Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR OL-handbolti Jafnt við júkka! Islenska liðið kemur á óvart Barfst á miðjunni: Guðmundur Torfason og Jósteinn Einarsson á stökki, tii hægri Willum Þórsson. Mynd: Loftur. Fram nappaöi sigri KR betra lið í slökum leik á Valbjarnarvelli. íslendingar höfðu lengst af fjögurra marka forystu í leik sín- um við Júgóslavíu í öðrum riðli í handbolta á ólympíuleikunum sem fram fóru í gær en á síðustu mínútunum glotruðu þeir niður þessari forystu er Júgóslavar fengu tvö vítaköst I röð og náðu góðum gegnumbrotum. Loka- staðan var jafntefli, 22:22. Sann- arlega vonbrigði eftir að flestir- höfðu talið sigurinn vísan. Reyndar voru Júgóslavar taldir með sigurstranglegustu liðum fyrirfram og áttu fæstir von á þessari frammistöðu hjá okkar mönnum. Sigurður Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins en Júgósla- varnir jöfnuðu fljótt og var leikurinn í jafnvægi framanaf. Komust Júgóslavar yfir 2:3 og var það í eina skipti í leiknum sem þeir höfðu yfirhöndina. Eftir að staðan var 5:5 voru íslendingar ávallt yfir og varð munurinn mestur er fyrri hálfleik lauk 12:8. Þessu forskoti héldu svo íslend- ingarnir eins og fyrr segir mestall- Siglfírðingar unnu Eyjamenn 2-1 í hörkuleik á Siglufírði í gær- kvöldi. Barist á báða bóga og hvergi gefið eftir. Eyjamenn sóttu meira en framlínumenn KS voru hættulegri og sendu gestina heim stigalausa. Björn lngimarsson skoraði fyrsta mark leiksins úr góðu lang- skoti á fímmtu mínútu og allan hálfleikinn er járn í jám, Vestmannaeyingar þó ívið betri. Færin hinsvegar fá. í seinni hálfleik byrja Eyja- menn á stífri sókn og á 10. mínútu leikur Kári Þorleifsson á þrjá siglfirska varnarmenn og skorar yfir markvörð. Jafnt, og leikur- inn jafnast líka. Á 17. mínútu skýtur Björn Ingimars úr aukaspyrnu, Eyja- an seinni hálfleik og á tímabili var fimm marka munur. Um miðjan seinni hálfleik var tveimur ís- lendingum vísað út af í einu, þeim Þorbirni og Alfreð sem sýnt höfðu mjög góðan leik og söxuðu þá Júgóslavar á forskotið og var staðan þá um tíma 18:16. En ís- lendingum tóks aftur að ná fjög- urra marka forskoti og staðan var 22:18 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá hófst ógæfukaflinn. Flest mörkin skoraði Sigurður eða 8 talsins, næstflest Þorbjörn 4, þá Atli 3, Kristján 2, Alfreð 2, Þorgils 2 og Bjarni 1. Varnarleikur íslendinga var lengst af frábærlega góður, ekki síst hjá Einari markmanni. Þetta var harður og opinn leikur en mörg marktækifæri fóru forgörð- um hjá báðum liðum. í hinum riðlinum í handbolta á OL unnu frændur og vinir ágæta sigra: Sviþjóð-S-Kórea 36-23, Danmörk-Spánn 21-16. markmaður ver mjög vel í stöng og út en Friðfinnur Hauksson fylgir vel á eftir og skorar sigur- mark Siglfírðinga. Mikil harka færist í leikinn eftir þetta en einu færin eru sem fyrr heimamanna: Björn kemst tvisv- ar innúr en markmaður ver vel. Kári Þorleifsson var hættuleg- astur Vestmanneyinga, Þórður Hallgrímsson liðugur í vörninni. Siglfirðingar léku allir mjög vel; oft fallegt að sjá til Colins hins enska. Með sigrinum eru norðan- menn komnir í þriðja sætið í deildinni, stigi á eftir Völsung- Af hverju eru undanúrslit í bikarkeppninni látin fara fram á Valbjarnarvelli og ekki á aðal- leikvanginum? Til hvers er hinn eiginlegi Laugardalsvöllur? Og af hverju er ekki reynt að hieypa lífí í undanúrslitaleik í bikarnum með einhverjum hætti, til dæmis þeim að auglýsa víðar en í Mogga til að fá fleiri áhorfendur? Bikar- leikir eru oftast skemmtilegri en venjulegir deildarleikir, ekki síst nú þegar úrslitin eru nær ráðin á toppi deildarinnar, - og í bikar- leikjum eru skoruð mörk, - það sem fólk kemur til að horfa á. Áhorfendur í gær á leik Fram og KR voru ekki nema rúm Val- bjarnarvallarstúka. En aðal- spurningin er: af hverju leika lið- in ekki betri knattspyrnu? Fram er komið í úrslit í bikarn- um gegn Skagamönnum eftir 3-1 sigur á KR-ingum í gær. Leikur- inn var harður en ekki góður, kýl- ingar og þvögur. KR betra liðið, tilhlaup á miðju og í sókn, en Fram skoraði mörkin. Frammarar áttu fyrsta færið á fimmtu mínútu þegar Sverrir Haraldsson fékk boltann framan- við hálfopið mark, en stöðvar hann með hendinni og ekki fætin- um. Frammarar sóttu meira á fyrstu mínútunum en það snerist fljótt við og KR-ingar voru mun betri í fyrri hálfleiknum. Á fimmtándu mínútu sendir besti maður vallarins Sæbjörn Guð- mundsson KR boltann á Ágúst Má sem skallar yfir í þokkalegu færi. Um miðjan hálfleik lendir í þvögu framanvið KR-markið, Stefán markmaður áttar sig ekki á ferðum knattarins og fellur afturfyrir sig og skömmu síðar lallar boltinn í netið. 1-0 fyrir Fram, og Guðmundur Steinsson er talinn hafa skorað. Sumir vall- argesta segja sjálfsmark en enn fleiri segja hendi á Fram. KR-ingar sækja nokkuð stíft frammað hléi og stundum netti- lega, en Frammarar náðu skæðum skyndiupphlaupum gegnum leka KR-vörn. Þannig átti Hálfdán Örlygsson mögu- leika á síðustu mínútu en missti boltann í einvígi við síðasta mó- híkanann í KR-vörninni. KR hefur seinni hálfleik á sókn, missir boltann og Framarar hlaupa gegnum varnarmenn KR- inga sem horfa hissa á Guðmund Torfason spila sig inná teiginn og skora fjærstöngina inn án þess að Stefán markmaður áttaði sig á að leikurinn var byrjaður aftur. Óskastart í seinni hálfleiknum sem var mun jafnari en sá fyrri og raunar grófari líka. KR sótti meira og fékk gott færi á 22. mín- útu þegar sent er innfyrir Fram- vörn, sem hleypur áfram í mis- heppnuðum rangstöðuleik, en Sævar er of fljótur á sér og skýtur framhjá. KR-mark í loftinu, og kom þegar rúmt korter var eftir með góðu skoti Hálfdáns Örlygssonar í hornið fjær. KR-sóknir það sem eftir var en ekki nógu beittar og Frammarar eiga hættuleg fram- hlaup. Þegar 8 mínútur lifa leiks- ins eiga Frammarar dauðafæri úr einu slíku en skotið framhjá. Og þegar tvær-þrjár mínútur eru eftir brýst Viðar Þorkelsson inn- úr KR-vörninni og eina bjargráð Stefáns í markinu er að fella Viðar. Víti, og úr því skorar Kristinn Jónsson. Þrjú eitt. Guðmundur Steinsson og nafni hans Baldursson í markinu bestir Frammara sem ekki sýndu í þessum leik að þeir hafi neitt í Evrópukeppni að gera en þangað eru þeir nú komnir nema tíðindi verði í 1. deild. Snæbjörn sívinn- andi og besti maður á vellinum, honum næstir af KR-ingum Gunnar Gíslason og Jón G. Bjarnason. Liðið er loksins farið að ná sér á strik í sókninni en miðjan sein að koma vörninni til aðstoðar. Dómarinn Sævar Sigurðsson átti erfiðan dag í hörðum leik. Það er auðvitað ekkert vit fyrir dómara að þurfa að sæta ákúrum vallargesta í dagblöðum, en fyrir utan fýrsta markið varð ekki ann- að séð við hliðarlínu en hann hefði gleymt tveimur vítum á hendi, sínu hvorum megin í seinni hálfleik. Gul spjöld: (réttilega): Þor- steinn Þorsteinsson, Örn Vald- imarsson, Viðar Þorkelsson, Fram; Ágúst Már Jónsson, KR. -m Eftir tvo fyrstu dagana í Los Angeies hafa verðlaun hlotnast þessum þjóðum: G S B Bandaríkin 9 6 Kanada 3 3 Kína 3 2 1 V-Þýskaland 3 1 3 Ástralía — 1 4 Frakkland _ 1 1 Svíþjóð - 1 Brasilía _ 1 Bretland — — 2 Japan - - 2 Holland — — 2 Noregur - - 1 Belgía — — OL Ingi féll út Ingi Þór Jónsson komst ekki áfram úr undanriðli í 100 metra skriðsundi á leikunum í gær. Hann synti á 56,31, sem er rétt við íslandsmetið og varð 6. af 7 í sín- um riðli. íslendingar á OL Rolegt í dag Það verður lítið um að vera hjá íslendingum í Los Angeles í dag. Aðeins siglingamennirnir Jón Pétursson og Gunnlaugur Jónas- son eru í gangi, - ef þeir hafa ekki fallið úr keppninni í gærkvöld, sem ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun, vegna tímamunar- ins. um. RB-Siglufírði/m OL Skotfimi-sund-lyftingar Austrið er rautt við lóðin Úrslit á mánudaginn í Los Ange- les: Lyftingar, 56 kg flokkur Asíumenn kraftmiklir. 1. Wu Stude, Kína (267,5 kg) 2. Lai Runming, Kína 3. Kotaka Mashiro, Japan Hjólreiðar, 1000 m 1. Freddy Schmidtke, V-Þýskal. (1: 06,10) 2. Curtis Harett, Kanada 3. Fabrice Colas, Frakkl. Skotfimi, rifill 1. Ed Etzel, Bandar. 2. Michel Bury, Frakkl. 3. Michail Sullivan, Bretl. 400 m fjórsund karla Fyrsta sundgull kanadamanna í 72 ár og nýtt heimsmet. 1. Alex Bauman, Kanada (4: 17,41) I 2. Ricardo Prado, Brasilíu (4: 18,45) 3. Richard Woodhouse, Ástralíu (4: 20,50) 200 m bringa kvenna Kanadamenn héldu áfram í gull- inu. íslandsmetið sem Guðrún Fema setti í undanriðlinum var 2: 44,85. 1. Anne Ottenbrite, Kanada (2: 30,38) 2. Susan Rapp, Bandar. (2: 31,15) 3. Ingrid Lempereur, Belgíu (2: 31,40) 4x200 m skriðsund karla Hörð keppni milli v-þýsku og bandarísku sveitarinnar. Gull- mennið Gross var næstum búinn að stela sigrinum fyrir Þjóðverja á síðasta spretti en hafði það ekki, enda heimsmet hjá innfæddum. 1. Bandaríkin (7: 15,69) 2. V-Þýskaland (7: 15,73) 3. Bretland (7: 24,78) 100 m flug karla Gross hinn þýski vann annað gull sitt og bætti metið sem Morales setti í undankeppninni banda- rísku. Hnífjöfn keppni. Ingi Þór synti í undanriðli á 1: 00,68. 1. Michael Gross, V-Þýskal. (53,08) 2. Pablo Morales, Bandar. (53,23) 3. Glen Buchanan, Ástralíu (53,85) 200 m skrið kvenna 1. Mary Wayte, Bandar. (1: 59,23) 2. Cynthia Woohead, Bandar. (1: 59,50) 3. Anne Werstappen, Holland (1: 59,59) Næsti leikur íslendinganna er á morgun við Rúmeni. -GFr 2. deild KS í 3. sæti Jafn og harður leikur Siglfirðinga við Eyja- menn Mi&vikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.