Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MODVWINN Miðvikudagur 1. ágúst 1984 171. tölublað 49. árgangur Skatturinn Hann er glæsilegur hópurinn sem hefur unnið undanfarlð að smíði útisviðsins í Atlavík. Só mun vera með þelm stærri ó öllum Norðurlönd- um.Það verður vonandi hresst fólk sem kemur til með að dansa ó honum. Það verða Dúkkulísur og Stuðmenn sem leika fyrir dansi. Að ógleymdum Ringó Starr, sem kemur til með að tralta og syngja fyrir væntanlega gesti. Á bls. 13, U-síðunni„ er sagt fró öllum mótsstöðum um Verslunarmannahelgina. Mynd BV 72% álagning á lyf Fulltrúar lyfjaseljanda ákvarða sjálfir verðið í verðlagsnefnd, þarsem þeir eru í meirihluta. Lyfsölum er í dag leyfilegt að leggja hvorki meira né minna en 72 prósent smásöluálagningu á lyf sem þeir selja út úr apótekum. Þessi háa álagning er ákvörðuð af lyfjaverðlagsnefnd en í henni eiga fulltrúar lyfjaseljenda, þ.e. apótekara, lyfjaheildsala og dýra- lækna, meirihluta. Þessar upplýsingar eru nokkuð forvitnilegar í ljósi þess að lyfsal- ar eru langfjölmennasta stéttin í hópi skattakónga í ár, samkvæmt skattskrám sem nýlega voru lagðar fram. En fjölmargir hafa komið að máli við Þjóðviljann og bent á hið hróplega misræmi sem felst í því að meðan almenningur kveinkar sér undan hækkun lyfja- verðs þá græða lyfsalar meir en nokkru sinni fyrr. „Ég tel þessa álagningarprós- entu alls ekki of háa. Það er ekki hægt að ætlast til þess að lyfsalar hafi svipaða álagningarprósentu og til dæmis þeir sem selja mat- væli“. Þetta voru viðbrögð Guð- mundar Reykjalín, fram- kvæmdastjóra Apótekarafélags íslands, þegar Þjóðviljinn spurði hann um hverning stæði á þessari gífurlega háu álagningu. „Þess verður að gæta að lyfsal- ar verða að liggja með mjög stór- an lager, því þeim ber lagaskylda til að eiga á lager hvert einasta lyf. Af þeim orsökum verða fyrn- ingar líka miklar, því lyfin ganga úr sér eftir ákveðin tíma og þá veður að fleygja þeim“. - Getur þetta stafað af rangri skipulagningu lyfsölu? „Það eru oft sveiflur í notkun einstakra lyfja sem erfitt er að sjá fyrir, til dæmis eru sum lyf notuð sjaldan en við verðum samt að Framsóknarþingmenn: hafa þau á lager. Svo vil ég líka vekja eftirtekt á því að það eru allt önnur hlutföll í launakostnaði hjá lyfsölum en öðrum sem standa í einhvers konar verslun. Þeir þurfa sérhæfari starfskraft og því dýrari. Jafnframt verða lyfsalar að taka bæði lyfjafræði- nema og lyfjatækninema í starfs- þjálfun og að sjálfsögðu að borga þeim sín laun“. -ÖS Sjá bls. 2 Geysir gys Geysisnefnd hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að ákveðið hafi verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 4. ágúst nk. Sápan vérður sett í hverinn um nónbilið (15.00) - og telur Geysisnefnd að gera megi ráð fyrir gosi nokkru síðar ef veðurskilyrði verða hag- stæð. —óg „Vaxtastefna gengur ekki“ Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson, allt annað en ánœgðir með efnahagsráðstafanirnar. Margir þingmcnn Framsóknar- flokksins eru allt annað en ánægðir með „nýmæli“ ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins í fyrradag var ekki gengið til atkvæða um til- lögurnar. Vaxtastefna stjórnar- innar gengur í berhögg við skoð- anir þingmanna flokksins, margra hverra að minnsta kosti. Ljóst er því að ríkisstjórnin situr á heitum kolum. „Ég er langt frá því ánægður", sagði Ingvar Gíslason, þingmað- ur og fyrrum ráðherra framsókn- armanna, ég held að þessi vax- tastefna gangi ekki til lengdar. Ég hef athugasemdir að gera við þetta og geri það kannski við tæk- ifæri. Þingflokkurinn hefur fund- að um þetta og ég hef tekið þátt í þeirri afgreiðslu. Við höldum áfram að styðja stjórnina", sagði Ingvar, „þótt við séum ekki ánægðir með alla hluti, sem þar fara fram“. Það sem framsóknar- menn hefði náð fram, ef svo mætti taka til orða, væri að greiða úr fyrir sjávarútveginum, „Ég tel að það hafi tekist og miðað við það, þá sættum við okkur við þessa úrlausn núna, í bili“ sagði Ingvar Gíslason. „Það var fyrst og fremst vaxta- málin, sem standa í manni og líka hvort þetta leysir vandann. Það er erfitt að átta sig á því“, sagði Stefán Valgeirsson framsóknar- þingmaður ennfremur í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Ég tel þetta ekki réttu leiðina í vaxta- málum“.Stefán taldi aðreynayrði á hvort aðgerðirnar næðu tilgangi og hver viðbrögð yrðu í sjávar- útvegi. Það er ljóst af viðtölum við þingmenn Framsóknar, að ráð- stafanirnar eru í veigamiklum atriðum í blóra við vilja þing- flokksins og óvíst hversu lengi þeir láta sér nægja að lýsa óá- nægju sinni. J.H. Vigdís undirritar eiðstafinn Forseti Islands Vigdís Finnbog- adóttir verður sett inn í embætti sitt í annað sinn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni og athöfn í Alþingishúsinu gengur forsetinn fram á svalir Alþingis- hússins með kjörbréfið í hendinni og minnist ættjarðarinnar. Athöfnin hefst með því að gengið verður frá Alþingishúsinu til guðsþjónustu í Dómkirkjunni, sem hefst kl. 15.30. í Dómkirkjunni verður leikin hljómlist eftir Pál ísólfsson, dr. Hallgrím Helgason og fleiri. Sungnir verða sálmarnir Almátt- ugur guð allra stétta eftir Eystein Asgrímsson, Víst ertu Jesú kóng- ur klár eftir Hallgrím Pétursson, Upp þúsund ára þjóð eftir Matth- ías Jochumsson og Gefðu að móðurmálið mitt. eftir Hallgrím Pétursson. Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup flytur ritningalest- ur. Flutt verður bæn og drottinleg blessun. Að aflokinni athöfn í Dóm- kirkjunni verður gengið til Alþingis, þarsem Land míns föður landið mitt, eftir Jóhannes úr Kötlum verður sungið. Forseti Hæstaréttar lýsir forsetakjöri og mælir fram eiðstafinn sem forset- inn undirritar. Þá gengur forseti fram á svalir Alþingishússins minnist ættjarðarinnar og flytur ávarp. Að því loknu syngur Dómkirkjukórinn þjóðsönginn. Blandaður kór undir stj órn Mart- I ins Hunger annast söng í kirkju | og Alþingishúsinu. Lúðrasveit leikur á Austurvelli. ~4g í Ágústfriður Dagana 2. til 12. ágúst n.k. gengst Friðarhreyfing Þingeyinga fyrir fundum og skemmtunum um land allt undir heitinu Ágúst- friður. I þessu tilefni er komin hingað til lands rokkhljómsveitin Kam- arorghestar sem skipuð er 5 ís- lendingum í Kaupmannahöfn. Ágústfriður er skipulagður í samráði við aðrar friðarhreyfing- ar í landinu sem og heimamenn á einstökum stöðum. Hann verður boðaður með sérstakri menningar- og fræðsludagskrá sem svo lýkur með því að slegið verður upp dansleik við undirleik Kamarorghesta. Friðaraðgerðir þessar hefjast á Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 2. ágúst n.k. og fara síðan and- sælis um landið og enda í Reykja- vík. Dagskráin á Höfn hefst í Sindrabæ klukkan 21.oo. Þar koma fram Dr. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur á Reyni- völlum, Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir tón- Ustarmenn, Sigurður Hannesson úr Leikfélagi Hornafjarðar, Þor- steinn Vilhjálmsson eðlisfræð- ingur og Bergljót Ingvadóttir frá Samtökum um friðaruppeldi. Dauðaslys Sá hörmulegi atburður varð í gærmorgun að mað- ur féll úr krana við Seðla- bankabygginguna. Hann mun hafa látist tveimur til þremur tímum seinna. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.