Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 7
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Svipmyndir frá niðurrifi Fjalakattarins í gær. Þar meö er lokið sögu þessa merka húss og má búast við steinsteypuflykki í þess stað áður en langt um líður. Ljósm. eik. In memoriam Fjalakötturinn ífyrradag var byrjað að rífa fyrsta og elsta leikhús ó íslandi og elsta kvikmyndasal sem vítað er um í heiminum Horft upp Bröttugötu nú (t.v.) og fyrir 1927 þegar Gamla Bíó var í Fjalakettlnum. í fyrradag var byrjað að rífa járn utan afgamla leikhússalnum í Fjalakettinum við Aðalstræti og verður hann sennilega rifinn til grunna næstu daga þó að þjóðminjavörður, umhverfismálaráð Reykjavíkur og fjölmargir aðrir aðilar hafi beðið þessu merkilega gamla húsi griða. Saga Fjalakattarins hefuroft verið rifjuð upp að undanförnu og hér verður lítillega minnst leikhúss- og kvikmyndasalarins - svo sem eins og í minningarskyni. Sumarið 1893 eða fyrir rúmum 90 árum lét Valgarður Breiðfjörð, þáverandi eigandi hússins Aðalstræti 8, reisa leikhússal fyrir ofan það. í Fjall- konunni 18. júlí 1893 segir svo um þetta framtak: „Þetta hús er hið fyrsta hér á landi, sem byggt er sem leikhús. Það er 27 álna langt og 14 álna breitt, tvíloftað og kjallari undir því ölllu. Leiksalurinn er yfir allt húsið uppi og er 8 álnir undir loft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.