Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Aðgerðirnar Ekkert talað við lífeyrissjóðina Bessastaðahreppur Sveitar- stjóra- skipti Nýr sveitarstjóri tók til starfa í Bessastaðahreppi í gær. Anna S. Snæbjörnsdóttir sem verið hefur sveitarstjóri síðastliðin tvö ár lætur af störfum en hún er í hreppsnefnd. Við starfinu tekur Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingatæknifræðingur. Hann hefur verið byggingafulltrúi og tæknimaður sveitarfélagsins frá 1. sept. 1982. Umsækjendur um sveitarstjórastarfið voru 15 og 9 manns hafa sótt um fyrra starf Sigurðar Vals. Afmœli Þorsteinn Sigurðsson 80 ára Áttatíu ára er í dag, 2. ágúst Þor- steinn Sigurðsson verkamaður Langholtsvegi 31 Reykjavík. Kona hans er Guðmundína Krist- jánsdóttir frá Akranesi. Þor- steinn tekur á móti gestum að heimili sonar síns Efstalundi 1 Garðabæ frá kl. 17.30. Ekki mikill tilgangur í því að sœkja meira fé til lífeyrissjóðanna því þar ríkir samdráttur „Ríkisstjórnin hefur nú ekki kynnt okkur neitt ennþá, þannig að ég get lítið sagt um þessi áform hennar um að lífeyrissjóðirnir fullnægi þörfum íbúðalánakerfis- ins með verðbréfakaupum“, sagði Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands almennra lif- eyrissjóða, SAL, í gær. „Öll þessi ætlunarverk hljóta að þurfa að gerast með samningum eða samkomulagi nema ríkisstjórnin „Þó það sé ekki mitt hlutverk að túlka yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar í þessu fremur en öðru, þá er þarna efalaust átt við að lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf í samræmi við lánsfjáráætlun sem gerð var um áramót. Það vantar mikið á að svo sé og það er það sem menn hafa áhyggjur af“, sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar í gær. Sigurður sagði að Húsnæðis- ætli að gera fjárnám f eignum líf- eyrissjóðanna“! Benedikt sagði allar líkur á því að verulegur samdráttur verði hjá lífeyrissjóðunum á næstu mánuðum þar sem atvinnutekjur manna hafa minnkað og ásókn í lánsfé hjá sjóðunum aukist um leið og lokað hefur verið á hinn almenna mann í bankakerfinu. „Ég sé því ekki mikinn tilgang í því að sækja meira fé til lífeyris- stofnun hefði í sumum efnum dregist aftur úr í venjulegri starf- semi. Hægt hefði verið að sinna lánsþörf þeirra sem væru að byggja í fyrsta sinn án verulegra frávika, en aðrir, og sérstaklega þeir sem eru að kaupa eldri íbúðir hafi þurft að bíða mjög lengi. Áætlunin um Byggingasjóð ríkisins á þessu ári nam 525,4 miljónum en í lok júlí námu kaup lífeyrissjóðanna aðeins 192,1 miljón króna, eða um 60% af því sjóðanna og hef ekki mikla trú á þvf að þama sé fundin framtíðar- lausn varðandi íbúðalánakerfið. íbúðalánakerfið hefur verið í miklu svelti síðan þessi ríkis- stjórn tók við og sérstaklega verkamannabústaðirnir úti um allt land. Verkalýðsfélögin hafa á móti reynt að fylgja áætlun varð- andi kaup af sjóðnum og munu stuðla að því sem mest. Ég hef hins vegar ekki trú á því að sjóð- sem áætlað var á fyrstu 7 mánuð- um ársins. „Það stefnir í alvarlegt óefni ef ekki rætist úr þessum kaupum“, sagði Sigurður, „og þá verður stofnunin að kippa snarlega að sér hendi með lánveitingar. Hins vegar er ég ekki úrkula vonar um að lífeyrissjóðirnir muni herða kaupin þegar líður að haustinu, en ástæðan fyrir þessu er einkum vaxandi ásókn sjóðfélaga í lán“. -AI irnir í heild kaupi bréf eins og lánsfjáráætlun segir til um, því skuldbindingar sjóðanna fara vaxandi um leið og tekjur þeirra minnka". - Hvemig líst þér á þá tillögu ríkisstjómarinnar að veita þá íbúðarlán með veðdeildarbréfum sem menn síðan selji sjálfir til sjóðanna? „Mér líst hábölvanlega á það. Þetta hefur aldrei tíðkast hjá líf- eyrissjóðunum en byggingasam- vinnufélög gerðu þetta einu sinni og þá voru menn að selja þessi bréf á markaði með alls konar afföllum. Það er heldur engin lausn“. -ÁI Námsmenn Húsnæðislánin Stefnir í algert óefni Kaupendur eldri íbúða þurfa að bíða lengi Öngþveiti og óvissa Á sumarráðstefnu Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem haldin var í Félags- stofnun stúdenta um helgina var samþykkt ályktun þar sem há- marksfjárveitingu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna er harðlega mótmælt. Einnig er ákvörðun menntamálaráðherra um að af- nema skylduaðild að SÍNE hörm- uð og misbrestir í starfsemi LIN gagnrýndir. I ályktuninni kemur fram að Verðfall hefur orðið á ferskum fiski í Bretlandi vegna offram- boðs. Mikið hefur verið um sölur íslenskra skipa erlendis að und- anförnu og hefur það leitt af sér heldur lækkandi verð. Að sögn Jóhönnu Hauksdóttur hjá LIU hefur verðið einkum. lækkað á grálúðu og karfa, en þorsk- og ýsuverð hefur haldist nokkurn veginn stöðugt, ennþá að minnsta kosti, eða um 30 kr. meðalverð á kg. Haukur GK seldi hins vegar í ákvörðun Alþingis um hámarks- fjárveitingu til Lánasjóðsins hafi skapað algjört öngþveiti og óvissu meðal námsmanna um það hvort þeim verði tryggð afkoma í vetur. Jafnrétti til náms tilheyrir fortíðinni ef ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar ná fram að ganga. Þar sem skylduaðild er að öllum stéttarfélögum hérlendis segir í ályktuninni að engin rök séu sjáanleg sem réttlæti að slíkt gildi ekki um SÍNE og skorað er á Grimsby í morgun og fékk aðeins 16.48 kr. fyrir kflóið að meðalt- ali, en mikill hluti afians var ufsi, grálúða og karfi. Sjóli seldi í Grimsby í gær og fékk 18.88 kr. meðalverð. Með- alverð hefur hinsvegar haldist gott undanfarnar vikur frá 24 og upp í 30 kr., eftir samsetningu aflans. Á fimmtudag verður boð- inn upp í Bretlandi afli úr flutn- ingaskipinu „Mar“ sem Andri hf. og Fiskafurðir hf. hafa í förum, námsmenn erlendis að ganga í fé- lagið því til styrktar. SÍNE segir tafir á afgreiðslum úr Lánasjóði íslenskra náms- manna gagnrýnisverðar og að starfsmenn sjóðsins fari ekki í einu og öllu eftir ákvörðunum sjóðsstjórnar. Breytingar sem ráðherra hefur gert á starfshátt- um sjóðsins eru taldar auka álag á starfsmenn og torvelda enn frek- ar afgreiðslu lánanna. -JP 250 tonn. Þetta er frystiskip og hefur afla verið landað í það svo að segja beint úr bátunum. Hér er um nýja tilraun að ræða í fisk- útflutningi, en þessi útflutningur hefur verið litinn homauga hjá LÍÚ, sem sér um skipulag á fisk- sölum erlendis. Þessi farmur eykur óvænt framboðið þessa vikuna. Sagði Jóhanna Hauksdóttir að þarna hefðu átt sér stað mistök, sem ekki kæmu fyrir aftur. J.H. Útvarpshúsið Dýrt að bíða „Við bíðum nú eftir viðtali við menntamálaráðherra þar sem við munum gera grein fyrir stöðunni og möguleikum okkar á að hægja á framkvæmdum við útvarpshús- ið“, sagði Hörður Vilhjálmsson, formaður bygginganefndar í gær. Nýlega voru opnuð tilboð í 5ta áfanga hússins og sagði Hörður að ætlunin hefði verið að hafa húsið tilbúið undir tréverk 1. mars á næsta ári. Lægsta tilboð nam 34,5 miljónum og sagði Hörður að af því fé kæmu aðeins 24 miljónir til greiðslu á þessu ári. „Það er þessi áfangi sem við get- um hægt eitthvað á og flutt verk- lok hans lengra fram á næsta ár“, sagði Hörður. „Hins vegar hljót- um við að benda á það að það er þjóðfélaginu ákaflega dýrt og í raun mjög léleg fjármálastaða að halda ekki áfram með eðlilegum hraða þegar húsið er komið þetta langt". -ÁI Fimmtudagur 2. ágúst 1984 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 3 Fisksala Verðlækkun í Bretlandi Offramboð á karfa og grálúðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.