Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 8
LANDÐ Hvolsvöllur Heimili fyrir aldraða Hrossaket Sláturhross til Danmerkur? Frá hitaveitunni á Laugalandi. Samið um afnot af jarðhita Ríkið og Akureyrarbœr semja um afnot jarðhitans á Syðra-Laugalandi Samningurinn gildir í 75 ár Möguleikar hafa nú opnast til þess hjá Búvörudeild SÍS að selja lifandi hross til Danmerkur, sem verði svo slátrað þar. Mundi þá verða tekið á leigu sérstakt gripa- flutningaskip af bestu gerð, svo vel fari um hrossin á leiðinni. Búvörudeild hefur haft sam- band við Hagsmunafélag hrossa- bænda, sem hvetur félaga sína til þess að notfæra sér þessa mögu- leika. Fóðurblöndur frá Lántmánn- ens f Svíþjóð hafa verið fluttar inn á vegum Sambandsins og kaupfél- Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með sölu á hrossaketi er- lendis, hafa ekki tekist sem skyldi. Magnús Friðgeirsson, framkvstj. Búvörudeildar, telur, að á meðan ekki sé til hérlendis stórgripasláturhús, sem Efna- hagsbandalagsríkin viðurkenni, sé svona sala eini möguleikinn til að selja hrossaket erlendis á við- unandi verði. -mhg. aganna undanfarin ár. Nú eru á boðstólum hjá þessum aðilum nýjar gerðir fóðurblandna frá Verið er að koma upp á Hvols- velli heimili fyrir aldraða. Að því standa fjórir hreppar: Hvol- hreppur, Austur-Landeyja- hreppur, Fljótshlíðarhreppur og Vestur-Eyjafjallahreppur. íbúar þessara hreppa hafa for- gang að vistrými. Nýti þeir það ekki til fulls má ráðstafa því, sem afgangs er, til annarra. Þeir vist- menn, sem til þess treysta sér, sjá sjálfir um sitt heimilishald, ann- ars kemur til kasta starfsfólksins, sem annast að sjálfsögðu að öllu leyti um þá vistmenn, sem á því þurfa að halda. Tuttugu rými hafa verið aug- lýst. Eru það 8 einstaklingsher- bergi og 6 íbúðir. Umsóknar- frestur var til 15. maí og umsókn- ir urðu 20. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi byggingarinnar verði fullbúinn 1. des. nk. Haldið verður áfram að bæta við hús- næðið en nokkuð á í land að sú viðbót verði íbúðarhæf. Heimilinu hafa borist miklar og góðar gjafir. Halldór Jónsson frá Sleif gaf því 30. þús. kr. til minningar um foreldra sína, Jón Gíslason, oddvita, og Þórunni Jónsdóttur, ljósmóður í Ey í V- Landeyjum. Þórunn Guðjóns- dóttir frá Tungu í Fljótshlíð gaf heimilinu íbúðarhús sitt að Hvolsvegi 16 á Hvolsvelli. Húsið var auglýst til sölu og bárust 5 tilboð. Andvirðinu verður varið til uppbyggingar heimilisins. -mhg fyrirtækinu. Er nýjungin bæði fólgin í annarri samsetningu fóð- urefnanna og annarskonar kög- glum. Raunar er fóðrið ekki kögglað heldur valsað og er því í einskon- ar flögum. Er fóðurblöndu- vinnsla á Norðurlöndum að fær- ast í þetta horf, enda eru blönd- umar taldar étast betur og hægt að nota í þær miklu fleiri fóðu- refni en áður. Auk þess er vinnslan ekki eins orkufrek og efnatap við hana hverfandi. Um 80% af framleiðslu Lántmánnens er nú orðin í þessu formi. -mhg Hinn 13. þ.m. var undirrit- aður í Reykjavík samningur milli ríkisins og Akureyrarbæj- ar um leiguafnot bæjarins af jarðhita ríkisins að Syðra- Laugalandi í Eyjafirði. Samn- inginn undurrituðu af hálfu ríkisins þeir Albert Guð- muntísson fjármálaráðherra og Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra en Helgi Bergs bæjarstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Aðdragandi samningsins er sá, að haustið 1975 heimilaði þáver- andi dómsmálaráðherra Akur- eyrarbæ að bora í landi Syðra- Laugalands, en sérfræðingar Orkustofnunar álitu boranir þar vænlegar. Boranir hófust í nóv.- lok 1975 og báru brátt góðan ár- angur. Bæjarstjórn Akureyrar ákvað að virkja jarðhitann og allt frá árinu 1977 hefur megin hluti af vatni hitaveitunnar komið frá Syðra-Laugalandi. Viðræður um nýtingu kaup- staðarins á þessum jarðhitarétt- indum ríkisins hafa staðið alllengi yfir, en lauk nú með undirritun samningsins. Hann felur í sér leiguafnot kaupstaðarins á jarð- hitanum til 75 ára. Bærinn fær heimild til borana í landinu, hver- skonar umferðar og lagningu nauðsynlegra leiðslna. Ríkið heldur eftir um 54 mínútultr. af 80 stiga heitu vatni. Öðru vatni dælir hitaveitan til Akureyrar. Greiðslur koma fyrir afnot af jarðhitanum fyrir liðinn tíma. Endurgjald frá og með 1. jan. 1984 er 4000 kr. fyrir hvern nýtt- an sekltr. en það grunngjald hækkar á árinu 1990 í kr. 5.500. Fjárhæðirnar breytast í samræmi við breytingu á lánskjaravísitölu eins og hún er í okt. 1983. Með lægra gjaldi fyrstu starfsár hita- veitunnar telja aðilar sig hafa tekið eðlilegt tillit til þeirra fjár- hagslegu skakkafalla, sem hita- veitan hlaut vegna erfiðleika við borunina. Kveðið er á um bætur vegna tjóns á jörðinni vegna um- svifa hitaveitunnar og hefur gerð- ardómur bindandi úrskurðarvald ef um það rís ágreiningur. Hvor aðili um sig getur óskað endur- skoðunar á samningnum eftir 20 ár, ef þess er talin þörf. Sitthvað fleira felur samningurinn í sér þótt hér verði það ekki tíundað. Þau ráðuneyti, sem hér eiga hlut að máli, líta svo á að samn- ingurinn sé stefnumarkandi fyrir ríkisvaldið um meðferð og ráð- stöfun jarðhita, sem það á víðs- vegar um land. Sé hann því mjög þýðingarmikill m.a. af þeirri á- stæðu. -mhg ÞAÐ ERUAÐ MINNSIA KOSn TVEIR HLLÍTIR ÓMISSAND FYRIR ÞIC Á FERÐALÖCUM Fóðurvörur Ný gerð fóðurblandna Lystugri og fjölbreyttari 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.