Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 2
Bónus Atvinnusjúkdómar hrjá marga Mjöggóð svörun í könnun á vinnutilhögun ífata- og fiskiðnaði Athyglisverðar niðurstöður Gottsamstarfvið verkafólk og verkalýðsfélög Þessi könnun var framkvæmd árið 1982 um allt land og beindist að þeim greinum sem byggjast mest á vinnuafli ófag- lærðra kvenna, fiskiðnaði og fata- og vefjaiðnaði. Við sendum út um ellefu hundruð spurninga- lista og fengum mjög góða svörun, eða 93 prósent í fisk- vinnslunni og 91.5 prósent í fata- iðnaði. Þetta sagði Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, ein þeirra sem hefur starfað í Vinnuverndar- hópnum, sem sá um könnun á vinnuumhverfi og sjúkdómum starfsfólks í ofangreindum starfs- geinum, sem greint er frá á for- síðu í dag. Gott samstarf við verkalýðshreyfinguna „Þessi óvenju góða svörun byggðist á því að áður en við gerðum spurningalistana fórum við á flest landshorn, á Austfirði, Vestfirðina, ýmsa staði hér á suð- vesturhorninu, Norðurland og til Eyja, og höfðum fundi með trún- aðarfólki á vinnustöðum. Á fundunum kynntum við hug- myndir okkar og lögðum fram skissur okkar að spurningalistun- um. Við fengum mjög góð við- brögð og spurningalistarnir breyttust verulega frá hinum upphaflegu hugmyndum okkar eftir samráð við fólk út um allt land. Eftir að við sendum út list- ana höfðum við svo aftur sam- band við þetta fólk og fengum það til að hvetja starfsfólkið til að skila spurningalistunum. Síðan fórum við líka sjálf á alla staðina til að safna listunum" og Sigur- laug brosir við tilhugsunina um allar saumastofurnar og öll frysti- húsin sem hún er búin að heimsækja í tengslum við könn- unina. „En svörunin var samt ótrú- lega góð. Ég held að skýringin sé til dæmis sú, að fólkið sjálft hafði áhuga á henni og gerði sér grein fyrir nauðsyn hennar“. - A hvaða vegum er könnunin gerð? „Það var í rauninni jafnréttis- nefnd Norrænu ráðherranefndar- innar sem hafði frumkvæði að könnuninni og naut til þess stuðnings félagsmálaráðuneytis- ins. En það var svo sjálfur Vinnu- verndarhópurinn sem fram- kvæmdi könnunina fyrir þessa aðila. Það er líka rétt að geta þess að allan tímann áttum við mjög gott samstarf við verkalýðsh- reyfinguna hér á fslandi og það er eiginlega afráðið að hún muni sjá um að gefa út niðurstöður könnu- narinnar, þegar þær Iiggja endan- lega fyrir“. Vöðvabólga „Þessa stundina erum við að leggja síðustu hönd á skýrslu til ráðherranefndarinnar, sem mun fjalla um könnun okkar á af- kastahvetjandi launakerfum í fata- og fiskiðnaði en við höfum nú þegar kynnt hluta af niður- stöðunum ásamt öðrum gögnum á fundum með forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, bæði hjá Iðju, Verkamannasambandinu og miðstjórn ASÍ og fengum, held ég, bara góðar undirtektir". „Þess má geta“, sagði Sigur- laug, „að ég held að niðurstöðum okkar beri ágætlega saman við skýrslu sem var fyrir skömmu gefin út hjá Vinnueftirlitinu um atvinnusjúkdóma. Ég vil að vísu taka fram að ég hef ekki haft tök á að kynna mér þá skýrslu mjög náið en þar kemur fram einsog við fundum líka, að bæði heyrnarskemmdir og sjúkdómar í öndunarfærum eru mjög ofarlega á blaði yfir atvinnusjúkdóma. Við hinsvegar spurðum sérstak- lega um vöðvabólgu en það er víst ekki hefð fyrir því að kalla vöðvabólgu atvinnusjúkdóm þannig að það er ekki von þó þeirra sé ekki að miklu getið í skýrslu Vinnueftirlitsins. Læknar virðast ekki gera mikið af því að tilkynna slíka sjúkdóma sem at- vinnusjúkdóma til Vinnueftirlits- ins, þó þeir segi hins vegar kon- unum ósjaldan að vöðvabólgur sem þær þjást af stafi af atvinnu þeirra“. -ÖS Sigurlaug Gunnlaugsdóttir er ein þeirra sem hafa unnið (vinnuvemdarhópnum sem gerði könnun á bónusvinnu í starfsgreinum sem byggjast mest á vinnuafli ófaglærðra kvenna. Stóriðja Hvað kosta nefndirnar? Ekki vitað um kostnaðinn afnefndum Birgis Isleifs og Jóhannesar Nordal. Nefndarstörf víða um lönd. -Það liggja engar tölur frammi Árnason skrifstofustjóri í iðnað- nefndarstörfum samninganefnd um kostnaðinn af störfum þess- arráðuneytinu, þegar Þjóðviljinn ar undir forystu Jóhannesar Nor ara tveggja nefnda, sagði Árni spurði hann um kostnaðinn af dal annars vegar og störfum stór Gmnnskólinn í Stykkishólmi mun taka að starfa í nýrri skólabyggingu í haust. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi og er nú verið að Ijúka múrverki og frágangi hússins að utan. Mynd - eik. Stykkishólmur iðjunefndar undir forystu Birgis ísleifs Gunnarssonar hins vegar. Eftir því sem samningur Sverr- is Hermannssonar dragast á lang- inn við Alusuisse verður kostnað- urinn af nefndarstörfum samn- inganefndarinnar meriri. Nefnd- in hefur haldið fundi erlendis og í Reykjavík á því ári sem liðið er frá því hún hóf störf. Kostnaður- inn er talinn vera orðinn mjög mikill um leið og rýr árangur hef- ur orðið af þessu fundaþófi. Stóriðjunefnd Birgis ísleifs hefur farið víða um heim í þeim erindagjörðum að semja við út- lendinga um raforkukaup og stóriðju á íslandi. -Þetta eru nú nefndir sem eru nokkuð sér á parti. Þeirra störf eru það umfangsmikil og viður- hlutamikil miðað við þá stjórnar- stefnu sem iðnaðarráðherra stýr- ir eftir, sagði Árni Árnason skrif- stofustjóri. Árni kvað illmögu- legt að draga saman kostnaðinn, en hann yrði væntanlega ljós og samandreginn fyrir næstu ára- mót. -óg Verslunarmannahelgi Fjör við Galtalæk Um verslunarmannahelgina munu íslcnskir ungtemplarar og Umdæmisstúka Suðurlands gangast fyrir bindindismóti í Galtalækjarskógi og hefur slíkt mótshald verið árviss atburður í aldarfjórðung. í frétt af bindindismótinu segir að boðið verði upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá og eru nefnd nokkur dæmi. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja, Stefán Baxter mun sýna breikdans, barnadansleikur verður á palli og skemmtikraftrarnir Jörundur Guðmundsson, Sigurður Sigur- jónsson og Örn Árnason skemmta á kvöldvöku. Aðgangs- eyrir er 600 kr. fyrir fullorðna en börn yngri en 12 ára þurfa ekkert að borga. Nýi skólinn í hnust Karlarverri ökumenn? Fjárveitingar til skólabyggingarinnar knappar 6 ár síðan framkvœmdir hófust „Þetta er fyrsti hluti af bygg- ingu grunnskólans í Stykkishólmi sem verður væntanlega tekinn í notkun á næsta ári og að hiuta til í haust“, sagði Sturla Böðvarsson sveitarstjóri um byggingafram- kvæmdir sem vöktu athygli Þjóð- viljamanna á leið þeirra inn Stykkishólm og bæjarbúar sögðu langþráða skólabyggingu. „Byggingarframkvæmdir hóf- ust árið 1978“, sagði Sturla. „Svo sem víða hafa fjárveitingar til skólabygginga verið mjög knapp- ar og hefur því framkvæmd bygg- ingarinnar legið þungt á sveitar- sjóði. Á þessu ári verður unnið fyrir 10 milljónir en fjárveiting ríkissjóðs var 1 Vi milljón og nægði ekki til þess að greiða skuld ríkissjóðs vegna byggingar- innar um síðustu áramót“. Samkvæmt lögum um bygg- ingu skólamannvirkja greiðir rík- issjóður helming byggingar- kostnaðar og er gert ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki á 4 árum. „Það er alls ekki hægt nema ríkið standi við sinn hluta, því sveitarfélag á stærð við Stykkis- hólm ræður engan veginn við hlut ríkisins jafnhliða öllum öðrum verkefnum“, sagði sveitarstjór- inn við Þjóðviljann. -jp Rúmlega 300 urðu fyrr slysum í umferðinni fyrstu 6 mánuði ársins 281 karlmaður sat undir stýri en aðeins 60 konur þegar slysin urðu |»rjú hundruð manns slösuðust í ■ umferðinni fyrstu 6 mánuði ársins hér á landi og er þar um heldur fleiri að ræða en árið áður. Þá létust 8 manns á þessu tímabili sem er sami fjöldi og fyrstu 6 mánuði í fyrra. Þegar litið er á aldursskiptingu þeirra sem slasast eða látast í um- ferðinni kemur í ljós að fólki á aldrinum 17 - 20 ára er hættast því hvorki fleiri né færri en 63 þeirra sem verða fyrir meiðslum eru á þeim aldri. Flestir eru karl- ar eða 203 en 104 konur. Lang- flestir ökumannanna sem ullu slysunum eru karlar eða 281 á móti 60 konum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júli 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.