Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Heilbrigðiskerfið Gróði lyfsalanna Það eru ýmsir samverkandi þættir sem valda því að síðasta ár var iyfsölum nokkuð gott. Hins vegar á ég alis ekki von á því að þetta ár eða hin næstu muni reynast eins gjöful fyrir stéttina. Þetta sagði Guðmundur Reykjalín, framkvæmdastjóri Apótekára- félagsins, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir orsökum hinna gífurlegu tekna sem lyfsalar höfðu á síðasta ári. En þær endurspegluðust í því að engin stétt á jafn marga fulltrúa á listanum yfir hæstu skattgreiðendur, þrátt fyrir að fáar starfsgreinar séu jafn mannfáar. Guðmundur Reykjalín sagði að það væru þrjú atriði sem hefðu fyrst og fremst hjálpast að því að gera síðasta ár mjög gott fyrir apótekar- ana: launakostnaður væri hlutfallslega töluvert lægri en undanfarin ár, en jafnframt hefðu litlar gengisbreytingar og stöðugt verðlag gert það að verkum að álagningarprósenta sem Iyfsalar mega leggja ofan á iyfin sem þeir selja, hefði nýst miklu betur en undanfarin ár. En eins og greint er frá annars staðar í Þjóðviljanum í dag þá er lyfsölum leyfilegt að leggja á hvorki meira né minna en 72 prósent ofan á lyf út úr apótekunum! „Hins vegar vil ég árétta það“, sagði Guðmundur að lokum að í þau fjögur ár sem ég hef verið hjá Apótekarafélaginu, þá hefur útkoman hjá lyfsölum aldrei verið jafngóð og ég á ekki von á að þetta góðæri endurtaki sig“. -ÖS Heildarálagning gjalda á tekjuhæstu lyf salana víös vegar um landiö. Talan innan sviga sýnir hvar þeir voru í röð gjaldenda í sínu umdæmi. Söngnámskeið hefur staðið yfir hjá islensku óperunni í Gamlabíói undanfarnar vikur. Um 20 íslenskir söngvarar hafa tekið þátt í þessu námskeiði í raddtækni og túlkun hjá grísku söngvurunum Helene Karusso og Kostas Paskalis. Fimmtudagskvöld, annað kvöld, kl. 20.30 verða tónleikar með 16 söngvar- anna í Gamlabíói. Undirleikarar verða Kolbrún Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Elliðaárnar Reykjavík Birgir Einarsson Vesturbæjarapóteki (1) Christian Zimsen Laugarnesapóteki (5) Kjartan Gunnarsson Iðunarapóteki (7) ívar Daníelsson Borgarapóteki (8) Mogens A. Mogenssen Garðsapóteki (9) Karl Lúðvíksson Austurbæjarapóteki (10) Gjöld samtals kr. 3.287.834- 2.381.469- 2.131.647- 2.070,846- 1.906.529- 1.900.892- Reykjanes Benedikt Sigurðsson Keflavíkurapóteki (3) SverrirMagnússon Hafnarfjarðarapóteki (5) Matthías Ingibergsson Kópavogsapóteki (5) Werner I. Rassmussen Ingólfsapóteki (8) Vestfirðir Sigurður G. Jónsson Patreksapóteki (5) Vesturland Stefán Sigurkarlsson Akranesapóteki (2) Norðurland eystra OddurThorarensen Akureyrarapóteki (1) Dánarbú Ólafs Ólafssonar, Húsavíkurapóteki (2) Óli Þ. Ragnarsson Dalvíkurapóteki (8) 2.315.191- 2.242.417- 2.023.634- 1.568.090- 559.319- 942.269- 1.500.345- 853.739- 538.719- Norðurland vestra Sigurður Jónsson Apótek Sauðárkróks (1) 602.764- Lyfsalaskattar Þjóðviljinn greindi frá því fyrir helgi að víða um land eru lyfsalar í hópi tekjuhæstu einstaklinga. Þetta kemur fram í skattskrám sem nýbúið er að leggja fram. í meðfylgjandi töflu eru nöfn tekjuhæstu lyfsalanna í hinum ýmsu umdæmum og heildarálagningu gjalda við- komandi. Or töflunni má sjá, að ellefu lyfsalar greiða meir en miljón krónur í opinbergjöld, þaraf sjö yfir tvær miljónir og einn yfir þrjár miljónir. Sá er jafnframt skatthæsti einstaklingurinn á landinu. Hún sýnir ennfremur að í þremur umdæmum eru hæstu skattgreið- endurnir úr hópi lyfsala. Sextán lyfsalar eru tilgreindir í töflunni og allir eru í hópi skatta- kónganna í sínu umdæmi. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar haft er í huga að ekki er nema 39 starfandi apótek á landinu í dag. Þess má geta að talsvert margir lesendur Þjóðviljans hafa komið á framfæri þeirri skoðun sinni að það sé heldur kaldranalegt að meðan aldraðir, öryrkjar og aðrir sem þurfa stöðugt á lyfjum að halda skuli eiga í erfiðleikum með að kljúfa lyfjakostnaðinn þá skuli lyfsalar aldrei hafa lifað jafn drjúgt góðæri. -OS Gangtruflanirnar Veðrið veldur Sá orðrómur hefur gengið að tíðar gangtruflanir í bflum undanfarið sé bensíninu að kerina, þ.e. að oktanið í því væri ekki nógu mikið. í samtali við Arna Þorsteinsson hjá Esso, sagði hann að þetta væri ekki rétt, „það er ekki bensíninu um að kenna heldur veðrinu“. Árni sagði að það bensín sem nú er á markaðinum hefði ekki minna oktan en áður. f bensíninu þarf að vera 93 oktan og sending- in sem kom í júlí hefði mælst 93.5 oktan. Hann sagði að eðlilegasta skýringin væri veðrið. Tíðin und- anfarið hefur verið óvanaleg, þ.e. stöðug úrkoma og mikill raki í loftinu. Það virtist vera að ein- staka tegundir bíla þyldu ekki þessa vætu og þess vegna kæmu einhverjar truflanir fram. Árni sagði að við fengjum bensín frá Sovétríkjunum og Portúgal, frá USSR síðan 1953 og Portúgal 1978. Það eru öll olíufé- lögin sem fá sent bensín frá þess- um aðilum, sagði hann. HS Laxinn stöðvast í Teljarastrengnum Laxinn gengur ekki gegnum teljarann en búnkar sig í strengnum fyrir neðan. Reynt að örva gönguna með því að breyta rennsli árinnar og taka teljaragrindurnar í burt. Örþrifaráð segir formaður Elliðaárnefndar. að var hálfgert örþrifaráð hjá okkur að við tókum upp grindurnar í gærkvöldi og röðuð- um okkur síðan á ána og reyndum að reka laxinn upp frá Teljara- strengnum. Við höfum líka reynt undanfarið að minnka rennslið í ánni og auka það svo aftur í nokk- urn tíma í þeirri von að koma ferð á laxinn. Þetta sagði Garðar Þórhallsson formaður Elliðaárnefndar þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær út af því að grindurnar neðan við teljarakistuna voru teknar upp klukkan hálftíu í fyrr- akvöld til að reyna að örva laxinn til að ganga upp ána. Þetta mun ekki hafa verið gert áður. Ástæðan fyrir því að gripið var til þessa ráðs er sú, að undan- farna daga hefur laxinn búnkað sig í Teljarastrengnum, neðan- undir teljarakistunni, og ekki gengið lengra.. Á laugardag og sunnudag var hægt að sjá miklar torfur af laxi í strengnum, gamal- kunnur veiðimaður úr ánum gisk- aði á að hátt á annað hundrað laxa lægju þar sporð við sporð. Til dæmis um hversu treglega laxinn hefur gengið gegnum teljarann má nefna að frá föstu- dagskvöldi fram á mánudags- kvöld fóru ekki nema níu laxar gegnum hann. Garðar Þórhallsson kvaðst ekki halda að neitt væri að teljar- akistunni sem fældi laxinn frá því að ganga gegnum hana, og í sama streng tók framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Friðrik D. Stefánsson. „Hins vegar var hylurinn neð- anvið teljarann dýpkaður fyrir tveimur árum“ sagði Friðrik, „og þá tók laxinn upp á því að búnka sig þarna. Nú stendur til að grynnka hann aftur og sjá hvort þessu linni ekki“. í gærmorgun sáu blaðamenn ekki nema tvo laxa í Teljara- strengnum og því var augljóslega komin ferð á hann. Upp við Efri stíflu gengu fimmtán laxar hjá á skömmum tíma og þeir höfðu augljóslega gengið neðan úr Telj- arastreng eins og mátti sjá af sár- um sem nokkrir þeirra báru á skoltunum en þau koma af því að fiskurinn stekkur á eða nuddar sér utan í teljaragrindurnar. -OS Á þessari mynd sést að búið er að taka hluta af járngrindunum við teljarakistuna burt. Að sögn formanns Elliðaárnefndar, Garðars Þórhallssonar, var þetta „hálfgert örþrifaráð“. En eftir að búið var að taka grindurnar röðuðu Garðar og fleiri sér á ána og reyndu að reka laxinn upp stenginn. Ljósm. Loftur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.