Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Nýjar baráttuaðferðir Óskað eftir viðrœðum við olíufélögin um bensínverðshœkkun Alberts. „Lítum síðustu hœkkun alvarlegum augum eftir fyrirheit stjórnvalda" Þrátt fyrir að aldrei áður hafi opinber gjöld sem hlutfall af bens- ínverði verið hærri en eftir síð- Samningarnir Segja ekki upp á Eyrarbakka Á Eyrarbakka samþykktu fé- lagar Verkalýðsfélagsins Bárunn- ar að segja ekki upp launaliðum samninga í haust. Þetta gerðist í atkvæðagreiðslu á föstudag, 42 voru á móti uppsögn, 11 með. Eiríkur Runólfsson formaður félagsins taldi að úrslitin hefðu ráðist að nokkru af atvinnuá- standi á staðnum. Öllum starfs- mönnum frystihússins, sem er að- alvinnukaupandi á Eyrarbakka, hefur verið sagt upp frá og með 1. október og þegar er töluvert af fólki á atvinnuleysisskrá. „Það er erfitt að fara útí aðgerðir á þess- um tíma, - meðan ekkert er áð gera“ sagði Eiríkur. Þór á Selfossi hefur sagt upp samningum. Fundir eru boðaðir í Boðanum á miðvikud. (Hvera- gerði) og á fimmtudag (Þorláks- höfn). Fundur verður haldinn fyrir mánaðamót í Bjarma á Stokkseyri og nágrenni. -m ustu hækkun fjármálaráðherra á bensínsköttum, þá hefur lítið heyrst til forráðamanna félags ís- lenskra bifreiðaeigenda sem oft hafa haft sig mjög í frammi við bensfnverðshækkanir. „Við höfum verið að undirbúa aðgerðir og við lítum þessa síð- ustu hækkun mjög alvarlegum augum“, sagði Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB er hann var spurður hverju aðgerðarleysi félagsins sætti. „Okkar aðgerðir beinast að ol- íufélögunum eins og er. Við höf- um í dag óskað eftir viðræðum við þau um innkaup og verð- myndun á bensíni. Auðvitað snýr okkar barátta einnig að yfirvöld- um eins og hingað til. Við höfum beint okkar kröftum gífurlega mikið að ráðamönnum og því olli það okkur vonbrigðum þegar þessi 40 aura hækkun var ákveðin á dögunum“, sagði Jónas. Hann sagði að mikill þrýsting- ur væri frá félagsmönnum vegna hinnar geysilegu uppbyggingar hjá olíufélögunum undanfarið og þess ríkidæmis sem virðist vera í kringum þau. „Þá eru olíufélögin stórir auglýsendur í fjölmiðlum og til viðbótar virðast dreifing- arstöðvar þeirra vera fleiri en þörf er á“. Jónas sagði að FÍB hefði átt viðræður við fjármálaráðherra í vor um verðlagningu á bensíni. „Ráðamenn gáfu okkar fulltrú- um góð fyrirheit. Þess vegna kom þessi hækkun töluvert á óvart og olli okkur vonbrigðum. Við erum búnir að funda mikið síðustu daga og höfum ákveðið að taka upp nýjar aðferðir í baráttu okk- ar. Ég get ekki sagt í dag í hvaða veru þau vinnubrögð verða. Það fer mikið eftir því hvað viðbrögð olíufélögin sýna okkar mála- leitan. Ef við fáum ekki þá af- stöðu sem við kjósum þá verðum við að grípa til þeirra aðgerða sem við teljum nauðsynlegar“, sagði framkvæmdastjóri FÍB. -lg- Ekki er að sjá að Steindór láti þetta hafa áhrif á þá þjónustu sem þeir hafa veitt hingaðtil og halda þeir ótrauðir áfram að keyra. I samtali sem Þjóðviljinn átti við Ólaf Steinar Valdimarsson1 ráðuneytisstjóra kom fram að málið væri í athugun hjá Sam- gönguráðuneytinu, engin á- kvörðun hefði enn verið tekin og óvíst væri hvenær af því yrði. Hjá Steindóri fengum við þær upplýsingar að samgönguráð- herra væri að skoða hvort hann geti leyst þetta mál þannig að allir verði ánægðir, þetta taki allt sinn tíma og að ekki hafi verið tekið fram í dómnum hvenær hann skyldi koma til framkvæmda. Það sé sanngirnismál að Steindór fái að halda áfram. Guðmundur Valdimarsson hjá Bifreiðastjórafélaginu Frama vildi hinsvegar meina að Steindórsbflarnir hefðu verið aukabflar í leiguakstri í Reykja- vík frá því í febrúar 1982. Ur- skurðurinn sé kominn, aðeins sé tímaspursmál hvenær akstur þeirra verði stöðvaður, hæsta- réttardómi verði allir að hlýta. Þér bjóðast betri kjör betri en þú hyggur Nú er lœkkandi útborgun því bjóðum við eignir með hagkvcemari greíðslutilhögun en verið hefur. Hringdu því strax og láttu okkur leita & Fasteignasaia& Leitarþjonusta Siinar 687520 6875 21 39424 Bolholti 6 4 hæö Leigubílar Gullinbrúva Steindór enn á fullum dampi Málið í athugun í ráðuneyti, ákvörðun ótekin og óvíst hvað verður 28 tonn í loftið Við Gullinbrú hetur steyptum burðarbit- um sem bera eiga brúardekkið uppi verið komið fyrir á stöplum sem steyptir voru nið- ur á fast í Grafarvoginum. Þyngstu bitamir vega 28 tonn og eru 26 metrar á lengd. Bitarnir voru steyptir á bakkanum norðan megin brúar og um helgina hífðir yfir á stöplana með þyngsta færanlega krana á landinu. Gullinbrú verður 60 metrar að lengd, með þremur höfum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum Ijúki í september eða októ- ber í haust. Ljósm. Loftur. Sem kunnugt er féll fyrir nokkru dómu f svokölluðu ,3teindórsmáli“. Bifreiðastöð- inni Steindór var gert að stöðva akstur sinn, þar sem stöðin hafði ekki tilskilin leyfi tíl leigubifreiða- aksturs f Reykjavík. Þriöjudagur 24. júlí 1984 þJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.