Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 6
LANDÐ MUNIÐ FERÐJ im BOKINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþj ónustu, veðurf ar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Tónlistarkennari/ organisti Viö Tónlistarskóla Siglufjarðar vantar píanó- kennara sem jafnframt getur gegnt starfi org- anista viö Siglufjaröarkirkju. Ennfremur vant- ar blásarakennara við skólann. Upplýsingar gefa skólastjóri sími 96-71224 og formaður sóknarnefndar sími 96-71376. FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viögerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Siglufjörður Samgöngur Fimmtán flugferöir - engin bílferð Siglfirðingar vilja tengjast Norðurleið með áætlunarbíl til Varmahlíðar. - Mikill sparnaður miðað við að fljúga. Siglfirðingar eru óánægðir með hvernig háttað er sam- göngum við kaupstaðinn, einkum að því er varðar möguleikana á að komast landleiðina með Norð- urleið til Reykjavíkur, sem er mun ódýrara en að fljúga. Nú munu flugferðir milli Reykjavíkur og Siglufjarðar vera 15 á viku, eða rúmar tvær á dag. Mun það svipaður ferðafjöldi og undanfarin sumur. Að vetrinum eru ferðir eitthvað færri. Á hinn bóginn er Siglufjörður ekki tengdur við Norðurleiðarferðirn- ar milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Áætlunarferðirnar milli Siglu- fjarðar og Varmahlíðar voru lagðar niður fyrir nokkrum árum. Vilji Siglfirðingar því komast með Norðurleið er ekki annað að gera fyrir þá en láta aka sér í einka- eða leigubíl milli Siglu- fjarðar og Varmahlíðar eða a.m.k. til Sauðárkróks. 900-950 kr. sparnaður Flugfar milli Reykjavíkur og Siglufjarðar kostar nú kr. 1750. Er það meira en helmingi hærra en fargjald með áætlunarbíl. Ferðin með áætlunarbflum myndi kosta um 800 kr. Farið frá Varmahlíð til Reykjavíkur er nú kr. 605 og reikna má með að farið frá Siglufirði til Varmahlíðar kosti kr. 200. Sparnaður fyrir einn mann við að velja áætlun- arbílinn væri því kr. 900-950 og þó meira, því um leið og unnið er fyrir peningum upp í fargjaldið þarf einnig að vinna fyrir dálítilli fúlgu handa ríki og sveitarfélagi upp í skatta og útsvar. Fyrir venjulegt láglaunafólk er þannig beinlínis fjárhagslegur ávinningur að því að velja rútuna en flugið á þessari leið, enda þótt ferðin kosti vinnutap í heilan dag aukreitis, sem hún þó gerir næst- um aldrei. Dœmið um hjónin Við getum tekið dæmi þessu til skýringar. Hjón úr Reykjavík, bæði úr láglaunahópum, komu í ættingjaheimsókn til Siglufjarðar í sumar, ásamt börnum sínum tveim. Þau eiga ekki bíl en fengu far norður með kunningja sínum, sem staddur var syðra með bfl. Þegar þau fóru svo að athuga, hvað kosta mundi fyrir þau að fara með flugvél suður kom í ljós, að það var um 5250 kr. Fargjaldið með áætlunarbfl frá Varmahlíð til Reykjavíkur mundi hinsvegar aðeins kosta 1815 kr. En hvemig áttu þau að komast til Varma- hlíðar? Endirinn varð sá, að kunningi þeirra skaut þeim í Varmahlíð á einkabfl sínum gegn því að þau borguðu bensínið, sem var ríflega reiknað á 600 kr. Spamaður þess- arar fjölskyldu, miðað við það að fljúga, var því rúmlega 2800 kr., eða um það bil vikukaup annars hjónanna í dagvinnu að frádregn- um skatti og útsvari, og breytir litlu þótt þau hefðu orðið að bæta 200 kr. við farið til Varmahlíðar. Nú ber þess að geta, að á með- an áætlunarferðir vom daglega til Siglufjarðar, ásamt flugferðum, voru þær oft illa nýttar, enda flugið hlutfallslega miklu ódýrara þá en nú. Flugfélögin stilltu far- gjöldum í það hóf, að töluvert álitamál var hvort hagstæðara væri að ferðast með bfl eða flugv- él, þegar á allt var litið. Saga Siglfirðings Siglfirðingur, sem rætt var við um þetta mál; sagði: - Nú em það sennilega mark- aðsöflin, sem stjóma ferðinni á þessum sviðum sem öðmm. Því miður er það svo, að „frelsi fyrir- tækjanna“ virðist oft hafa þann tilgang og hlutverk fyrst og fremst, að nytja almenning sér til hagnaðar, eins og búpeningur er nytjaður. Samkeppnin í sam- göngumálum hingað hefur und- anfarið helst virtst liggja í því, að koma fram sem mestum hækkun- um á fargjöldum. Ef einn hækkar verðið þá gerir hinn það líka. „Samkeppnisaðilamir“ eru í reynd einokunaraðilar. Raunar er skiljanlegt að þeim veiti ekki af hækkunum til að geta haldið vit- leysunni áfram. Ég veit ekki hver nýtingin er á þessum 15 ferðum á viku, en ég trúi ekki fyrr en ég sannreyni, að nokkur skynsemi sé í þessum ferðafjölda. Mættu þeir, sem mest hneykslast á fjár- bruðlinu í sveitamannaatvinnu- vegunum eins og fiskveiðum og landbúnaði gjarnan gefa þessu og fleiri áþekkum dæmum gaum. Ekki má skilja orð mín svo, að ég sé neitt að abbast upp á flugfé- lögin. Þau mega mín vegna fljúga hingað á hverjum klt. allan sólar- hringinn. Mín krafa og margra annarra er einfaldlega sú að við fáum þó ekki væri nema 2-3 áætl- unarferðir á viku milli Varma- hlíðar og Siglufjarðar, í tengslum við Norðurleiðaferðirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur. Svo mælti Siglfirðingur. Hvar er ákvörðunar- valdið? Nú er það vitað, að í vetur sam- þykkti bæjarstjóm Siglufjarðar áskorun til samgönguyfírvalda um að tengja Siglufjörð áætlun- arleiðinni. Ekki verður séð að sú áskorun hafi borið mikinn árang- ur. Hvað veldur? Vantar viljann hjá yfirstjórn samgöngumála? Eða kannski getuna? Eru það einhverjir aðrir sem þarna ráða ferð og þá hverjir? Einu sinni var til stofíiun, sem skipulagði land- flutninga, einkum áætlunarferð- ir. Skyldi hún vera enn ofar moldu? Og að endingu: Af hverju vom umræddar áætlunarferðir lagðar niður? Má vænta þess að þær verði teknar upp á ný og þá hve- nær? Ef ekki þá hversvegna? Hér í blaðinu verður að sjálf- sögðu veitt rúm fyrir svörin, sem ekki verður að óreyndu dregið í efa að muni berast. bs/mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 24. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.