Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.07.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663. DJQÐVIUINN Miðvikudagur 25. júlí 1984 165. tölublað 49. órgangur Kröfugerð BSRB 30% á afla flokka Nái þessi krafafram að ganga þýðir hún 4-6000 króna launa hækkun fyrir obbann af opinberum starfsmönnum Kröfugerð opinberra starfs manna var ákveðin á fundi stjórnar og samninganefndar BSRB í gærkvöldi. Var samþykkt tillaga frá formanni samtakanna, Kristjáni Thorlacius, um að 1. september skyldu öll laun innan launastiga BSRB hækka um 30%. Kæmi sú hækkun í stað 3% hækkunnar samkvæmt núgild- andi kjarasamningi en auk þess hækkuðu launin um 5% 1. janúar i stað 3% hækkuníe sem núgild- andi samningur við ríkið kveður á um. „Pað var algjör einhugur um þessa kröfugerð á okkar fundi og hún samþykkt einróma“, sagði Kristján Thorlacius í samtali við Pjóðviljann í gærkvöldi. Auk meginkröfunnar er gerð krafa um að vaktaálag verði framvegis miðað við efsta þrep 16. launa- flokks og að lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna verði breytt á þann veg að að- ildarfélög BSRB fá samningsrétt hvert um sig um öll atriði kjara- samninga. „Pessi kröfugerð þýðir um það bil 4000-6000 króna hækkun launa hjá opinberum starfsmönn- um, það er nú allt og sumt. Lág- markslaun okkar yrðu 14.373 kr. miðað við efsta þrep en með þeirri kröfu erum við fyrst og fremst að lýsa yfír stuðningi við kjarakröfur VMSÍ og fleiri verkalýðssambanda. Sem dæmi má nefna að 6. launaflokkur myndi gefa 16.623 kr. í launum, 10. launaflokkur rúmlega 19.000 kr. og 19. launaflokkur gæfí um 26.205 kr. á mánuði. Obbinn af okkar fólki er í 6.-19. launaflokki þannig að þrátt fyrir þessa 30% tölu hækka launin á mánuði að- eins um 4-6000 kr. ef okkar kröfugerð nær fram“, sagði Krist- ján Thorlacius að síðustu. Áður hafði gengið treglega að ná samkomulagi en tvær megin- hugmyndir voru uppi og gerði önnur ráð fyrir 16 til um 25 prós- ent launahækkun eftir launa- flokkum og hin 16 til tæpar 45 prósent kauphækkunar. Tillaga Kristjáns mun hafa verið hugsuð sem nokkurs konar sáttatillaga eftir alllangar umræður á fundi forystufólks í BSRB undanfarna tvo daga. -v/ös Stykkishólmur 30 milljóna bensínstöð Áœtlað að framkvœmdum Ijúki á einu ári Framkvæmdir við eina stærstu bensínstöð landsins eru hafnar í Stykkishólmi. Jarðvinna er haf- in á 4.500 mJ svæði undir stöðina. Þjóðviljamenn á ferð í Hólminum í vikunni heyrðu að áætlaður kostnaður við framkvæmdir verði 30 milljónir króna. „Næsta vor verður gengið frá Sveinbjörn Sveinsson umboðsmað- ur olíufélaganna í Stykkishólmi. Þar eru hafnar framkvæmdir við eina stærstu bensínstöð á landinu og gert er ráð fyrir að hún verði fullbúin á ári. í baksýn má sjá skólabygginguna sem byrjað var á fyrir 6 árum og hótelið sem einnig var mörg ár í byggingu. Mynd - eik. byggingu 180 m2 húss á planinu ásamt því að lokið verður við stöðina“, sagði Guðni Magnús- son hjá Olís við Þjóðviljann. Að sögn Guðna verður jarðvinnu við nýju stöðina lokið í sumar og ef til vill einhverri steypuvinnu. „Það er löngu tímabært að fá nýja bensínstöð í Stykkishólmi. Ég er satt að segja undrandi yfir hvað bæjarbúar hafa sýnt mikið langlundargeð því aðstaðan hef- ur verið svo léleg“, sagði Sveinbjörn Sveinsson umboðs- maður olíufélaganna í Stykkis- hólmi. Olís, Essó og Shell sjá í sameiningu um bensínafgreiðslu á staðnum. Raforkuverðið 20 mills í Grikklandi Nýfallinn alþjóðlegur gerðardómur um 20.5 mills á nœsta ári. Afturvirkar hœkkanir. Deilan við Alusuisse vartekin úr slíkum gerðardómi! Gerðardómur í Lausanne í Sviss hefur kveðið upp úrskurð í deilu franska álhringsins Pechin- ey og grískra stjórnvalda. Raf- orkuverð til álvers Pechiney í - Nú er það uppi að kanna hvort ekki er hægt að gera sátt í málinu, nefndirnar halda áfram þangað til að sú sátt er komin, sagði Jóhannes Nordal formaður samninganefndar Islands og AIu- suisse í viðtali við Þjóðviljann í gær. Við gerð bráðabirgðasam- komulagsins í september í fyrra var ákveðið að taka ágreinings- málin úr alþjóðlegum gerðar- dómi, og setja þau í þrjár gerðar- dómsnefndir. Jóhannes Nordal sagði að ef gerð yrði sátt, þá myndi hún væntanlega ná yfír öll ágreinings- atriðin. „Þessi hugmynd kom upp á þessum fundi sem var að ljúka og umræður um þann þátt svo- Grikklandi verður 20.5 mills á næsta ári samkvæmt niðurstöðu gerðardómsins samkvæmt Metal Bulletin 20. júlí. Við gerð bráða- birgðasamkomulags íslands og leiðis að það á eftir að ræða það allt saman meira“, sagði Jóhann- es. Jóhannes kvað útilokað að sættir næðust um ágreiningsmálin áður en næsti fundur viðræðu- nefndanna yrði haldinn 23. og 24. ágúst. Málin væru keyrð sam- hliða. Fordœmi um hœkkun? Þá var Jóhannes Nordal spurð- ur hvort úrslit gerðardómsins sem féll á dögunum í Sviss í deilu franska álhringsins Pechiney og grískra stjórnvalda, sem felur í sér hækkun uppí 20.5 mills á Alusuisse sem nú er í gildi, var ákveðið að draga deilumálin úr alþjóðlegum gerðardómi sem þá hafði málið til meðferðar og setja í staðinn á þrjá gerðardóma næsta ári, fælu ekki í sér fordæm- isgildi fyrir raforkuverð til Alu- suisse? „Ég get nú ekki sagt um það, ég þekki ekki forsendur og eðli þessa dóms, það getur vel vefið að þær forsendur hafi gildi fyrir okkur“. Að lokum spurði Þjóðviljinn Jóhannes Nordal hvort hann væri bjartsýnn á að gangi saman í næstu lotu. „Ég er ekki bjartsýnn á að það gangi saman í næstu lotu, en ég held að það geti þá komið í ljós hvort málið sé komið á það stig að samningar séu að nálgast“, sagði Jóhannes Nordal formaður álviðræðunefndar. -óg skipaða' fulltrúum deiluaðilja. Frá þeim hefur ekkert komið. Gerðardómurinn í Sviss ákvað að raforkuverðið yrði hækkað fyrir árið 1983 úr 15 mills í 18.6 mills - þ.e. afturvirk hækkun. Á yfirstandandi ári, 1984, verður raforkuverðið til álversins 19.5 mills og á næsta ári 20.5 mills. Álverið í Grikklandi sem hér um ræðir notar um 10% raförku- framleiðslunnar í landinu, en ál- verið í Straumsvík fær um helm- ing allrar raforkuframleiðslu hér á landi. Aðgerðarleysi Togarar stopp í dag halda útgerðarmenn á Austfjörðum fund með þing- mönnum kjördæmisins og sjávar- útvegsráðherra á Egilsstöðum. Ef ekkert kemur út úr þessum fundi frá stjórnvöldum má telja nær öruggt að stöðvunin nái til allra togara á Austfjörðum um kvöldmat í kvöld. Fimm togaranna fyrir austan sem óvíst var hvort yrðu stöðvað- ir eru gerðir út í tengslum við kaupfélögin, en nú er reiknað með að jafnvel þeir stöðvist einn- ig í kvöld. - óg Nordal Viljum kanna sættir Gerðardómsnefndirnar verða þá felldar niður -og Staðfesta „Kom aldrei til greina“ Sverrir Hcrmannsson um gerðar- dómsnefndirnar: „Það lá alveg ljóst fyrir að ég gat aldrei sætt mig við nertt, neina niðurstöðu í þessum málum nema þá sem gæti talist dómur eða dóms-ígildi. Það vil ég leggja áherslu á. Það kom aidrei til geina, þó eftir væri leitað, að ég væri til viðræðna um samninga um þessi deiluatriði. (Þessi ummæli Sverris iðnaðar- ráðherra féllu í umræðum utan dagskrár, sem Hjörleifur Gutt- ormsson hóf 10. maí á alþingi). -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.