Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vigdís forseti Þegar Vigdís Finnbogadóttir hefur annað kjörtímabil sitt sem forseti íslenska lýðveldis- ins fagnar þjóðin forsetanum. Á liðnum fjórum árum hefur Vigdís unnið hug og hjörtu lands- manna og verið glæsilegur merkisberi íslend- inga víða um heima. Fáir þjóðhöfðingjar í Evr- ópu hafa á þessu tímabili vakið slíka athygli. ísland hefur stækkað í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. Það er mikill vandi að vera kjörinn þjóðhöfð- ingi lítillar þjóðar sem fyrst og fremst á sjálf- stæði sitt menningu og manngildi að þakka. í embætti forseta lýðveldisins velur þjóðin þann sem hún vill að standi fremstur meðal jafningja og sýni jafnframt reisn og forystu þegar á reynir. Þjóðin á forsetann og gerir til hans mikl- ar kröfur. Ekkert hlutverk er vandasamara meðal okkar. Þegar Dr. Kristján Eldjárn lét af embætti var erfitt að setjast á Bessastaði. Kristján hafði notið sérstakrar virðingar og framkoma hans, ræður og skrif voru tákn hins besta í íslenskri menningu. Hann hafði gefið forsetaembættinu menningarblæ og alþýðlega reisn sem margir töldu að enginn gæti varðveitt þegar Kristján Eldjárn færi frá Bessastöðum. Vandi Vigdísar Finnbogadóttur var því mikill og margþættur. Fyrirmynd Kristjáns var þjóð- inni kær. Kosningabaráttan var hörð. Sagt var að hæpið væri að forseti væri réttkjörinn með minnihluta atkvæða þegar margir væru í fram- boði. Þær raddir eru nú þagnaðar. Andstæð- ingar Vigdísar töldu fyrri framgöngu hennar í baráttunni fyrir friðlýstu íslandi rýra mjög kosti frambjóðandans. Sú gagnrýni heyrist heldur ekki lengur. Möguleikar konu til að gera sig gildandi í valdaheimi karla og gegna fulltrúa- verkum á erlendri grund voru dregnir í efa. Þeir efasemdarmenn hafa nú þagnað. Á skömmum tíma vann Vigdís Finnboga- dóttir hug landsmanna með menningarlegri framkomu og athygli heimsins með persónu- leika sínum, þekkingu og mannkostum. Heim- sóknir Vigdísar Finnbogadóttur til annarra landa hafa vakið mun meiri athygli en hlið- stæðar þjóðhöfðingjaferðir. Menning íslend- inga hafði eignast glæsilegan fulltrúa og land- kynningin hefur skilað verulegum árangri í þágu útflutnings og viðskipta. Meðal íslendinga nýtur forsetinn einstakrar lýðhylli. Þjóðin gleðst yfir því að fyrir fjórum árum eignaðist hún sameiningartákn sem hún fær vonandi að njóta sem lengst. Heimsóknir til byggðarlaga allt í kringum landið, þátttaka í mannfagnaði og þingum ólíkra félagssam- taka, viðræður á förnum vegi og móttaka þús- unda á Bessastöðum hefur gert stórum hluta landsmanna kleift að kynnast forsetanum af eigin raun. Þau kynni hafa eflt traust almenn- ings gagnvart forsetanum og fest í sessi þá alþýðlegu reisn og menningarbrag sem þjóðin hefur í rás tímans tengt forsetaembættínu. Það er mikið lán að við Islendingar skulum enn á ný eiga svo glæsilegan og hæfan for- seta á Bessastöðum. í ölduróti stjórnmála og deilna sem löngum hafa verið fylgifiskur þjóð- arinnar er gæfa að eiga forseta sem sameinar með því að birta hið besta úr menningu og þjóðararfleifð íslendinga. Vigdís Finnboga- dóttir hefur náð því að færa þjóðinni slíkar gjafir. Þess vegna fagnar þjóðin á þessum degi að nýtt kjörtímabil forsetans er að hefjast. Þjóðviljinn árnar Vigdísi Finnbogadóttur heilla á þessum tímamótum. Megi íslendingar lengi njóta mannkosta hennar. KLIPPT OG SKORIÐ Skattar og ranglœti Morgunblaðið hefur af því nokkrar áhyggjur að vonum, að upp komst um strákinn Tuma, m.ö.o. Davíð Oddsson og lóða- kaupendur hans, svona rétt um það leyti sem almenningur er að fá skattseðlana sína. Leiðarastúf- ur er um „skatta og réttlæti" í blaðinu í gær og segir þar meðal annars: „Ekki er neinn vafi á því að mikið ósamræmi er í álagningu skatta eftir því hver er atvinnu- veitandi skattgreiðenda. Um hitt hvað menn hafa mikið fé um- leikis til að festa í lóðum eða öðr- um eignum segja skattseðlarnir ekki allt og er það of mikil ein- földun að álykta sem svo að maðkur þurfi að vera í skattfram- talinu vegna þess hvernig menn fjárfesta miðað við álagða skatta og tekjur“. Þetta er nú heldur dauflegur málflutningur, enda kannski ekki von að blaðið vilji taka stórt upp í sig í þessum málum. Það hljóta í flestum tilvikum að vera maðkar í mysu þegar fólk með „vinnu- konuútsvör" stendur í meirihátt- ar fjárfestingum: ekki hefur þeim öllum tæmst arfur skyndilega eða þessháttar. Og það sem mestu skiptir: þjóðfélagskerfið er allt með þeim ósköpum, reglur þess og óskrifuð lög og viðskipta- hættir, að þeir sem mest hafa um- leikis og þó einkum og sérflagi þeir sem teljast fara með ein- hverskonar rekstur, þeir finna sér ótal smugur til að flýja undan sköttum. Það er því einkar vand- ræðalegt þegar Morgunblaðið skrifar rétt eins og allt snúist um það hver er „vinnuveitandi skatt- greiðenda". Skattadæmin eru herfilegust hjá þeim sem skammta sjálfum sér tekjur og skatta - eða réttara sagt: skatt- leysi. Tilbrigði við aronskuna í greinargerðum um landsölu- málin, aronskuna svonefndu, höfum við hér að undanförnu rakið það, hvernig spásagnir um hernám hugarfarsins hafa verið að rætast. Bréf eitt sem birtist í Velvakanda Morgunblaðsins í gær er gott dæmi um það hvernig eitt leiðir af öðru í þessum mál- um. Bréfritari er einn þeirra sem aldrei hefur getað fyrirgefið skelfilegum „menningarvitum" sem tóku frá honum og hans lfk- um Kanasjónvarpið á sínum tíma. Nú telur sá sami að aftur sé farið að rofa til - kannski þurfi menn ekki lengur á íslensku sjón- varpi að halda innan tíðar, því nú sé að myndast svo mikil samstaða í aronskunni, að hægt verði að endurheimta það bandaríska. Um þetta segir meðal annars: „Er ekki verið að tala um að við eigum að notfæra okkur varn- arliðsmenn á Keflavíkurflugvelli og semja um frekari þjónustu og samskipti við þá? Eru afnot af sjónvarpi þeirra þar fráleitari en not af flugvellinum sjálfum? Ekki byggðum við hann. Eða er það fráleitara en að ætlast til þess að Bandaríkjamenn breyti lögum hjá sér, svo að við getum fengið flutninga frá þeim til varnarliðs- ins? Eða flugvélar fyrir Flug- leiðir? Um þetta hefur verið rætt við tvo ráðherra Bandaríkja- stjórnar. Hver er arinars munur- inn á fyrirgreiðslu og afnotum? Ekki var rætt við ráðherrana um afnot af sjónvarpi. Það var þó í almennings hag og honum til hugarléttis.“ Fóstureitrunin mikla Rétt um það bil sem ráðherr- arnir eru að tilkynna um efna- hagsráðstafanir tekur Andrés Kristjánsson þá á hné sér í NT og veitir þeim hirtingu með sínum hætti. Andrés hugsar mjög í myndum lífríkisins - í grein hans hefur ríkisstjórnin gengið þung- uð og þykir nú borin von að „óskabarnið“, sem stjórnin hét að afla þjóð sinni á þessu hausti, „verði annað en óburður einn“ - vegna þess að „illvíg fóstur- eitrun“ hefur nú altekið þunga ríkisstjórnarinnar eins og þar segir. Eitrun þessari lýsir Andrés m.a. á svofelldan hátt: „Og ekki var því að heilsa að látum linnti þegar ríkisstjórninni tókst loks að skríða upp á fjár- lagagatsbakkann, allri bláma- rinni og lemstraðri. Ferillinn síð- an hefur orðið að sleitulitlum hrakfallabálki, og á það orð bæði við hana sjálfa og áföll hennar, heimagerð og aðvífandi. Manni virðist öll sú slysni varla ein- leikin. Ýmsar íhaldsfreistingar virðast svo ráðríkar, að sumir ráðherrar hafa í engu tré við þær og vinna hvert skemmdarverkið af öðru til þess að þjóna þeim, eins og skattgjafir til erlendra sirkushrólfa með íslenskum handbendum og ívilnanir til gos- drykkjajarla eru gleggst dæmi um. En þó er mest og verst það freistingafall sem var í sjálfu verðbólgustríðinu, þegar það var notað til þess að færa stórfellda fjármuni frá launafólki og fram- leiðsluatvinnuvegum til verslun- ar og ýmissa bisniss-umsvifa og gróðaafla í þjóðfélaginu, eins og nú er berlegast komið á daginn með stórgróða þessara aðila. Þessum öflum voru gefnir lausir taumar og frjálsar hendur í allt of ríkum mæli þegar verst gegndi og hættan var mest á illum afleiðing- um á viðkvæmasta þroskaskeiði hinnar nýju vonar um betri tíð. Með því var sáð fræi óréttlætisins - einhvers hins hróplegasta rang- lætis, sem sýkt hefur þjóðfélagið á seinni áratugum eimitt þegar það var varnarlausara fyrir slíkri árás en nokkru sinni fyrr. Þetta hlaut auðvitað að valda þeirri fóstureitrun sem nú er að verða lýðum ljós“. Og Andrési líst ekki á blikuna: hann telur vonlítið að stjórnin finni heilsusamleg ráð sem dugi og muni hún uppskera svo sem til var sáð - með „uppreisn í hern- um“, uppreisn gegn þeirri ríkis- stjórn sem nú situr. áb DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttaatjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Össur Skarp- héðinsson. Ljóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Krístín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverö á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 1. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.