Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 15
IÞROlflR Sund- yngri flokkar Bolvíkingar bestir Ægir laut í lægra haldi í fyrsta sinn á aldursflokkamótinu í Eyjum. Þrjú íslandsmet-mikil þátttaka. - Þau bestu á landinu, sagði þjálfari Bolvíkinga um sundfólk sitt við Þjóðviljamenn í Vest- fjarðarispu fyrir skömmu. A aldursilokkamótinu í sundi í Vestmannaeyjum um síðustu helgi kom í |jós að Hugi Harðar- son hafði rétt fyrir sér: UMFB vann stigakeppnina og er það í fyrsta sinn sem Reykjavíkurfé- lagið Ægir lætur fyrsta sætið af hendi í þessu móti. Ægir átti þó tvö íslandsmet í Eyjalauginni, Ingibjörg Arnar- dóttir átti meyjarmet í 50 m flug- sundi (34,7 sek) og í 50 m skrið- sundi (31 sek). Símon Þór Jóns- son, Bolungarvík, synti 100 m flugsund á nýju drengjameti, 1:09,1 mín. UMFB fékk alls 178,5 stig á mótinu, Ægir 166,8 stig. í þriðja sæti var HSK með 116 stig, því- næst Vestri og SH með 83 stig, og í sjötta sæti Skagamenn (75,1 sdg). KR fékk 26 stig, Óðinn 25, Vestur-Húnvetningar 20, Ár- mann og Siglfirðingar 15, Njarð- vík 14, Bo heimamenn 6 stig rgfirðingar 10,5, stig, UIA ekert. Alls var keppt í 34 greinum og var þátttaka mjög mikil. Bryndís Ólafsdóttir, HSK sigraði í 5 greinum, Ingibjörg Arnardóttir Ægi í fjórum. Sigurvegararnir: Stúlkur 200 m bringa Sigurlaug Guðmundsdóttir, ÍA..02:54,80 100 m bak Bryndís Ólafsdóttir HSK.......01:16,80 100 m skrlð Bryndís Ólafsdóttir HSK.......01:01,10 400 m skrið Bryndís Ólafsdóttir HSK.......05:02,30 100 flug Bryndís Ólafsdóttir HSK.......01:10,90 200 m fjórsund Bryndís Ólafsdóttir HSK.......02:39,80 4x100 m fjórsund HSK-a.........................05:07,20 Telpur 100 m bringa Bára Guðmundsdóttir Vestra....01.25,40 100 bak Hugrún Ólafsdóttir HSK........01:20,20 100 m skrlð HugrúnÓlafsdóttirHSK..........01:06,10 4x100 m skrið HSK-a.........................04:33,30 100 flug Ásta HalldórsdóttirUMFB.......01:15,90 200 m fjórsund Hugrún Olafsdóttir HSK........02:43,50 Meyjar 50 m bringa Ingibjörg Amardóttir Ægi......00:41,40 50 m bak IngibjörgAmardóttirÆgi.......00:38,60 50 m skrið Ingibjörg Amardóttir Ægi.....00:31,00 50 m flug Ingibjörg Amardóttir Ægi.....00:34,70 Piltar 200 m bringa Amjjór Ragnarsson SH..........02:42,20 100 m bak ÞórirM. SigurðssonÆgi........01:12,80 100 m skrið IngólfurArnarson Vestra......00:58,70 (Arnþór Ragnarsson SH á sama tíma) 400 m skrlð Amþór Ragnarsson SH...........04:35,47 100 m flug Ingi Þór Einarsson KR.........01:07,70 (Þórir M. Sigurðsson Ægi á sama tíma) 200 m fjórsund Ingólfur Amarson Vestra......02:29,00 4x100 m fiórsund Ægir.........................'04:47,20 Hugi Harðarson: landinu... þau bestu á Inglbjörg Arnardóttir; sigur í öílum grelnum í meyjaflokki og tvö islandsmet Drengir 100 m bringa Símon Þór Jónsson UMFB.....01:13,10 100 m bak SvavarÞórGuðnasonÓðni......01:15,00 100 m skrið Hannes M. Sigurðsson UMFB..01:02,40 (Slmon Þór Jónsson UMFB á sama tíma) 4x100 m skrið UMFB.......................04:29,60 100 m fiug Símon Þór Jónsson UMFB.....01:09,10 200 m fjórsund Símon Þór Jónsson UMFB.....02:32,10 Sveinar 50 m bringa Rögnvaldur Ólafsson UMFB...00:40,50 50 m bak Þorvaldur Hermannsson USVH 00:39,20 50 m skrið Karl Pálmason Ægi..........00:31,10 50 m flug Bryndís Ólafsdóttir; sigur f Astmar Ingvarsson UMFB 00:37,80 f|mm grelnum -m / kvöld Blikar - í kvöld halda Skagamenn í Kópavog og leika við Breiðablik í 8-liða-úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Islands- og bikarmeistarar IA eru nú með eina og hálfa hönd á meistaratigninni eftir sigurinn í Keflavík og hyggja gott til glóðar að endurtaka afrek sitt frá í fyrra, - að vinna bikarinn líka. Til þess þurfa þeir að yfirbuga Breiða- bliksliðið og verður þrautin þyngri á Kópavogsvelli fullum á- kafra stuðningsmanna sem heimta sigur eftir slaka heima- vallarframmistöðu Blikanna í sumar. Akranes vann Eyjamenn í Skaginn sextánliðaúrslitum (3:0) og Blikar Víði í Garðinum (5:1). Leikurinn hefst klukkan átta, - jafntefli ekki mögulegt. Sigurliðið keppir heima við Þrótt í undanúrslitum næsta þriðjudag. Á sama tíma og Skagamenn kljást við Breiðablik í bikarnum keppa í 2. deild þau lið sem út voru slegin, Víðir-ÍBV, í Garðin- um (komist Eyjamenn í land). 13. deild verða sex leikir: Fylkir- Grindavík, Víkingur Ó.-Selfoss, Stjarnan-Snæfell, Magni-Þróttur N., HSÞb-Huginn, Valur Rf.- Austri. -m / 3. deild-SV ÍK heppið ÍK, sem í Þjóðviljanum í gær var kallað lánlausasta lið landsins, var heppið að ná 2-2 jafntefli gegn HV á Skagan- um í gærkvöld. HV átti leikinn og sótti látlaust á löngum köflum. Hörður Sigurðsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr víti fyrir ÍK, en eftir 5 mínútur af síðari hálfleik jafnar HV (Egill Ragnarsson). Að vörmu spori komust hinir heppnu lánleys- ingjar aftur yfir með marki Ólafs Petersen. HV jafnaði svo úr víti þegar um kortér var eftir (Elís Víglundsson) en tókst ekki að hirða öll stigin þrátt fyrir öflugar tilraunir, þarámeðal sláarskot Sæmundar Víglundssonar beint úr aukaspyrnu rétt fyrir leikslok. Þeir Víglundssynir fengu við þetta tækifæri mikla blómvendi; hundraðasti leikur beggja með HV, sem er aðeins fimm ára ga- malt. VS/m Firmakeppni Vals Pakkað í 1. sæti Propac, lið frá fyrirtækinu Pökkun og flutningar, vann firma- og félagahópakeppni Vals í fótbolta og fékk að launum heiður, auglýsingu, verðlauna- pening, silfurplatta, farandbikar og kampavín. Rúmlega fjörutíu lið tóku þátt í keppninni og þurfti tvær helgar til að knýja fram úr- slit. f liði pakkara léku margir kunnir íþróttamenn, körfubolta- valsarinn Leifur Gústavsson og þrír KR-ingar, Guðmundur Al- bertsson handknattleiksmaður og þeir Willum Þórsson og Sævar Leifsson sem öllu jöfnu sparka í röndóttum búningum í 1. deildinni. -m Hoppoghí Hildibrandur í heimsókn Sýningarleikur við Augnablik á föstudag. Valsarar í hóp norður. Tvö ævintýralegustu lið á landinu etja kappi að hálfnuðum leik Breiðabliks og Þórs í 1. deild á Kópavogsvelli á föstudaginn, Hildibrandur úr Vestmanna- eyjum og Augnablik í Kópavogi. Liðin hafa vakið athygli vall- argesta fyrir óvænta sviðsfram- komu og leggja bæði mikla rækt við stfl og útíit innan vallar og utan, - hafa raunar bæði staðið sig með ágætum hvort í sínum fjórðudeildarriðli, og hafa eflaust sitthvað í pokahorni handa jafnteflisþreyttum fy rstudeildaráhorfendum. En aðaláherslan verður lögð á hopp og hí, bæði í leikhléi og fyrir leik Blika og Þórsara. Það er víðar en í Kópavogi sem menn horfa til leikjanna á föstu- dagskvöld með glýju í augum. Valsarar ætla sér að leggja KA fyrir norðan og stuðningsmenn hafa leigt sér rútu til að fylgjast með niðursölluninni. Farið kost- ar 1100 krónur og má skrá sig hjá Jóhanni á daginn (s. 54499) og Ellert á kvöldin (s. 79193). Sjalla- ferð um kvöldið er háð úrslitum í leiknum. . . -m Áttu að skora miklu fleiri Arnljótur Daviðsson maður vallarins í 4—0 sigri á Fœreyjum. Svíar rúlluðu upp dönsku meisturunum. Fjögur mörk gegn Færeyingum á Króknum og samt var íslcnska vörnin mun betri en sóknin. I hana vantar samvinnumenn og sóknarmönnum tókst að klúðra hverju færinu eftir annað, - verða að gera betur ef þeir ætla að vinna mótið! Á fyrstu mínútu björguðu Fær- eyingar á línu en Arnljótur Da- víðsson markaði stefnuna þrem- ur mínútum síðar, 1:0. Ingvi R. Gunnarsson á næsta mark á ell- eftu mínútu með hálfgerðri hjól- hestaspyrnu, mjög fallegt mark, 2:0. Eftir færeyskt sjálfsmark um miðjan fyrri hálfleik var enginn vafi á úrslitum en fleiri mörk létu á sérstanda í bili; markmaður bjargar af fótum Amljóts komn- um innúr, Heimir Guðjónsson skallar yfir af stuttu færi, Árnljót- ur er enn í dauðafæri en mark- vörður ver. Rétt fyrir leikhlé kemur fyrsta hættuskot gesta, í stöng. Stangarskot frá Alexander Högnasyni í upphafi seinni hálf- leiks, og bjargað á línu frá Arn- ljóti, á fimmtu mínútu skallar Ingvi naumlega framhjá og Heimir aftur á tíundu í dauða- færi. Arnljótur skorar loks fjórða mark íslendinga á þrettándu mín- útu. Skot frá Ingva sleikir slána þegar um kortér er eftir og skömmu síðar er færeyskt mark dæmt af vegna rangstöðu sem þótti vafasöm. Það sem eftir lifði var í sama dúr: Ingvi hittir ekki opið mark, Alexander skot og yfir í hlussufæri, Heimir í stöng, Amljótur skallar úr horni hárfínt framhjá. Fjögur núll. Á Húsavík skildu Finnar og Norðmenn jafnir án marka í á- takalitlum leik. Finnar voru betri. Svíarnir sterkir Svíar unnu sætan fimm marka sigur á Norðurlandameisturum Dana. Mörkin skomðu Kaj Esk- elinen, Peter Wibran, Per Olsen, Peter Wallentin og Jörgen Pers- son sem var besti maður vallar- ins. í hálfleik var staðan 1:0. Þótt tvö markanna megi skrifa á reikning danska markmannsins endurspegla úrslitin yfirburði Svía. Þeir léku nú mun betur en gegn íslendingum í fyrradag og eru líklegastir til sigurs í mótinu. Staðan: Finnland............2 1 1 0 8:1 3 Svíþjóó.............2 1 1 0 6:1 3 Island.............2 110 5:1 3 Noregur.............2 1 1 o 3:2 3 Danmörk.............2 0 0 2 2:8 0 Færayjar............2 0 0 2 1:12 0 Næstu leikir verða á morgun á Akureyri. íslenska liðið keppir við Norðmenn á aðalvelli klukk- an átta, Finnar mæta Dönum klukkan sex á KA-velli og Færey- ingar Svíum á sama líma á velli Þórsara. PS/AB/m N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.