Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 11
FISKIMAL Sjávarútvegur hefur frá önd- verðu gengið í gegnum mörg þró- unarskeið. Útgerðin frá ára- skipum til skuttogara, úthafslínu- veiðara og nótaskipa. En fisk- vinnslan frá skreiðar- og saltfisk- verkun einvörðungu, til marg- breytilegs fiskiðnaðar samhliða eldri verkun. Ber þar hæst hrað- frystingu fiskflaka, niðurlagn- ingu og niðursuðu. Á þessari löngu þróunarleið hafa ekki verið eintómir sólskinsdagar í íslen- skum sjávarútvegi. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Stundum hafa fiskimiðin verið gjöful, líf- rfki hafsins blómstrað á öllum sviðum. Svo hafa komið önnur ár með tregari afla vegna verri lífs- skilyrða í hafinu kringum ísland. En þegar horft er yfir farinn veg þá kemur í ljós, að aflaárin og hin árin með tregari afla þau jöfnuðu sig upp með 340-400 þús. tonna ársafla af þorski á meðan búið var við óhefta sókn. Þessar stað- reyndir fiskveiðisögunnar auka bjartsýni og trú á framtíð okkar sjávarútvegs. Nú ríkir kreppa í íslenskum sjávarútvegi, sem við verðum að vona að gangi yfir sem fyrst. Við blasir harðnandi samkeppni á ýmsum fiskmörkuðum sem krefst aukinnar vöruvöndunar, meiri og betri kynningar, ásamt meiri fjöl- breytni framleiðslunnar. Við þurfum að hefja nýja sókn á mörkuðum okkar og útvíkka þá eins og kostur er. Þetta er sú hlið vandans sem sjávarútvegurinn sjálfur verður að hafa forustu um að leysa. Hin hlið vandans snýr að ís- lensku ríkisvaldi, sem er rekstrar- grundvöllur sjávarútvegsins frá hendi þjóðfélagsins. Þessi grund- völlur er ekki í lagi og þarf að samræma hann þeim grundvelli sem keppinautar okkar starfa á. Á meðan þetta er ógert þá brakar í undirstöðum þjóðfélagsins, því það er sjávarútvegurinn sem er burðarásinn. Vandi útgerðar og úrrœði íslensk útgerð og þá alveg sér- staklega útgerð togara stendur frammi fyrir miklum vanda nú. Þessi vandi er undinn saman úr tveimur þáttum. Annars vegar miklum tilkostnaði við að veiða hverja smálest af fiski og hinsveg- ar takmörkun á því veiðimagni sem hverju skipi er úthlutað af stjómvöldum í gegnum kvóta- kerfið. Ef kostnaðarþátturinn er fyrst skoðaður þá kemur ýmislegt í ljós. Olíuverð til fiskiskipaflot- ans virðist vera óeðlilega hátt, eða nálægt 80% hærra heldur en í Bretlandi, þegar miðað er við magnafslátt sem skipum er þar veittur. í öðm lagi þá vil ég benda á, að Norðmenn hafa á tveimur síðustu ámm gert breytingar á skrúfum fjölda skipa, sem leitt hafa til 20-30% olíuspamaðar og gert skipin jafnframt að betri tog- skipum. Júlíus Geirmundsson togari þeirra ísfirðinga mun vera eina islenska skipið sem breytt hefur verið þannig í Noregi nýlega. í þriðja lagi, í efnahagsaðgerð- um núverandi ríkisstjómar á sl. ári þá var bára kaupgjaldið eitt tekið úr sambandi við verðlag- svísitölu og skert, en hinsvegar allir aðrir þættir látnir leika lausum hala,sem snertasjávarút- vegsafkomu eins mikið eða meira, svo sem álagning á þær nauðþurftir sem sjávarútvegur- inn getur ekki án verið, þá er vax- taþáttur sjávarútvegsins líklega nú einn allra stærsti örlagavaldur þess hvernig komið er. Hinn þáttur vandans, sem ís- lenskur sjávarútvegur verður nú að gh'ma við og sem hann stynur undir, er ofstjóm fiskveiðanna frá hendi ríkisvaldsins. Á meðan sjávarútvegur hér á landi er stærsti og veigamesti undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar, sem treysta verður á til gjaldeyrisöfl- unar, þá verður að búa honum betri skilyrði en nú. Úrrœði verslunarráðsins Verslunarráð íslands hefur látið frá sér fara úrræði í íslensk- um efnahagsmálum í mörgum liðum. Ég mun hér aðeins koma lítillega inn á þann þáttinn sem að sjávarútvegi snýr. Aðal boð- skapur verslunarráðsins í málefn- um sjávarútvegsins er sá að nauð- syn beri til að stórminnka veiði- flota og að miðin við landið verði seld á leigu hæstbjóðendum til af- nota. Og til vara, sem talinn er verri kostur, að kvótum verði úthlutað, en þeir megi síðan ganga að kaupum ctg sölum. Því er slegið föstu og hefur maður heyrt þann vísdóm áður, að með minni veiðiflota sé hægt að fá jafn mikinn afla. Reynslan af fiskveiðum á ís- landsmiðum segir hinsvegar allt aðra sögu. Hún staðfestir að með minni sókn, færri skipum, þá dregst heildar afli saman og lítil JÓHANN jéh' j e kúldjJMm J— eða engin aflaaukning verður hjá hverju einstöku skipi. Þetta er vel skiljanlegt þegar hin mikla víð- átta miðanna við landið er höfð í huga. Þá er hitt úrræðið það, að selja fiskveiðamar á leigu. Ekki er nú hægt að sjá hvemig slík að- gerð gæti bjargað stöðu íslenskr- ar útgerðar og fiskvinnslu. Við skulum nú setja upp þetta dæmi þannig, að einvhemtíma í fram- tíðinni komist inn á Alþingi svo vitlaus meirihluti þingmanna að hann setti lög um og framkvæmdi þessa tillögu Verslunarráðsins. Það sem mundi ske við slíka framkvæmd væri í aðalatriðum þetta: Nokkur fá fyrirtæki jafnvel í samvinnu við útlendinga mundu í skjóli fjármagns sölsa undir sig öll fiskveiðiréttindi á íslandsmið- um, aðrir væm þar útilokaðir. Eftir að svo væri komið gæti ég trúað, að ýmsum fleiri en kot- bændum mundi þá þykja þröngt fyrir dymm. Það er áreiðanlega ekki þetta, sem íslenskur sjávarútvegur þarfnast í dag. En þegar svona tillögur koma fram þá er nauðsynlegt að þær séu raktar til upphafs síns. Og það er auðvelt. Þær eiga sem sé uppmna sinn í heilabúum nokkurra háskóla- manna sem kunngjörðu þennan vísdóm sinn fyrir nokkmm ámm, til bjargar íslensku samfélagi. Síðan hefur tillagan um auðlind- askatt á íslenskar fiskveiðar, í formi sölu veiðiréttinda, legið í þagnargildi og menn héldu að hún mundi ekki skjóta upp koll- inum að nýju. Hinsvegar hefur tillaga þessara sömu manna um stórihinnkaðan veiðiflota hlotið betri áheym, enda hefur henni verið haldið á lofti með skipu- lögðum áróðri gegnum árin. En þessar gömlu lummur em nú í dag úrræði Verslunarráðs íslands til björgunar okkar sjávarútvegi, þeim atvinnuvegi sem skaffar meginhluta þess gjaldeyris sem verslunin notar til vömkaupa er- lendis og flytur til íslands. Því að- eins getur innflutningsverslunin gegnt hlutverki sínum með sóma, að hana skorti ekki nauðsynlegan gjaldeyri frá útflutningsatvinnu- vegunum til vömkaupa. Við lifum ekki á lánum, nema tak- markaðan tíma. Ef ekki á að leiða hmn yfir ís- lenskan sjávarútveg með at- vinnuleysi og öðmm þeim hörm- ungum sem því fylgja, þá verður að finna önnur úrræði heldur en þau sem felast í tillögum Verslun- arráðsins sjávarútveginum til handa. Útgerðargmndvöllurinn frá hendi stjómvalda á hverjum tíma verður að vera sá, að sæmi- lega vel rekin útgerð standi undir sér, þ.e. að skip með meðal afla geti greitt sinn útgerðarkostnað án allra vandræða. Þegar búið væri að koma þessu á hreint, þá á að láta skussana, sem ekki geta þetta, sigla sinn sjó. Þeir sem vel gera á þessu sviði eiga að njóta verka sinna. Það er þennan starfsgmndvöll sem vantar nú. íslensk fiskvinnsla og markaðir íslenskur sjávarútvegur hefur gengið í genum mikla þróun síð- an síðari heimsstyrjöldinni lauk. Fiskiskipafloti sem samsvarar nú þörfum sæmilega góðra aflaára hefur í fyrsta skipti í okkar sögu orðið að vemleika. Það má vel vera að einhver mistök um skipa- stærðir hafi orðið í slíkri alisherj- ar uppbyggingu og ekki nema eðlilegt. Þá háfa fiskiðjuver verið byggð hringinn í kringum landið sem svarar kröfum okkar tíma og markaðanna. íslenskar fiskiðn- aðarvömr em yfirleitt vel séðar af kaupendum erlendra þjóða sökum gæða og vandaðarar vinnu. Við höfum haslað okkur völl á kröfuhörðustu mörkuðum svosem fiskmarkaði Bandaríkj- (anna, - og stöndum þar í fremstu víglínu eftir mikla sókn. Slíka sókn þarf að efla á öllum okkar mörkuðum með vandarðar kynn- ingu á fiskiðnaðarvömm okkar. í þessu sambandi er mikil nauðsyn á því, að við getum komið fram með nýjar vömtegundir á freðfis- kmörkuðum okkar eins og Jap- anir hafa gert þarsem verðminna fiskhráefni er breytt í eftirsótta neysluvöm, sem selst fyrir hátt verð. Þetta er hægt sé nægur vilji og atorka fyrir hendi og eitthvert fjármagn lagt fram til lausnar vandans. Framsókn okkar á er- lendum freðfiskmörkuðum hefur hingað til verið gmndvölluð á þeirri vissu að við séum færir um það sem fiskiðnaðarmenn að standa jafnfætis þeim fremstu á því sviði. Þessari vissu verðum við að halda hvað sem það kost- ar. Tímabundnir erfiðleikar em nú á ýmsum fiskmörkuðum okk- ar. Þessum erfiðleikum þurfum við að mæta með réttum ráðstöf- unum. Fiskiðnaðurinn sjálfur verður þar að vera hugmyndarík- ur og hafa forystu. En jafnhliða verður hið ráðandi ríkisvald að skapa sjávarútvegi, útgerð og fiskvinnslu viðunandi gmndvöll tilað starfa á. — 23/7 1984 Jóhann J.E. Kúld. Þri&judagur 24. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.