Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 11
MINNING Lífsvefurinn er ofinn úr ævum einstaklinga. Þræðirnir sýnast okkur mislangir og gildir en eru þó eins langir og jafngildir lífinu sjálfu. Þess vegna er hver og einn ómissandi og óendanlega dýr- mætur. Samt verða oftastnær ekki nema örfáir varir við þegar einhver deyr. í hvert sinn, ekki nema örfáir til að sakna og syrgja og skynja hið óbætanlega. Þá ger- ist líka hið undarlega að maður uppgötvar, veit þá fyrst fyrir víst, að dáinn vinur mun aldrei hverfa manni. Við kynntumst Reinaldi strax í barnaskóla og leiðir skildu ekki fyrr en að afloknu stúdentsprófi í Flensborg. Pá fór hann einn vetur í Háskóla íslands í grísku og lat- ínu, síðan til Þýskalands að nema guðfræði við kaþólskan háskóla, og kom fæstum á óvart. Hann hafði einmitt lokið því námi þeg- ar hann féll svona óskiljanlega snöggt frá og hafði víst fullan hug á doktorsnámi þar úti. Hann var kaþólskur sósíalisti, mikill náms- maður og það sem öllu skipti; góður drengur. Það voru ekki alltaf innantóm orð, ef marka má Snorra Sturluson: „Drengir heita vaskir menn og batnandi.“ Við munum ákaflega vel eftir Reinaldi á barnaskólaárunum og í skátunum. Hann var fjörkálfur, kraftmikill og galsafenginn en h'ka foringi félaga sinna og upp- findingasamur skipuleggjari. Við munum einnig mætavel eftir hon- um í menntaskóla, íhugulum og alvörugefnum, stundum nokkuð einangruðum. Þá var hann náms- hestur og dúx. Um síðustu jól kom hann heim í frí. Við sáum ekki betur en íhug- Reinald Reinaldsson /• 27. unarmaðurinn og æringinn í hon- um væru að ná sáttum og hvorug- ur þyrfti að skyggja á hinn. Held- ur bættu þeir hvorn annan upp. Þá hktist Reinald þroskuðum eldhuga. Hann var fæddur 27. apríl 1958. Foreldrar hans, Renald Brauner tónlistarmaður í Þýska- landi og Þorbjörg Björnsdóttir bókavörður í Hafnarfirði. Reinald ólst upp hjá móður sinni, lengst af við Olduslóð rétt hjá klaustrinu. Út um stofugluggann þeirra sást hafið og, ef vel var að gáð, sjö kirkjur sem Reinald benti gestum sínum stundum á. Mæðginin voru mjög samrýmd og samtaka og stoð hvors annars alla tíð. Missir Þorbjargar er meiri en orð fá lýst. En það er huggun að minning hans lifir, að þræðirnir eru ekki stakir og að- skildir heldur mynda þeir einn vef. Við vottum Þorbjörgu okkar dýpstu samúð og samhryggjumst vinum og vandamönnum. fyrir hönd skólasystkina: Árni M. Mathiesen Hjálmar Sveinsson Við erum búnar að kveikja á kertinu og kaffið er komið á borðið. Sumsé allt tilbúið til að umræður hefjist. Hvar byrjum við? í kerskninni um aukaatriðin er greina lífsskoðanir okkar að? Með nokkrum góðum sögum um einkennilega karla og kerlur? Eða víkur talinu strax að framtíð- inni sem við erum mestanpart apríl 1958 - d. 12. jú / sammála um hvernig á að verða? Vitanlega skiptir ekki máli hvar við byrjum en við erum strax farnar að hlakka til. Við bíðum t.d. eftir örvunum þínum, þess- um sem þykjast vera yfirlætis- legar og hinum sem látast vera beittar; örvunum þínum öllum, sem er svo gott að fá í sig og svara jafnharðan með öðrum ámóta. Við bíðum líka spenntar einsog smástelpur eftir að þú glæsi- mennið, tággrannur og einnogni- utíu á hæð, breytist í persónuna sem saganfjallarum, t.d. íhruma konu á níræðisaldri sem höktir um stofuna með slitrótta rödd. Og við bíðum þess ekki síst að sjá alvöruna breiðast yfir andlit þitt meðan rómur þinn lýsir fegurð himinsins sem koma skal og stjörnunum björtu á festingunni sem skína yfir jörð jafnréttis og yndis. Okkur er sagt að þú sért farinn - en þú ert nú samt bara rétt ó- r 1984 kominn hérna innum dyrnar og hjá okkur muntu verða svo lengi sem önnur tórir. Ekki svo að skilja, við vitum að kveðjustund- in er í vissum skilningi upp runn- in. M.a. þess vegna sitjum við hér saman nú og innaní okkur ungur sársauki sem við reynum að leyna. Höfuð okkar viðurkenna aðdauðinnersjálfsagðasta stað- reyndlífsins en kenndir okkar taka fjarveru þína ekki gilda. Þess vegna - drífum okkur í disk- ússjónina og komum okkur síðan að verki. Þú sérð auðvitað um skipulagninguna, Reinald, eins og alltaf stóð til. Kannski verður auðveldara núna en fyrr að halda okkur hinum að verki. Við vitum jú að fegurð himinsins er á ábyrgð mannanna og nú ætti okk- ur að vera ljóst að það er oftast áliðnara en við höldum. b-|l Alles geben die Götter, die Unendlichen, Ihren Lieblingen ganz: Alle Freuden, die unendlichen, Alle Schmerzen, die unend- lichen, Ganz. -Goethe- Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Aldrei hafa þessi gömlu orð reynst svo sönn sem nú. Aldrei hefur neitt virst svo óskiljanlegt, óútskýranlegt sem nú. Reinald er dáinn. Enn hefur þessi harmafregn ekki fyllilega náð vitund minni, en kuldinn sem umlykur mig er staðreynd. Ég - og allir sem þekktum Reinald hér heima vorum farin að hlakka enn einu sinni til að fá að sjá hann koma heim í leyfi. Hann flutti alltaf með sér eitthvað ferskt og fagurt og heilt og göfgaði allt og alla sem áttu því láni að fagna að njóta samvista við hann. Per- sónuleiki hans var svo sterkur að hann fyllti allt umhverfið, hann var gáfaður og réttsýnn, óhrædd- ur að láta skoðanir sínar í ljós og sameinaði sína sterku guðstrú og róttækar jafnréttishugsjónir á dásamlegan hátt. Hann var heill. Þó hann síðastur allra viður- kenndi það, þá vissu allir að hann bjó yfir mjög óvenjulegum og miklum hæfileikum sem aðeins þeim hlotnast sem ætlað er stórt hlutverk. Það hlutverk rækir hann nú vonandi á æðri stöðum. Við sem nú syrgjum Reinald megum því vera þakklát fyrir að hafa þekkt hann. Hann heldur alltaf áfram að lifa með okkur í minningunni og auðga okkur öll og gera okkur að betri manneskj- um. Ég veit að þú, Þorbjörg, hefur öðlast hina dýpstu gleði með því að eiga son sem Reinald. Þess vegna veit ég að sorg þín er nú jafn djúp og sú gleði. Én ég veit jafnframt að Reinald hefur skilið eitthvað af krafti sínum eftir þér til handa sem mun lyfta þér upp úr djúpinu og opna augu þín á ný fyrir fegurðinni sem hann mat svo mikils. Ég votta þér, Þorbjörg, Vald- imar, Svönu og öllum aðstand- endum mína dýpstu samúð og bið Almættið að veita ykkur styrk og lýsa veginn framundan. Gróa Finnsdóttir. FRÁ LESENDUM Nú skal látið til skarar skríða W Það fólk, sem er fætt á árunum 1908 til 1918, sem enn er á lífi er nú komið á ellilaun. Á því tfma- bili, sem það starfaði til elli- áranna, hafa aldrei orðið í sögu þjóðarinnar eins miklar framfar- ‘Ir í efnahags- og menningarmál- um og þá. Raforkuver voru reist víðsvegar um landið, hitaveitur lagðar, hafnarmannvirki gerð, báta- og skipakostur stóraukinn, verksmiðjur reistar, skólar og sjúkrahús reist og íbúðarhús aukin og endurbætt. Þetta var ævistarf þeirra, sem enn eru á lífi og þiggja ellilaun, svo og alda- mótamannanna, sem flestir eru látnir. Nú verður kannski einhverjum á að spyrja, hvernig kjör þessa fólks eru og hafa verið á elli- dögunum, hvort það hafi ekki allt efnast vel á þessum árum og þurfi nokkra aðstoð í ellinni. En því er til að svara að flest af þessu fólki hugsaði lítið um að auðga sjálft sig og þeir, sem höfðu stritað alla sína ævi og eignast hús og kannski bát, lentu í klónum á fjárbröskurum og lána- stofnunum, sem sölsuðu eigur þeirra undir sig, og létu þá svo lönd og leið þegar þeir höfðu ekki þrek til að vinna meira. Svo var það að nokkrir góðir menn sáu, að svona aðferð við gamla fólkið sem hafði skilað þjóðinni svo miklu dagsverki var ekki sæmandi siðuðu þjóðfélagi og gátu komið því til leiðar að það fengi lífeyri svo það gæti lifað mannsæmandi lífi í ellinni og Tryggingarstofnun ríkisins kom- ið á fót. Þetta var mikil hjálp við gamla fólkið og minnkuðu áhyggjur þess mikið fyrir fram- tíðinni. Nú var óttinn við sveita- flutninga og gömlu hreppstjór- ana liðinn. Hreppstjóri að vestan En svo alltíeinu kom reiðar- slagið. Það var kominn hrepp- stjóri að vestan, sem átti að ráðs- kast með gamla fólkið, öryrkjana og sjúklingana. Nýir herrar voru komnir í vald- astól. Nú varð að spara fyrir þjóðfélagið svo að embættis- menn þjóðarinnar gætu haft mannsæmandi laun. Gamla íhaldsafturgangan var komin á kreik, það varð að byrja á þeim lægstlaunuðu, og til þess þurfti að fá mann að vestan til að fram- kvæma skítverkið. Og árangur- inn lét ekki á sér standa. Sjúkra- stofum var lokað fyrir öryrkjum og sjúkum, lyf og læknishjálp hækkuðu um helming og greiðsla úr tryggingum lækkaðar úr 7 þús. kr. niður í 5 þús. kr. á mán. Nú var alveg öruggt að gamla fólkið gat ekki lifað á þessum launum. Það var líka sparnaður fyrir ríkið. Þessi allsherjar hreppstjóri gat nú leikið sér með tilfinningar gamla fólksins eftir geðþótta sínum. Nú mátti enginn vera að því að taka upp hanskann fyrir það. Nr. 6253-3889. Skipuleggjum sóknina HaUdór Pjetursson skrifar: Þess skal fyrst getið , að mér líka vel breytingarnar á Þjóðvilj- anum nema það, að sumt af les- máli hans stendur á haus, en um það skai ekki fengist. Meira af samþjöppuðum smá- greinum, sem lengjast við lestur. Einnig fleiri, smærri viðtöl við allskonar fólk, sem vill lífsfyll- ingu án þess að vera með lífið í lúkunum. Ekki má síður benda á þýðingar í stuttu máli á glímu al- mennings við samskonar erfíð- leika og við erum að fást við. Þes- skonar tengsl eru bráð- nauðsynleg. Gleymum ekki að í raun er heimurinn alltaf að minnka þótt málið sé hið sama. Skilningur og tengsl þarf að aukast milli þeirra, sem verið er að mylja undir fótum. Höldum uppi hróðri þeirra, sem harðast hafa barist fyrir frelsi og menningu, og vitnum í orð þeirra og gerðir. Kynslóðaskipti og pólitík eu oft notuð í lágkúru- legum tilgangi. Menn úr flokkn- um með ýmsum nöfnum börðust stundum óhikað við hlið svo- nefndrar alþýðu. Tilgang þeirra og verk má ekki alltaf tengja við flokkanöfn. Séra Halldór á Hofi var konungkjörinn en gekk tign- um skrefum úr þingsalnum og af þingi er Danir ætluðu að þvinga af okkar síðasta neistann, sem nafnið maður tengist. Gleymum aldrei því, sem viturlega og vel er gert. Slíkt lifir og blómstrar enn í dag í elstu bókum þessa hnattar. Ráðamenn okkar, sem kann- ski er mismæli, eru svo ráðskertir að þess eru fá dæmi. Þeir eru það tvístimi, sem selja vill land okkar undir þann vígvöll, sem djöful- legastur er allra þeirra, sem sögur fara af. Þó eru menjar hans enn lifandi í Japan, sem heiðursmerki Bandaríkjanna. Ráðherrar hinna verstu afla þjóðlífsins hafa nú eðlað sig sam- an og ætla að mynda nýja fortíð. Þessvegna verða allir hugsandi menn að taka höndum saman áður en ný spellvirki verða unnin. Sóknina verður að skipuleggja nú þegar. MINNING Gunnar Tryggvason í dag verður til moldar borinn Gunnar Tryggvason frá Skrauthól- um sem andaðist í Landspítalanum 15. júlí s.l. Gunnar var búsettur í Seljahverfi og starfaði þar sem umsjónar- maður við Ölduselsskólann frá 1977. Á þeim tíma vora skólinn og hið unga Seljahverfi í öram vexti og fylgdist Gunnar af miklum áhuga með allri uppbyggingu þar. Við stofnun Seljasafnaðar 15. júní 1980 var Gunnar kosinn í sóknarnefnd og reyndist hann hinn traustasti liðsmaður í því mikla starfi sem framundan var í hinum nýja og fjölmenna söfnuði. Ótal verkefni biðu úrlausnar. Útvega þurfti bráðabirgðahúsnæði til guðsþjónustuhalds og annars safnaðarstarfs og átti Gunnar drjúg- an þátt í að leysa þau mál á farsælan hátt. Eftir að guðsþjónustuhald var flutt frá Seljabraut 54 í Ölduselsskólann veittu þau hjón Gunn- ar og Hallfríður margháttaða aðstoð og fyrirgreiðslu í sambandi við athafnir þar. Um leið og sóknarnefndin þakkar Gunnari samfylgdina og fórn- fúst starf er konu hans og sonum vottuð innileg samúð. Sóknarnefnd Seljasóknar Búnaðardeild Skiptist í þrjár undirdeildir Svo sem frá hefur verið skýrt hér í blaðinu var Véladeild SÍS lögð niður hinn 1. júlí sl. í stað hennar kom Búnaðardeild, sem skiptast mun í þrjár undirdeildir: Skrifstofustjórn, Vélar og Rekstrarvörur. Búnaðarvöradeildin tekur nú við þeim þáttum, sem áður til- heyrðu Búvörudeild Véladeildar og varahlutaverslun hennar, Fóðurvöradeild Innflutnings- deildar og sölu hennar á girðing- arefni, ásamt öllum þeim rekstri, sem áður tilheyrði Dráttarvélum. Megintilgangurinn með stofn- un Búnaðardeildar er að sameina verslun með allar helstu rekstrar- vörar landbúnaðarins, aðlaga viðskiptin breyttum verslunar- háttum og veita betri þjónustu. - mhg Birgðastöð endurgreiðir Tæpar 9 milj. til kaupfélaganna Birgðastöð SlS hefur nú endur- greitt kaupfélögunum 8.9 milj. kr. í tekjuafgang af viðskiptum síðasta árs. Er það um það bil 3% af vörukaupum kaupfélaganna hjá Birgðastöðinni á sl. ári. Samkvæmt samningi, sem gerður var fyrir allmörgum árum, er þessi upphæð lögð í séreigna- Mlðvikudagur 25. sjóð Birgðastöðvarinnar hjá Sambandinu þar sem hún geymist á fullum vöxtum í 5 ár, en er þá greidd út. Afkoma Birgð- astöðvarinnar hefur hinsvegar ekki leyft svona endurgreiðslur allt frá 1977, er síðast var lagt í sjóðinn. - mhg júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.