Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 15
Frá blaðamannafundi um hringferð Kvennalistans: Kristín Halldórsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Jóhannsdóttir. Mynd Loftur. Kvennalistinn 4700 km að baki Kvennalistahringferð um landið lauk á Þingvöllum þarsem blómum var kastað í Drekkingarhyl. Boðið fram um allt land í næstu þingkosningum. Sólarflug ekki með í símtali við Guðstein Guð- mundsson hjá Neytendasamtök- ununi fyrir skömmu kom fram að aðeins ein ferðaskrifstofa ætti ekki aðild að kvörtunarnefnd FÍF og NS. Sú ferðaskrifstofa er Flugferðir-Sólarflug. í samtali við Eyþór Heiðberg hjá Sólarflugi kom fram að ferða- skrifstofan er ekki í FÍF og þar að leiðandi ekki aðili í kvörtunar- nefndinni. Ástæðan fyrir því að Sólarflug er ekki í FÍF er sú, sagði Eyþór, að hann sagði sig úr félaginu 3. júní 1983 vegna ágreiningsmáls sem kom upp. Félag íslenskra ferðaskrifstofa kærði til ráðu- neytisins nafn ferðaskrifstofunn- ar, sem var Flugferðir-ísleiðir. Eyþór sagði að félagið hugsaði ekki um sína félagsmenn og er kæran því til stuðnings. Það hefði verið miklu betra ef talað hefði verið við okkur fyrst þá hefðum við getað breytt nafni fyrirtækis- ins, sem við svo og gerðum. Um kvartanir þær sem upp koma vegna ferða sem þeir bjóða, sagði Eyþór, að hingað til hefði Flugferðir-Sólarflug alltaf getað samið við sína farþega og hann vonaði að svo yrði áfram. HS Líf í tuskunum á Laugaveginum Eftir að við sögðum frá versl- uninni sem selur fötin með sálina og miðar við stflinn frá árunum 1940-1960 höfum við fengið fyrir- spurnir um hvar vcrslunin er staðsett. Nú komum við þvi á framfæri að hún er við Laugaveg 28 á annarri hæð. Á neðri hæð- inni eru verslanir og eftir að stik- að er upp stigann er komist að versluninni Líf í tuskunum. -jp. Þannig mun fyrirhuguö stálverksmiöja í Fögruvík líta út. Stálfélagið Fjármögnun tryggð Fj ármögnunar mál Stálfélags- ins eru nú komin á hreint og allar líkur eru á því að fram- leiðsla geti haflst í verksmiðjunni þar sem hún á að verða staðsett í Fögruvík á Vatnleysuströnd næsta vor. Stofnkostnaður verksmiðjunn- ar er um 93 miljónir. Hlutafé er um 30 miljónir þar af hefur fram- kvæmdasjóður ríkisins keypt hlut fyrir 9 miljónir. Þeim kaupum var bundin sú kvöð að fjármálaráð- herra gæfi ríkisábyrgð fyrir 45 miljón króna láni hjá Norræna fjárfestingabankanum sem nú hefur verið samþykkt. Afgangur- inn af fjármagnskostnaði er feng- inn með leigukaupum af tækjum verksmiðjunnar uppá 18 miljón- ir. Verksmiðjan sem reist verður í Fögruvík er keypt frá Svíþjóð af einum stærstu framleiðendum steypustyrktarjáms á Norður- löndum, og er seljandinn jafn- framt einn stærsti hluthafi í Stálfélaginu. Sænska verksmiðjan var rekin fram undir lok maí en nú hefur hún verið tekin niður og verður hafist handa við að setja hana upp í haust og vetur en næsta vor á að hefjast í Fögruvík fram- leiðsla á steypustyrktarjámi. Fyrst í stað verður notast við inn- flutt hráefni en brotajárns- bræðsla mun hefjast árið 1986. -*g- Verslunarmannahelgin Útihátíð í Viðey Öll leyfi hafa fengist Útihátfðin i Viðey um verslun- armannahelgina eru orðin að veruleika. OU leyfí hafa fengist, samið hefur verið við skemmti- krafta, Hjálparsveit skáta og lækna. Þetta kom fram f samtali við Eggert Sveinbjörnsson annan hvatamann hátíðarinnar. Eggert sagði að nú hefðu öll tilskiiin leýfi fengist svo að nú væri ekkert sem ætti að aftra því að af Viðeyjarhátíðinni yrði. Hann sagði að nú væri verið að smíða danspalla og salernisað- stöðu sem yrði þá tilbúið um verslunarmannahelgina. Hjálparsveit skáta mun sjá um alla gæslu á svæðinu. Tveir lækn- ar verða á vakt um helgina. Reist verður sérstakt sjúkratjald, tveir sjúkrabátar verða til staðar í um- sjá Snarfara. Eggert benti á að það tæki aðeins eina mínútu að flytja manneskju úr eynni í land með þessum bátum. Áætlað er að Viðeyjarhátíðin hefjist föstudaginn 3. ágúst kl. 13. Þá mun Hafsteinn Sveinsson hefja flutninga í eynna, sagði Eggert. Hafsteinn getur flutt 1000-1500 manns á klukkustund. Flutningsgjaldið verður innifalið í verðinu á hátíðina, en ekki er búið að ákveða endanlegt verð, en 1000-1200 kr. er ekki fjarri lagi. Sérstakir Viðeyjarpakkar verða seldir fyrir fólk utan af landi. Eggert tók dæmi af manni sem býr á Akureyri og mun það kosta hann 3260 kr. að fara á há- tíðina og er þá allt innifalið. Dansað verður öll kvöld frá kl. 19-03. Ýmsar hljómsveitir munu leika fyrir dansi s.s. Pardus, Toppmenn, Hitt og m.fl. Stór brenna verður á laugardagsk- völdinu og svo verður skotið upp flugeldum. Sérstök keppni verð- ur í „break“ dansi og seglbretta- sjóskíða- og bátasýning, sagði Eggert að lokum. HS Leiðrétting í Þjóðviljanum 19. júlí sl. birtist grein eftir Guð- mund H. Þórðarson lækni og virðist vinnsla hafa far- ið úrskeiðis. Á einum stað var farið með rangt ártal því í stað áranna 1979-81 átti að standa árabilið 1970-81. Kvenlegu stjórnmálasamtökin eru nýkomin úr 4700 kfló- metra hringferð um landið og héldu blaðamannafund í síðustu viku um farir sínar barasta slétt- ar: 27 fundir og viðkoma á meira en sextíu stöðum við góðar undir- tektir og móttökur. Forsvars- menn ferðalanga kváðust hafa fundið sterkan hljómgrunn stefnumálum sínum og urðu varir við mikinn áhuga á útbreiðslu Samtaka um kvennalista. Þegar spurt var hvort boðið yrði fram um allt land næst var svarið: Það er engin spurning. í ferðinni var leitast við að kynna starf samtakanna og ýmsa starfsemi kvenna á höfuðborgar- svæðinu. Frumvarp þingmanna samtakanna um fæðingarorlof var ofarlega á dagskrá og að frumkvæði stuðningsmanna á Egilsstöðum er nú byrjað að safna undirskriftum málinu til framgangs: orlof úr þremur mán- uðum í sex og lágmarksupphæð til allra kvenna. Erindrekar Kvennalistans af suðvesturhominu kynntu sér einnig viðhorf landsbyggðar- manna, einkum kvenna, og sögðu fiilltrúar þeirra á fundinum að helstu áhyggjuefni væru fá- breytni atvinnulífs, lág laun og lé- legjr menntunarkostir, bæði bama og kvenna af venjulegum skólaaldri. Bónusmál vom ofar- lega á baugi í viðræðum gesta við heimamenn og ekki síður misrétti í kjömm, - aðeins á einum við- komustaða var heimsóttur vinnu- staður þarsem konur og karlar höfðu sömu laun fyrir sömu vinnu, á Árskógsströnd. Hringferðin stóð frá 4. til 29. júní og lauk með samkomu á Þingvöllum þarsem á annað hundrað félags- og stuðnings- menn Samtaka um kvennalista hylltu konur á Lögbergi og köst- uðu blómum í Drekkingarhyl til minnis um fómarlömb karlveldis fyrr og síðar. -m Ný sumarhús í Vík - leigð almenningi í sumar Sumarhúsin í Vík í Mýrdal standa rétt ofan við veginn og er stutt úr þeim í Víkurskálann. Mikið fuglalíf er í fjallinu ofan við húsin og stutt í fjöruna. Eins og sjá má á myndinni eru húsin mjög hugguleg og vel gengið frá í kringum þau. Inni eru tvö stór herbergi, bað og eldunarað- staða. Oll húsgögn eru ný og stór sólverönd fyrir framan húsin. Þeir sem hafa áhuga á að gista í sumarhúsunum geta pantað í gegnum Samvinnuferðir-Landsýn eða Hótel Vík. Þrl&judagur 24. júll 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.