Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 1
LANDIÐ ÍÞRÓTTIR sáttasemjara væru samtökin að sýna mjög afdráttarlausan vilja til að tíminn fram til 1. september yrði notaður sem allra best til samningaviðræðna milli deiluað- ila, en með vísun til embættis hans væri sáttasemjari sjálfkrafa settur yfir viðræðumar. Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands íslands sagði að kæmi ekki viðunandi lausn fram í viðræðunum myndi að lík- indum verða boðað til verkfalls í september og þá yrði sáttasemj- ari lögum samkvæmt að leggja fram sáttatillögu. Um hana yrðu síðan greidd atkvæði í allsherjar- atkvæðagreiðslu innan BSRB. Yrði hún samþykkt eða minna en helmingur félagsmanna tæki þátt í atkvæðagreiðslu væri verkfall úr sögunni, en öðmm kosti myndi hið boðaða verkfall koma til fra- mkvæmda. „Og ég get sagt þér að komi til þess, þá er mjög mikill hugur í opinberum starfsmönn- um og ekki síst kennurum“ sagði Valgeir Gestsson. ös Sjá bls. 2 Bensín Hækkunin er ríkinu að kenna Indriði Pálsson for- stjóri Shell: Bensín- verðið frá okkur hef- ur lœkkað Hver líter af bensíni kostar í dag 22.70 kr. Þar af eru um 60% af verðinu opinber gjöld og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. „Þegar talað er um hækkun á bensíni þá er olíufélögunum kennt um, þó bensínverð hafi í raun lækkað á síðasta ári. þe. sá hluti sem við ráðum, innkaups- verð og innlendi kostnaðurinn. Hins vegar hafa opinberu gjöldin hækkað um 60% á einu ári“, sagði Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs þegar Þjóðviljinn bar undir hann verðlagningu á bens- íni „Það er ansi mikið finnst mér að halda alltaf sömu prósentunni þegar gengið er lækkað eins og gerst hefur á undanfömum mán- uðum og ámm. Það þýðir ein- faldlega að opinbem gjöldin hækka í krónum talið og þegar þetta er orðið 13 - 14 krónur af verði hvers bensínlítra þá sér hver maður að þetta er orðið nokkuð mikið“, sagði forstjóri Skeljungs. -•g- Sjá bls. 3 Nú er hún ein. Tilhugalífið í vor var með besta móti og nú vona menn í sorg sinni yfir Stóra „Birni“ að svo verði uppskorið sem til var sáð. Mynd - eik. Sœdýrasafnið Er birnan með húnum? Tilhugalífið ígóðu standi í vor og vonir umfjölgun um jólaleytið Stóri „Björn “ lést úr blóðeitrun og verður líklegast stoppaður upp Talið er fullvíst að ísbjörninn sem lést í Sædýrasafninu fyrir réttri viku hafi látist úr blóð- eitrun. Sigurður Sigurðsson dýralæknir á Keldum krufði dýr- ið og hann sagði í samtali við ÞjóðvUjann að stór sár hefði ver- ið á annarri afturilinni sem hefði grafið í. ísbjörninn „Björn“ sem hann var kallaður var sá stærsti sem lifði í dýragörðum í heimin- um. „Það er afskaplega sorglegt þegar svona fer. Skepnan hefur ábyggilega tekið mikið út og ef þetta er frá einhverju sem fleygt ' hefur verið niður í gryfjuna, flösku eða öðm, þá verður að vona að þetta slys verði mönnum viðvömn og slíkt komi ekki fyrir aftur“, sagði Sigurður. Þrátt fyrir mikla sorg nánustu- vina bjamdýrsins, þá lifir nú sú von með mönnum að tíðinda sé að vænta í ísbjarnargryfjunni um jólaleytið. Ekki er talið útilokað að biman sem eftir lifir hafi fest fang í vor og sé með húnum. „Maður veit ekki hvað verður en ástarlífið hefur verið í góðu lagi bæði í ár eins og undanfarin tvö ár þó það hafi ekki borið ár- angur. Það er erfitt að spá til um þetta. Maður veit aldrei hvenær þeir hitta í mark“, sagði Jón Kr. Gunnarsson forstöðumaður Sæ- dýrasafnsins í gær. Það er ekki algengt að bjarn- dýr nái að fjölga sér í dýragörð- um, best hefur tekist til í þeim efnum hjá frændum vomm Dönum að sögn Jóns. Hann sagði að þetta gæti allt eins og orðið og ekki, það yrði þá kærkomin uppákoma. Dauði ísbjamárins á dögunum er ekki fyrsta dæmið um ónær- gætni gesta við dýr í safninu. Safnverðir hafa oft á tíðum orðið að sækja alls kyns aðskotahluti sem fólk hefur kastað að bjam- dýmnum og öpunum. Og selir hafa kafnað þegar þeir hafa gleypt slíka hluti. Vömðu þeir Jón og Sigurður mjög við því að fólk væri að gefa dýmnum eða kasta til þeirra híutum, það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og dæmi hafa sannað. ísbjöminn sem lét lífið af slík- um bjarnargreiða hefur verið fleginn og verður líklegast stopp- aður upp. - lg. __BSRB_ Samningum sagt upp Samþykkt að vísa deilunni strax til sáttasemjara og myndað verkfallsráð. Mjög mikill einhugur ríkti áfundi stjórnar og samninganefndar BSRB w Ígær samþykkti stjórn og samn- inganefnd BSRB með 70 sam- hljóða atkvæðum að segja upp launaliðum kjarasamnings síns og fjórmálaráðuneytisins frá og með 1. september næstkomandi. Jafnframt var samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa kjaradeilunni þegar í stað til sáttasemjara, en að sögn Krist- jáns Thorlaciusar formanns BSRB er þetta í fyrsta sinn sem samningaviðræðunum er vísað svo snemma til sáttasemjara. Þá var ennfremur samþykkt að mynda verkfallsráð fyrir 10. ág- úst sem sýnir þann baráttuvilja sem nú ríkir í BSRB. Kristján Thorlacíus sagði að með því að vísa deilunni strax til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.