Þjóðviljinn - 25.07.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Síða 13
11% lifa af byggingariðnaði Landsamband iðnaðarmanna hefur ákveðið að gangast fyrir iðnþróunarverkefni í byggingariðnaði. Byggingarstarfsemi er ákaflega mikiivægur þáttur í atvinnulífi landsmanna og í því sambandi má nefna að um 11% landsmanna hafa framfæri sitt af þeirri atvinnugrein. Nú hefur Landsamband iðnaðarmanna ásamt nokkrum öðrum aðiium ákveðið að efna tii iðnþróunar- verkefnis í byggingariðnaði. Á Atvinna Aukin tækni Þekking er forsenda árangurs Á blaðamannfundi er haldinn var á dögunum, var lögð fram á- fangaskýrsla starfshóps um nýja tækni. Þar kemur fram að brýn nauðsyn er til að auka hverskyns tækni, s.s. tölvunotkun. Því fylgir aukin menntun, nýir atvinnuveg- ir o.fl. Þessi skýrsla er fyrsti þáttur starfshópsins, og lýtur hann að öflun gagna. Þessi álitsgerð er að mörgu leyti byggð á reynslu ann- arra þjóða, og er hún ekki, að áliti nefndarinnar, endanleg. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar eru að ný tækni er nauðsynleg. Þar sem afkoma þjóðarinnar á- kvarðist af alþjóðlegri sam- keppnishæfni þá þurfi að bæta hana og þar skipti sköpum aukin tækniþróun. Bent er á að aukin tækniþróun kunni að valda tíma- bundnum erfiðleikum á vinnum- arkaði, þó er verra að gera ekkert og sitja eftir miðað við aðrar við- skiptaþjóðir okkar, því að þær leggja ofurkapp á að efla tækni- framfarir í löndum sínum. Að áliti hópsins er aðstaða ís- lendinga nokkuð góð. Bendir hann á t.d. að hér er lítið atvinnu- leysi og menntun þjóðarinnar all góð. Til að örva tækniframfarir er bent á ýmsar leiðir. T.d. er fjár- festing í tækni, efling atvinnu- greina s.s. örtölvutækni og efna- iðnaðar, aukið fjárstreymi til menntunar og endurskipulagning alls menntakerfisins. í skýrslunni er bent á að tækni- breytingar verði að gerast í sátt og samlyndi allrar þjóðarinnar, og númer eitt er upplýsinga- streymi, „þekking er forsenda ár- angurs.“ HS Happdrætti Flugklúbbur Egilsstaða Dregið hefur verið í happdrætti Flugklúbbs Egilsstaða. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1.018 2.505 3.353 4.110 5.477 6.668 7.364 8.753 9.452 10.17411.44012.677. . /Yil UTSyIVI Fagurs útsýnis get- ur ökumaöur ekki notiö ööruvísi en að stöðva bílinn þar sem hann stofnarekki öðrum vegfarendum í hættu (eða tefur aðra umferð). lliSB UMFERÐAR D biaðamannafundi nýlega kom fram að ýmsar ástæður væru fyrir þessu átaki en einkum væri nauðsynlegt að breyta markaðs- aðstæðum byggingariðnaðarins frá því sem áður var. Má þar nefna að viðhorf til húsagerðar, byggingarefna og aðferða hafa breyst með aukinni útbreiðslu einingahúsa og timb- urhúsa. Með auknum innflutn- ingi einingahúsanna hefur bygg- ingariðnaðurinn orðið sam- keppnisiðnaður og vafalaust eiga alkalískemmdir í steinsteyptum húsum þar stóran hlut að máli. Eins má nefna að áhugi al- mennings á fullbúnum húsum hefur stórlega aukist svo að út- boð á framkvæmdum á vegum opinberra aðila verða æ al- gengari. Síðast en ekki síst bendir allt til þess að eftirspurn eftir nýju húsnæði muni ekki aukast á næstu árum, heldur mun þörf fyrir viðgerðir á eldri húsum vaxa til muna. Verkefnin, sem ætlunin er að fást við, mun m.a. lúta að: Reikningshaldi, tilboðsgerð, vöruþróun byggingartækni og viðhaldi húsa. Leitast verður við að sníða efnið eftir óskum þátt- takenda og viðfangsefnum fjölg- að eða fækkað, eftir því sem könnun á áhuga iðnmeistara og fyrirtækja leiðir í ljós. Þessar upplýsingar komu fram á blaða- mannafundi sem áðumefndir að- ilar efndu til í gær. -hs STOFNFJÁRREIKNINGUR SKATTAIÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000.- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu - rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstœður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. Landsbankinn býður 1.54% vaxtaálag á þessa reikninga. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hœtti? Sé svo getur þú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfœrt þig við þá um rekstur fyrirtœkja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs - deildum Landsbankans LANDSRANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.