Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 5
rr.. '■ aRHHi i >*- hil" m % b' ■kS&'XÍ /v. . ■raill .. ■_ .' SpP X&Kv. 1 j ‘lifS F 1 . Hálf Afríka á vonar völ Þurrkar, spilling og einhæfir búskapar- hættir skapa hungur og skort. Neyðarhjálpin nauðsynleg hefur oft hœttulegar aukaverkanir. Um það bil 150 miljónir manna af þeim 500 sem í Afríku lifa búa nú við hungursneyð eða alvarlega vannæringu sökum þurrka og matvælaskoris. Mikilli fólksfjölg- un heldur áfram meðan eyði- merkur stækka, skógar hverfa og möguleikar á að snúa þróuninni við rýrna. Neyðarhjálpin, sem um það bil helmingur af 50 ríkj- um Afríku þurfa nú á að halda, hefur einatt mjög neikvæðar af- leiðingar eða nýtist illa. Árið 1973 kom til mikilla þurrka á svokölluðu Sahelbelti,í ríkjunum sem eiga lönd í Sahara- eyðimörkinni og fyrir sunnan hana. Þá var um það rætt að hjálpa þyrfti 30 miljónum manna í átta ríkjum. Nú er um fimm sinnum fleira fólk að ræða. Og þurrkarnir, sem hafa herjað á Afríku þrjú ár í röð, ná ekki að- eins þvert yfir álfuna frá Máret- aníu til Sómalíu, heldur og til stórra svæða í Afríku sunnan- og austanverðri. Mikil þörf í skýrslu sem FAO, matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í mars, er ráð fyrir því gert, að flytja þurfi um fimm Máretanía - land og þjóð eru að hverfa Ekkert land hefur orðið verr úti í hinum miklu þurrkum í Afr- íku en Máretanía. Á síðustu 20 árum hefur eyðimerkursandur- inn lagt undir sig fjórða fímmtu hluta haglendis. Af 105 miljónum hektara lands eru nú aðeins 15 miljónir eftir sem ekki eru eyði- mörk og enn versnar ástandið. Framsókn eyðimerkurinnar hefur hrakið fólkið til borganna. Til dæmis er höfuðborgin Nou- akchott flóttamannabúðir, þar sem um 500 þúsundir manna haf- ast við og verða flestir að lifa á ölmusu. En fyrir þurrkana 1973 bjuggu aðeins 25 þúsundir manna í borginni. Landið þarf 225 þúsundir tonna af komi á ári, en upp- skeran skreppur ört saman. Árið 1981 nam hún enn 60 þúsund smálestum en aðeins 15 þúsund- um í fyrra. Matvælaskorturinn leiðir til þess að mjög margir fá ekki að borða nema einu sinni á dag eða ekki það. Tveir þriðju hluti landsmanna fær ekki nægi- lega næringu. Landið er að hverfa - og fólkið með. og hálfa miljón tonna af korni til þessara landa og þar af áttu 3,2 miljónir smálesta að vera bein matvælaaðstoð. Loforð höfðu nokkru seinna fengist fyrir um 70% af þessu magni, en hingað til mun aðeins helmingur af því korni sem lofað var hafa komist á áfangastað. FAO hefur þar að auki reiknað það út, að fyrir utan matvælaaðstoðina og aðra aðstoð sem er „hefðbundin" ef svo mætti segja, þurfi um 100 miljarða doll- ara til framkvæmda, sem miða að því að grafa brunna og bæta að öðru leyti vatnsbúskapinn og gera annað það sem ýtir undir matvælaframleiðsluna í löndun- um sjálfum. Þeir sem að hjálparstarfi vinna segja, að ýmislegt hafi þeir lært frá 1973, en fáir þeirra munu halda því fram að ástæða sé til þess að fagna þeim árangri sem næst. Aðeins 16% af hinni al- þjóðlegu hjálp sem berst fer beinlínis til þess að efla matvæla- framleiðslu og 70% af þeim pen- ingum sem yfir höfuð ganga til þróunaraðstoðar fara í laun, far- arkostnað, stjórnsýslu, húsaleigu og bókhald og skýrslugerð. Með þessum hætti fer furðu mikill hluti hjálparfjársins aftur til þess lands sem aðstoðina veitir... Stefnu- breyting Þeim fjölgar líka jafnt og þétt meðal þeirra sem vinna að hjálparstarfi sem efast stórlega um þá hjálp sem kemur fram í úthlutun matvæla í stórum stíl. Matargjafir eyðileggja einatt matvælamarkaðinn á neyðar- svæðunum sjálfum og draga úr áhuga heimamanna á matvæ- laframleiðslu. Auk þess verða matvælagjafirnar einatt til þess að fela spillingu og mistök stjórnvalda á staðnum, sem og það hve ranga þróunarstefnu þau hafa tekið. Hitt er svo annað mál, að þegar mikill matvælaskortur knýr dyra, þá er hvorki staður né stund til að halda uppi flóknum umræðum um breytta stefnu í hjálparstarfi. Matur og pólitík Hungrið er líka notað í póli- tískum tilgangi. Stjórnvöld í Eþí- ópíu koma í veg fyrir að neyðar- hjálp berist til héraðanna Eritreu og Tigris, en þar eru stór svæði í höndum aðskilnaðarsinna. Sama gerir stjórn Zimbabwe í Ndbele- héraði, þar sem pólitískir and- tæðingar stjórnarinnar eiga helst von á stuðningi. Þá reyna margar stjórnir af ásettu ráði að halda niðri verði á matvælum í borgun- um, vegna þess að þau óttast að UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Mldvlkudagur 25. )úlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 þar kunni að koma til uppþota - kemur sú stefna síðan niður á öðrum byggðum landsins með ýmsum hætti. Nýlendufortíð hefur sitt að segja. Landbúnaður margra Af- ríkuríkja hefur verið sérhæfður við framleiðslu t.d. á kakó, kaffi, jarðhnetum og bómull, sem og öðrum landbúnaðarfurðum sem flutt eru út í stórum stíl af besta ræktunarlandinu - meðan öðrum landbúnaði hnignar. Samgöngu- kerfið er stundum þannig, að auðveldara er að flytja matvæli úr landi en koma þeim til annarra landshluta þar sem fólk sveltir. Hér við bætist að fólksfjölgun er meiri í Afríku en nokkursstað- ar annarsstaðar. Um 45% íbú- anna eru fimmtán ára og yngri, svo ekki mun draga úr fjölgun á næstunni. Þessi fjölgun hefur ver- ið mun meiri en sem svarar aukningu matvælaframleiðslunn- ar, sem hefur dregist saman um 10-20% á mannsbarn sl. 20 ár eða svo. Náttúru- spjöll Stjórnvöld í Afríkulöndum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.