að minnsta kosti mikill huguf í kennurum. Það hefur verið ljóst í allt sumar. Það er á hreinu að við erum að selja vinnuafl okkar langt, langt undir því verði sem gerist á almennum vinnumarkaði og það hreinlega gengur ekki að ríkið fari svona með okkur. Þannig að ég hugsa að kennarar séu tilbúnir í slaginn ef þurfa þykir". -ÖS Valgelr Gestsson: Kennarar hafa selt sitt vlnnuafl langt, langt undlr því verðl sem þelr fengju fyrlr það á almennum vinnumarkaði. Ljósm. Loftur. Frystihúsið Flytur frá Sandi í Rif Hraðfrystihús Hellissands er að rísa endurbyggt í Rifl. Stefnt er að því að taka það í notkun um áramót. Eftir að frystihúsið á Sandi brann í fyrra hefur þar ver- ið saltflskverkun. í síðustu viku var verið að binda jámamottur fyrir framan hið nýreista hús. Þar voru að verki aðstoðarmenn hjá Rögnvaldi Ólafssyni útgerðar- manni. Verktakarnir ístak hafa séð um byggingu hússins. -JP Þröstur Heiðar og Hans Sigurbjömsson binda jámamottu framan við nýreist frystihús í Rifi. mynd - eik. Urriðafoss Næsta virkjun á jarð- skjálftasvæði Undanfarin tvö ár hafa farið fram virkjanarannsóknir við Þjórsá neðan Búrfells, eða á slóð- um Neðri-Þjórsár. í samtali við Hauk Tómasson hjá Orkustofnun kom fram að virkjanirnar á þessu svæði yrðu aldrei færri en tvær og gætu farið upp í fjórar. Aðal áherslan verð- ur lögð á Urriðafossvirkjun, þar sem hún er hagkvæmust en þó er verið að rannsaka allt svæðið með fleiri möguleika í huga. í öllum rannsóknum og hönn- unarútreikningum hefur fastlega verið haft í huga að virkjanastað- irnir við neðri hluta Þjórsár eru á mesta jarðskjálftasvæði landsins. Þetta kemur fram í fréttabréfi Orkustofnunar. Þar segir enn fremur að gert verði ráð fyrir sérstakri styrkingu allra mannvirkja af þessum orsökum. Við það eykst kostnaðurinn við virkjanirnar en þrátt fyrir það eru þær hinar hagkvæmustu. Haukur sagði að nú væri verið að leggja net mælipunkta yfir Suðurlandið til þess að finna hvort landið muni breytast, vegna jarðskjálfta eða undanfara þeirra. Þá sagði hann að spennu- mælingar væru í gangi, á vegum veðurstofunnar, sem gætu þá gef- ið aðvörun ef skjálftinn nálgað- ist. Svo og er verið að kortleggja allar sprungur á svæðinu sem hafa komið í fyrri sjálfum. Allar þessar aðgerðir tengjast virkjun- arrannsóknum við Þjórsá. HS Skil ekkert í rússanum að slá ekkl olíufélögin út með heildsölubens- ínl á tankl í Garðastrætinu... Bætt fyrir brot í frétt Þjóðviljans um för 8 fatlaðra á Ólymípu- leika í Englandi, sem birt- ist á baksíðu blaðsins á föstudag, féllu niður nöfn tveggja keppenda. Anna Geirsdóttir og Edda Berg- mann eru einnig í þessum fríða hópi auk þeirra sex sem nefndir voru í frétt blaðsins. Við bætum hér með fyrir brotið og biðj- umst velvirðingar á mis- tökunum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 24. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.