Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 7
LANDÐ Húsavík Laxeldi í fjallinu? Verður laxeldi hafið i Húsavík- urfjaili? Hver veit. Það er a.m.k. haft fyrir satt, að þeir Þórhallur Óskarsson og Þorvaldur Vest- mann hafi fengið leyfi til þess að byggja skúr við læk, sem kemur ofan úr fjallinu, í því skyni að koma þar upp klakstöð fyrir laxa- seiði. Þeir félagar, sem báðir hafa fengist við svona störf áður, telja að þama sé góð aðstaða til að koma upp klaki þótt ekki leyfi hún stórrekstur, hæfilegur hiti en vatnsmagn þarf að auka, sem ekki á að vera erfíðleikum bund- ið. En sagt er að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal og hér sem víðar veltur það á fyrir- greiðslu um fjármuni hvort úr framkvæmdum verður. -mhg Þorlákshöfn Glettingur verkar humar Þar leggja upp fjórir humarbátar Glettingur sf. í Þorlákshöfn hefur komiö sér upp nýju frystihúsi. Vinna þar um 25 menn og verka humar. Þá verður og flakaður þar bolfisk- ur auk þess sem heilfrysting mun fara fram í húsinu. Humarvinnslan hófst 23. maí. Fjórir bátar leggja upp hjá Glett- ingi: Bjarnarvík, Dalaröst, Haf- örn og Mars. Gert er ráð fyrir að vinna 40 tonn af humri. Afli hefur verið allgóður. Glettingur mun áfram sinna saltfisks- og skreiðar- verkun þótt úr því kunni eitthvað að draga. Þá verður síld væntan- lega söltuð í haust. -mhg Húsavík Reiknistofan r i nýtt húsnæði Reiknistofa Húsavíkur hefur nú flutt í nýtt og glæsilegt húsn- æði, sem væntaniega kemur til með að nægja í næstu framtíð, enda þótt fyrirtækinu vaxi veru- legur fískur um hrygg, svo sem vænta má. Jafnframt því að fyrirtækið flutti tók það í notkun nýja tölvu, sem talin er ein sú fullkomnasta sinnar tegundar á landinu og sú eina þessarar gerðar, sem komið hefur verið upp utan Reykjavík- ur. Reiknistofa Húsavíkur stenst þannig fyllilega samanburð við þau tölvufyrirtæki hérlendis, sem talin eru hvað fullkomnust. Reiknistofan getur nú og mun bjóða stofnunum og fyrirtækjum á landsbyggðinni fullkomna og alhliða tölvuþjónustu. Framkvæmdastjóri Reikni- stofu Húsavíkur er Guðmundur öm Ragnarsson. -mhg Séð frá Þingeyri og yfir Dýrafjörðinn, sem nú er rætt um að brúa. Sýslufundur V.-ís. Brú yfir Dýrafjörð Nefndin rœddi samgöngumál, atvinnu- og búsetuskilyrði, menntamál, riðuveiki o.fl. Meðal þeirra mála, sem komu til umræðu og ályktunar á aðal- fundi Sýslunefndar V-ísafjarðar- sýslu, voru samgöngumál, at- vinnumál og búseturöskun, riðu- veiki, sem nokkuð er farið að bera á í sauðfé sýslubúa, fyrir- hugaðar breytingar á sveitar- stjórnarlögum, menntamál o.fl. Samgöngumál Sýslunefndin fagnaði því, að Vegagerðin væri farin að nota út- boð í ríkara mæli en verið hefur. Lýsti jafnframt ánægju sinni með arðsemiathugun Vegagerðarinn- ar á brú yfír Dýrafjörð og skoraði á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir fjárveitingum til undirbúningsframkvæmda. Nefndin telur brýnt að flýtt verði athugun á hagkvæmni jarðganga- gerðar á Vestfjörðum og bendir á nauðsyn þess að sækja verkkunn- áttu á þessu sviði til Færeyinga og Norðmanna. Nefndin telur óvið- unandi að engin fjárframlög séu ætluð til nýbyggingar á stofn- brautinni Vatnsfjörður-Þingeyri næstu 10 árin og tekur undir á- lyktun Fjórðungsþings Vestf- jarða um nauðsyn þess að veita fjármagni í þessa stofnbraut við næstu endurskoðun vegalaga. Atvinnu- og búsetumál Hvað þau áhrærir þá skoraði nefndin á stjómvöld að bæta nú þegar rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins, sem er undirstöðuat- vinnuvegur á Vestfjörðum. Bendir nefndin á að neikvæður rekstur þessarar atvinnugreinar raski búsetumöguleikum í fjórð- ungnum þannig, að verði ekki unninn bugur á því að bæta rekstrargrundvöll hennar, megi búast við fólksflótta úr fjórð- ungnum. Nefndin telur útlit fyrir að í nokkrum sjávarplássum muni á komandi vetri verða auð hús, þar sem fólksflótti er fyrirsjáanlegur, verði ekki brugðist skjótt við tií úrbóta. Riðuveiki Fundurinn lýsti fylgi við þá stefnu, að riðuveiki skuli útrýmt á Vestfjörðum með öllum til- tækum ráðum. Lýst er áhyggjum vegna aukinnar útbreiðsiu veik- innar og stuðningi við fyrirhugað- ar niðurskurðaraðgerðir í Barð- astrandarsýslu og Osi og Laugar- bóli í V-ís. Ýmislegt í félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að breytingum á sveitar- stjómarlögum og var nokkuð rætt um þær. Vom menn sam- mála um að þörf væri breytinga á þeim samstarfsgrundvelli sveitar- félaga, sem sýslunefndum er ætl- að að vera. Talin var brýn þörf úrbóta við uppbyggingu grunnskóla, sam- ræmingu prófa og eflingu sér- kennslu. Ákveðið var að vinna að end- urskoðun lögreglusamþykktar V- ís. fyrir næsta aðalfund sýslu- nefndarinnar að ári. - mhg Hér er umboðsskrifstofan í Hveragerði til húsa. Ný umboðsskrifstofa Brunabótafélag íslands hefur nú opnað nýja umboðsskrífstofu í eigin húsnæði að Reykjamörk 1 í Hveragerði. Við það tækifærí var boðið þangað forystumönnum sveitarfélagsins og Sambands ísl. sveitarfélaga, forystu kvenfélags- ins, helstu viðskiptamönnum o.fl. gestum, svo og þeim iðnaðar- mönnum, sem sáu um innréttingar og frágang hússins. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins, flutti stutt ávarp og bauð gesti velkomna. Þakkaði hann sérstaklega fráfar- andi umboðsmanni, Stefáni Guðmundssyni, farsæl störf í þágu félagsins og bauð velkom- inn til starfa hinn nýja umboðs- mann, Þórð Snæbjömsson. Stef- án Reykjalín, formaður stjórnar Brunabótafélagsins, lýsti innrétt- ingum hússins og þakkaði iðnað- armönnum vel unnin störf. Ýmsir fleiri tóku til máls þeirra á meðal sveitarstjóri, oddviti og slökkvil- iðsstjóri. Umboðsskrifstofan er opin frá kl. 16.00 til 18.30 alla virka daga nema miðvikudag. Sími hennar er 99-4151. -mhg. Mjólkurframleiðslan Aukningí Skagafirði Innlögð mjólk hjá Mjólkur- samlagi Kf. Skagfirðinga fyrstu fjóra mánuði ársins varð 2.275.605 ltr., 160 þús. Itr. meirí en sömu mánuði árið áður, aukningin um 7,59%. Meðalfita mjólkurinnar var nokkru minni en áður eða 3,762% Flokkun mjólkurinnar fór enn fram og fóru 97,5% hennar í fyrsta flokk. Nýmjólkursala jókst um 18 þús. ltr. en sala á rjóma minnkaði. Stafar það einkum af því að tekið hefur að mestu fyrir rjómasölu til Reykjavíkur. Osta- framleiðslan jókst um rúm 30 tonn m.a. vegna þess að nú var engin undanrenna send í fram- haldsvinnslu til Hvammstanga, eins og í fyrra. Ostabirgðir voru 40 tonnum meiri og smjörbirgðir tæpum 26 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Ekki þarf þessi aukning að þýða að heildarfram- leiðslan á árinu verði meiri en áður. Sú viðleitni, að jafna mjólkurframleiðsluna yfir árið með því að færa til burðartíma kúnna, segir þama efalaust til sín. -mhg Njarðvík Olafsvellir? íbúðir fyrir aldraða Á þjóðhátíðardaginn 17. júni voru sýndar og afhentar íbúðir fyrír aldraða við Vallarbraut í Njarðvík, sem Lionsmenn þar hafa komið upp. Fyrír hönd bæj- arsjóðs tók Aki Granz við íbúð- unum. Við athöfnina bárust húsinu ýmsar góðar gjafir. Lionsmenn gáfu húsgögn og sjónvarp, sem ætlast er til að notað verði sam- eiginlega af íbúum hússins. Full- trúar frá vinabæ Njarðvíkur í Noregi voru viðstaddir hátíða- höldin og færðu húsinu kristals- skál að gjöf. Lionsfélagar hafa stungið upp á að húsið verði nefnt Ólafsvellir í minningu Ólafs heitins Sigur- jónssonar fyrmm hreppsstjóra. -mhg. Húsavík Sónartæki til Sjúkrahússins Kostaði 550 þús. kr. Það er út af fyrír sig ekkert nýtt að Sjúkrahúsinu á Húsavík berist góðar gjaflr og verðmætar og nú hefur enn ein bæst þar við. Er það sónartæki, sem húsinu var afhent fyrír nokkru. Gefendur eru: Starfsmenn MSKÞ, Krabbameinsfélag S- Þingeyinga, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Soroptimista- klúbbur Húsavíkur, Kvenfélag Húsavíkur og Kiwanisklúbbur- inn Skjálfandi. Flestir þessir aðil- ar hafa áður verið stórtækir í gjöfum til Sjúkrahússins en þó er þessi hvað dýmst, kostaði 550 þús. kr., sem þó er ekki nema helmingur þeirrar upphæðar, sem stofnunin hefði mátt snara út, hefði hún sjálf keypt tækið. Formaður Krabbameinsfélags S-Þingeyinga, sagði að fyrstu fjármunimir, sem félaginu bár- ust, hefði verið minningargjöf um Sólveigu Sigtryggsdóttur. Var minningargjöfinni og meim til, varið til þessara kaupa. Jón Aðalsteinsson læknir sagði að án þeirra gjafa, sem Sjúkra- húsinu hefðu borist á undanföm- um ámm, væri það ekki nema svipur hjá sjón. -*nhg. Þrlðjudagur 24. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.