Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýöubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík í ár verður sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Þingvöll. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dagskrá, leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera þessa ferð bráðskemmtilega. Miðaverði er mjög still í hóf en það verður kr. 300.- fyrir fullorðna en kr. 150,- fyrir börn sem taka sæti. Allar nánari upplýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiða fer fram á skrifstofu ABR og eru alli hvattir til að panta sér far í líma og eigi síðar en 16. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefnd ABR Alþýðbandalagið í Reykjavík Munið Gíróseðlana fyrir fyrsta hluta flokks og félagsgjalda ársins 1984 Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá sem enn hafa ekki gert skil á fyrsta hluta flokks- og félagsgjalds ársins að gera það nú um þessi mánaðamót. Verum öll minnug þess að starf ABR byggist á því að félagsmenn (allir) standi í skilum með félagsgjöldin. .... Allir samtaka nú. bt,orn A Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæöu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7355. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf s. 8811. Stykkishólmur Þórunn s. 8421. Dallr Kristjón 4175. Ferðin er öllum opin og fyrir alla fjölskylduna. - Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). ÆSKULÝÐSFYLKING ALÞÝÐUBANDALAGSINS Skaftafell! Skaftafell! Hæ! Komið með í Skaftafell um næstu helgi, 27.-29. júlí. Þetta er ódýrasta ferð sem um getur, aðeins 700 kr. og er fæði innifalið allan tímann. Hafið samband í síma 17500 eða komið á Hverfisgötuna 105 fyrir fimmtudagskvöld. Við förum á föstudagskvöldið kl. 21.00 frá Hverfisgötu 105. Það verður glens og gaman - gleðjumst öll saman! Ferðanefndin. MUNIÐ FERÐJ VA$A BOKINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnumumallt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 LJÓSMÓÐUR vantar á Sjúkrahúsiö á Egilsstööum tímabiliö ágúst - desember 1984. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631 eða 97-1400. Grunnskóli Þorlákshafnar Handavinnukennara vantar aö grunnskóla Þorlákshafnar. Umsóknarfrestur til 15. ág- úst. Nánari upplýsingar hjá formanni skóla- nefndar í síma 99-3828 e.kl. 19.00. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Steingrímur Þórðarson byggingameistari Efstasundi 37 andaðist 24. júlí að Ási Hveragerði. Valgerður Steingrímsdóttir Kolbrún Steingrímsdóttir Sveinbjörg Steingrímsdóttir Guðrún Steingrimsdóttir Guðmunda Steingrímsdóttir Þórlaug Steingrimsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Sigþór R. Steingrímsson Þorvaldur Björnsson Elís Guðmundsson Pétur Ingi Ágústsson Guðmundur Jensson Jón Einarsson Hjartans þakkir fyrir auösýnda vináttu, hlýhug og samúö við andlát og útför Einars Jóhannssonar skipstjóra ísafiröi Elísabet H. Jóhannsson Lovísa Einarsdóttir OskarKarlsson Elísabet Einarsdóttir HörðurHögnason Einar Einarsson Margrét Einarsdóttir Sverrir Magnússon Konráð Einarsson Anna Jónsdóttir Kristinn Einarsson Sigríður Jónsdóttir Barnabörn og aðrir vandamenn i BRIDGE Hjónin Valgerður Kristjónsdótt- ir og Björn, forseti, Theódórsson stóðu sig með prýði í Landsliðs- keppninni, s.l. helgi! Undir „dulnefninu" Sigurðurog Valur skiluðu þau 2. besta árangri af 6 pörum, ásamt Sigurði B., Stefáni Páls., og Val Sig. Sem sé; „skrap" í veikindafor- föllum Sigurðar Sverrissonar. I eftirfarandi spili sköffuðu þau hjónin Jóni og Símoni og Guð- laugi og Erni góða sveiflu: S gef- ur, allir utan: Norður S 7 H - TG1097653 L KD1092 Vestur Austur S DG954 SA1063 HG762 H K10985 TK4 T 2 L 74 L853 Suður S K82 H AD43 T AD8 L AG6 Valgerður og Björn runnu í 6 lauf, í suður og þokkaleg slemma var í húsi þegar Guðmundur P. fann ekki spaðaútspilið. Ásmundur og Karl, sem einnig sátu N/S varð eilítið á í messunni, en þeir spiluðu gegn Jóni og Símoni. Sagnir: S V N A 1-L pass 1-H dobl pass 3-H 4-T pass 4-H pass 6-T(l?) pass Opnunin sterk, 1-H 6 plús punktar, neitaði 3 kontrólum, do- blið í austur eðlilegt. Ásmundur var nokkuð fljótur á sér að sýna ekki hinn litinn í lelðinni (6 lauf). Símon var ekki í vafa um útspil- ið, spaðaás og tapað spil. Það er ekki ólíklegt að Karl sitji í 6 laufum, ef horft er á hávöld hans í hálitunum, en Jón Ásbj. á að finna spaða útspil, eftir sem áður. Björn Eysteinsson og Guð- mundur Hermannsson fóru einn- ig flatt á N/S spilunum, í tígul slemmu. Þau hjónin spiluðu 2 umf. á sunnudag og skoruðu 69 (m.tal 60), sem framreiknað (allar set- umar) hefði gefið 173 vinnings- stig OG 1. SÆTI! SKÁK Það má kannski segja sem svo að fyrir nokkrum árum hafi menn alls ekki vitað hvort Kínverjar kynnu að tefla. En þeir hafa held- ur betur sýnt hið gagnstæða og það er á undanförnum Ólympíu- mótum sem þeir hafa velgt hinum sterku skákþjóðum undir uggum. *■■*■*■ f Gheorghiu hinn sterki fyrsta borðsmaður Rúmena hefur ef- laust átt sér einskis ills von er hann fékk þessa stöðu með hvítu gegn Liu nokkrum frá Kína, á Ól- ympíumótinu í Luzern 1982. Hon- um hefur sennilega reynst það erfitt að stoppa klukkuna eftir næsta leik Liu 24.-Dg1-H! (Kxg1 He1 mát). 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.