Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 13
Óháði vinsælda- listinn Lp-plötur 1 (—) KUKL: The Eye 2 (1) ÍKARUS: Rás 5 - 20 3 (2) SIOUXSIE & THE BANS- HEES: Hyane 4 (—) ELECTRO 4: Electro 4 5 (—) MALCOLM McLAREN: Schrach 6 (6) CURE: The Top 7 (—) ECHO & THE BUNNYM- EN: Ocean Rain 8 (—) EXPLOITED: Let’s start a War 9 (3) BRUCE SPRINGSTEEN: Born in U.S.A. 10 (9) ÞORLÁKUR KRISTINS- SON: The boys from Chic- ago 45 snúninga 1 (—) AFRICAAN BAMBATAA: Rólegt í Skógarborg Renergates funk 2 (—) SIX SET RED: Shake it right 3 (2) FORCE M.D.’s: Let me love you 4(1)NOIA: Do you wanna dance? 5 (—) PIL: Bad life 6 (—) DAVID SYLVIAN: Red Guitar 7 (5) NEW ORDER: Blue Monday 8 (8) MALCOLM X: No sell out 9 (—) FIRRING: Firring 10 (9) SMITHS: What difference does it means? Á dögunum skruppum við í heimsókn á Skógarborg, dag- heimili Borgarspítalans. Heldur var nú yfirbragðið á þeim bænum rólegt. En það er svosem ekki að undra þar sem börnin eru út um allar trissur í sumarfríi, eða þá f sveit. Fóstrurnar sögðu að júlf væri alltaf mjög rólegur mánuð- ur. Þarna voru nú samt nokkrir pjakkar að dunda sér f sandkassa og rólum. Við hittum ma. Ragn- heiði Kristinsdóttur 4 ára og spurðum hana hvort hún ætlaði ekki í sumarfrí: Ég er búin að fara í sumarfrí. Ég fór með mömmu og pabba til Spánar og var þar í þrjár vikur. Það var ofsalega gaman. Ég fór á hverjum degi á strandgötuna, svo keypti ég gormakall og trommu. En fórstu þá ekkert í sjóinn og á ströndina? Jú-hú. Ég lék mér mikið í sjón- um og svo fór ég á hjólabát. Mamma og pabbi líka. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lita. Svo finnst mér mest gam- an að róla á dagheimilinu. Veistu það að ég fer aftur í sumarfrí, ég ætla að fara til frænku minnar sem á heima í sveit, í Þverholti. En hvað langar þig að gera þeg- ar þú verður stór? Mig langar að verða fóstra. En nú var Ragnheiður greini- lega búin að fá nóg af þessum spumingum og vildi að við fæmm að taka af henni myndir fyrst við værum með myndavél. Hún sagði að sér þætti nefnilega mest gam- an af öllu að láta taka af sér myndir. Næst hittum við stóra, myndar- lega stelpu sem var að nostra í kringum litlu krakkana og hjálpa þeim. Hún sagðist heita Elísa Magnúsdóttir og vera 10 ára. Hvers vegna ert þú hérna á dagheimilinu? Eg kem alltaf eftir hádegi til að leika við þau. Mamma mín vinn- ur á spítalanum og ég fékk ekkert að gera í sumar, t.d. að passa böm. Svo mamma spurði hvort ég mætti koma hingað og hjálpa til við að passa krakkana eftir há- degi, svo klukkan fjögur emm við samferða heim. En í hvaða skóla ertu? Ég var í 4. bekk í Hlíðaskóla í vetur, en nú er ég að fara að flytja í Langagerði. Þá fer ég í Breiða- gerðisskóla. Kvíðir þú ekki fyrir því að skipta um skóla? Ne-hei. Ég hef gert það svo oft. Mér finnst það bara gaman. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er mest gaman að fara á bíó og horfa á vídeó. Svo finnst mér líka ofsalega gaman að baka. Ha, baka? Já, ég baka skúffukökur, vöffl- ur, og smákökur. En hvað finnst þér þá skemmti- legast í skólanum? Teikning og Biblíusögur. Hvað langar þig að verða? Danskennari eða fatahönnuð- ur. Ég hef verið í Dansnýjung að læra að dansa. Við vorum mest að læra diskó, en svo vomm við sjálf að æfa breikdans. Hvað fínnst þér mest gaman að horfa á f bíó og á vídeó? Mér finnst mest gaman að sjá sakamálamyndir og dansmyndir. En þú segist vilja verða fata- hönnuður, ertu eitthvað farin að sauma? föt? Nei. Mér finnst svo ferlega leiðinlegt að gera handavinnu. Ég vil verða fatahönnuður af því mér finnst svo gaman að teikna. Hefurðu eitthvað gert af því að skrifa sögur? Já stundum skrifa ég sögur. Ég hef meir að segja skrifað eina sem er 7 blaðsíður. Hún var um tvær stelpur sem fóru upp í Öskjuhlíð í strætó. í strætisvagninum var maður sem fór líka upp í Öskju- hlíð. Þær fóm að elta hann og komust að því að hann var gim- steinasmyglari. Þetta var svona einskonar sakamálamynd. ss Elísa Magnúsdóttir 10 ára kemur og hjálpar fóstrunum eftir hádegi. Ljósm. SS. Ragnheiður Kristinsdóttir sem ætlar að verða fóstra þegar hún verður stór. Ljósm. SS. Sjáðu ég meiddi mig sagði þessi litli snáði og hljóp inn til fóstrunnar til að fá Taktu af okkur mynd sögðu þeir aftur og aftur og voru ekki í rónni fyrr en filman var búin. Þessir Kflegu strákar heita plástur. Ljósm. SS. ögmundur Jónsson „jarðarber" 5 ára, Sigurður Öm Kristjónsson 5 ára og Bjöm Rúnar 6 ára. Ljósm. SS. Þrlöjudagur 24. júlí 1984 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.