Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 6
AUGLÝSING um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1984 sé lokið. Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst, að álagningu opin- berra gjalda á árinu 1984 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hór á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1984 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að sóknargjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1984, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessar- ar auglýsingar. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag iiggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðs- manni skattstjóra dagana 25. júlí - 8. ágúst 1984, að báðum dögum meðtöldum. 25. júlí 1984 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiríksson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Noröurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörns- son. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Hailur Sigur- björnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björnsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guðmundsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson. Verkalýðsfélagið Boðinn Félagsfundur verður í Félagsheimili Ölfusinga Hver- agerði miðvikudaginn 25/7 kl. 20.30 og í félagsheimili Þorlákshafnar fimmtudaginn 26/7 kl. 20.30 Funda- refni: Atkvæðagreiðsla um uppsögn launaliða kjara- samninga. Stjórnin Svo skal böl bœfa TOLLI BEGGI KOMMI grammi ^ Lauð^vegur 17 Slmt 12040 Stýrimenn á farskipum Komið á fund farmanna og fiskimannasambands ís- lands um kjaramálin í dag kl. 14. Að loknumfundinum verða atkvæði grekfd um uppsögn kjarasamninga. Stýrimannafélag íslands Héraðsskólinn að Núpi Bjóöum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla ásamt tveim árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldis-, og almennri bóknámsbraut. Brautir þessar eru í samræmi viö námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aðilar að: Fjöl- brautaskólinn á Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnar- firði, Framhaldsskólar á Austurlandi, Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi og Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 og 94-8235. Skólastjóri Laus staða Staða starfsmanns við afgreiðslu og gagnaskráningu á Skattstofu Vesturlandsumdæmis, Akranesi, er laus til umsóknar. Laun skv. almennu launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upp- lýsingar gefur Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Akranesi. Um- sóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Skattstjóra Vesturlandsumdæmis fyrir 1. september n.k. Fjármálaráðuneytið, 23. júlí 1984. Héraðsskólinn að Núpi Skólaárið 1984 - 1985 bjóðum við upp á fornám eða hægferð í fjórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið samband í síma 94-8236 eða 94-8235. Skólastjóri Framhald á bls. 5 hafa mörg hver veðjað á iðnþró- un að vestrænni fyrirmynd, en þau áform hafa gengið heldur illa. Heimsmarkaðsverð á helstu útflutningsafurðum til iðnríkj- anna er nú 15% lægra en það var 1982. Ekki bætir það úr afleiðing- HEIMURINN um þessa viðskiptakerfis, að hin nýja yfirstétt sem risið hefur í Afríkuríkjum hefur reynst mjög frek til fríðinda og sóað miklu fé í ýmsar fáránlegar framkvæmdir sem áttu að verða henni til dýrð- ar. Og því fer fjarri að horfur séu á því að hægt sé að snúa þróuninni við. Ofbeit, vatnsskortur og gegndarlaus skógarhögg hafa meðal annars leitt til þess, að Sa- haraeyðimörkin færist suður á bóginn um sex kflómetra á hverju ári. Það lætur nærri að nytjaland á stærð við Ástralíu hafi horfið undir eyðimörk á undanförum árum. ÁB Matargjafir á Sahelsvæðlnu: englnn velt hve marglr munu deyja eða bíða varanlegt hellsutjón. Matvælagjafir geta gert illt verra Mestu skiptir að hjálpa fólki til sjálfsbjargar Afríka fær nú í sinn hlut meira en helminginn af allri matvælaað- stoð sem veitt er í heiminum, en alltof oft breytist neyðarhjálpin í þessháttar stöðuga aðstoð, sem hefur fleiri slæmar afleiðingar en góðar. Svo segir m.a. í grein eftir Dominique Hoeltgen í tímaritinu Jeune Afrique, en hér á eftir verður endursagður kafli úr henni. Versnandi matvælaástand í álf- unni allri hefur stuðlað að því að Afríka er langstærstur mótttak- andi matvælaaðstoðar í heimin- um. Árið 1981 fékk Afríka í sinn hlut 51% af samanlagðri matvæl- aaðstoð sem veitt var og 4,3 milj- ónir smálesta af mat, en hafa ber í huga að á tímabilinu 1955-1975 fékk Afríka f sinn hlut ekki nema fimm eða sex prósent af matvæla- aðstoðinni. í þágu hvers? Afríkuríkin hafa mikið sam- starf við Efnahagsbandalagið um þessi mál. En hjá Efnahags- bandalaginu hefur matvælaað- stoðin verið afhent yfirstjórn um- fram matvælabirgðanna í aðildar- ríkjunum. Þetta þýðir að sú freisting er sterk að losna við illseljanlegar umframbirgðir í formi matvælaaðstoðar. Þeim mun fremur sem um leið er opnað fyrir nýja markaði. Og þegar menn „gefa“ til að auka markaðshlutdeild sína, þegar pólitfskir og viðskiptalegir hags- munir eru hluti af aðstoðarkerf- inu - hvenær ætla menn þá sér svigrúm til að hugsa að raunveru- legum þörfum viðtökulandanna til langs tíma? Þau lönd sem aðstoð þiggja gera sér æ betur grein fyrir þeim háska sem tengist matvælahjálp sem hefur m.a. óheppileg áhrif á matvælaframleiðslu á hverjum stað og fjarlægir þá möguleika að löndin verði sjálfum sér nóg um matvæli. Þýðir þetta að árangur aðstoð- arinnar verði þveröfugur við það sem til var ætlast? Vissulega - því þegar „gjafahrísgrjónin“ flæða yfir markaðinn eins og nýlega gerðist í Bangui (höfuðborg Mið- Afríkulýðveldisins) - hvers vegna skyldu bændurnir þá reyna að framleiða matvæli, sem þeir geta ekki selt? Svo að ekki sé tal- að um breytingar á matarvenj- um, sem geta verið skaðlegar ekki aðeins fyrir efnahagskerfið á hverju svæði heldur og fært úr skorðum það næringarjafnvægi sem fyrir var. Stjórnmál og ölmusa Allt of oft breytist neyðarað- stoðin í stöðuga hjálp, án þess að þörfin hafi verið gerð upp með raunhæfum hætti. Stundum gefa yfirvöld upp tölur yfir þurfandi sem eru hærri en svarar til raun- verulegs íbúafjölda á viðkomandi svæðum. í mörgum þróunar- löndum er það auðveldara fyrir yfirvöldin að sækja um matvæla- aðstoð og selja hana (þrír fjórðu hlutar eru seldir eða útbýtt sem vinnulaunum) heldur en að vinna með þolinmæði að því að hressa við efnahagslífið heima fyrir. Yfirvöldin hafa þann augljósa hag af þessu, að með gjafakom- inu er hægt að halda verði á mat- vælum niðri í borgunum. En í staðinn eru helstu markaðir inn- lendra bænda - borgimar - þar með frá þeim teknar. En það er að sjálfsögðu þægilegra fyrir póli- tíkus að segja: „sjáið hvað ég er útsjónarsamur, ég hef útvegað þúsundir smálesta af matvælum", heldur en að skipuleggja endur- reisnarstarf sem ber ekki sýni- legan árangur fyrr en síðar. Matvælaaðstoðin er nauðsyn- leg til að berjast við hungrið - að minnsta kosti í neyðartilfellum. En þegar matvælum er dreift í borgum á kostnað þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda á þurrkasvæðum í sveitum, þegar aðstoðin heldur lífi í ölmusuhugarfari, þegar hún hvetur bændur til að rækta bó- mull í staðinn fy rir hirsi—þá getur lækningin verið verri en sjúk- dómurinn. áb endursagði. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 25. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.