Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 4
______________________LEIÐARI__________________ Vaxtahækkunin: Ágreiningur milli stjórnarliða Eina atriðið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virtist verulega skýrt fólst í tilkynningu um vaxtahækkanir og sjálfdæmi bankanna um stærðargráðu þeirrar hækkunar. Nú er hins vegar komið í Ijós að verulegur ágreiningur var um þetta atriði í þingflokkum ríkisstjórnarinnar og málgögn stjórnarflokkanna túlka þessa vaxtahækkun á mjög mismunandi veg. Þar nær ágreiningurinn frá yfirlýsingum um að hér sé á ferðinni mesta kerfisbreyting í peninga- málum í áratugi og yfir í það að einungis sé um mjög afmarkaða og tímabundna aðgerð að ræða sem verði jafnvel afturkölluð strax í sept- ember. Um leið og niðurstöður ríkisstjórnarinnar voru kynntar sagði Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins í viðtali við DV um ný- skipunina í vaxtamálum: „Þetta er ein mesta breyting á stjórn peningamála sem gerð hefur verið hér á landi í langan tíma“. í leiðara Morg- unblaðsins í gær er þessi skoðun Þorsteins Pálssonar svo ítrekuð. Þar segir: „Þorsteinn Pálsson telur þessa leið sambærilega við það þegar viðreisnarstjórnin steig markverð skref í frjálsræðisátt á árunum 1959 og 1960 með því að gefa innflutningsverslunina frjálsa og af- nema gjaldeyrishöft og skömmtun". Þessar yfirlýsingar og leiðaraskrif gefa til kynna að forysta Sjálfstæðisflokksins telur að hér sé á ferðinni umfangsmikil og varanleg kerfis- breyting sem marki þáttaskil í efnahagsstjórn- inni. í leiðara málgagns Framsóknarflokksins, NT, kemur hins vegar fram allt önnur túlkun. Þar segir að einungis sé um að ræða tíma- bundnarákvarðanirsem verði teknartil endur- skoðunar strax á næstu mánuðum. Þessi skoðun er ítrekuð oft í leiðara NT í gær. Þar segir m.a.: „Framsóknarflokkurinn taldi það skyldu sína öðrum flokkum fremur að sporna gegn þessari öfugþróun. Þess vegna sætti hann sig við viss skilyrði af hálfu samstarfsflokksins sem hann hefði ekki gert annars. Mikilvægast þessara skilyrða er hin tíma- bundna vaxtahækkun. Samkvæmt sam- komulagi stjórnarflokkanna hækka vextir á al- mennum sparisjóðsbókum um 2% en Seðla- bankinn mun veita viðskiptabönkunum svig- rúm til að ákveða aðra vexti, jafnt innláns- og útlánsvexti. Hvort tveggja verður þetta tíma- bundið. Tilgangurinn með þessum aðgerðum á að vera sá að draga úr þenslu og innflutningi en viðskiptahallinn við útlönd hefurfarið vaxandi. Að mati margra Framsóknarflokksmanna er það hæpið að vaxtahækkun nái þessum tilgangi. Hér eru nú ríflegir raunvextir og veld- ur því vafalítið margt annað þenslunni en að ekki fáist raunvextir af innlánsfé. Hins vegar má óttast að vaxtahækkunin geti leitt tii verðhækkana, þyngt rekstur atvinnuveg- anna og hleypt fjöri í kaupkröfur. Fram- sóknarmenn féliust því aðeins tímabundið á þessar aðgerðir svo að kynnast mætti staðhæfingum þeirra sem telja uppboð á sparifé lausn alls vanda. Það verður svoennáný að árétta að hér er aðeins um tímabundna vaxtahækkun eða tímabundna tilraun að ræða“. Þessar tilvitnanir í leiðara málgagns Fram- sóknarflokksins og ummæli Þorsteins Páls- sonar og leiðara Morgunblaðsins sýna að al- varlegur ágreiningur er innan ríkisstjórnarliðs- ins um vaxtaákvarðanirnar. Formaður Sjálf- stæðisflokksins segir að hér sé á ferðinni var- anleg kerfisbreyting en málgagn Framsóknar- flokksins varar eindregið við þessari breyt- ingu, hún sé bara tímabundin, verði endur- skoðuð strax í haust og „þá verði að taka raunhæft á þessum málum en láta ekki kredd- ur ráða“. Þjóðviljinn tekur undir þessi lokaorð leiðara NT í gær. KLIPPT 0G SKORIÐ Stóriðjuriddari tekur til máls Guðmundur G. Þórarinsson samninganefndarmaður við Alu- suisse hefur stílvopn sitt á loft í NT í gær og ætlar að skrifa um stóriðju. Hins vegar tekst Guðm- undi ekki lengi að halda þræði um það mál, því bræðin hefur greini- lega náð yfirhöndinni - og ræðst hann af mikilli heift gegn AI- þýðubandalaginu og Hjörleifi Guttormssyni fyrrverandi iðnað- arráðherra sérstaklega. Grein Guðmundar er um margt tákn- ræn fyrir þann þankagang sem ræður nú ríkjum íslandsmegin í samningaviðræðum við Alusuisse-hringinn. 1000 miljónir dollara í upphafi greinar sinnar segir Guðmundur að þarsem undir- stöðuatvinnugrein fslendinga, landbúnaður og sjávarútvegur, eigi í „tímabundnum erfið- leikum" sé nauðsynlegt að stór- iðja komi til sögunnar. Þessi mál- flutningur kallar á spurningar af þeim toga, hvort stóriðjupostular sjái áhugamáli sínu sérstakan hag af því, að undirstöðuatvinnuveg- irnir séu reknir með tapi? Guðmundur telur að fara þurfi út í stóriðjuframkvæmdir út öld- ina fyrir 1000 miljónir dollara. Þarsem þetta séu svo fjármagns- frekar framkvæmdir sé óhugs- andi að hafna þátttöku erlendra aðilja í atvinnulífsuppbygging- unni. Fjósamaður Alusuisse? Alltíeinu verður Guðmundur G. Þórarinsson stjórnarformaður Þýsk-íslenska verslunarfélagsins heimspekilegur í greininni: „Heimurinn er stöðugt að minnka og samskipti þjóða að aukast. Þar mega íslendingar ekki einangra sig, ekki reyna að gera landið að eins konar þjóð- legu fjósi þarsem enginn geisli er- lendra samskipta kemst inn“. í framhaldi af þessu fer grein- arhöfundur að bölsótast útí Al- þýðubandalagið. í sjálfu sér er það flokkslegt sjónarhorn greinarhöfundar að tala um fjós og geislann sem brýst inní það. En af greininni má ráða að ein- hverjir hafi blindast af þessum geisla „erlendra samskipta" og væri ekki gott afspurnar ef landar vorir hefðu ráðist til fjósa- mennsku hjá Alusuisse. Virk yfirráð Guðmundur vill meina að það sé létt verk að fást við erlenda aðilja í stóriðjusamskiptunum: „Framsóknarmenn hafa sett fram þá stefnu að íslendingar haldi „virkum yfirráðum“ yfir stór- iðjufyrirtækjum hér á landi“. Guðmundur segir að um þetta séu leiðbeinandi línur í stefnu- skrá Framsóknarflokksins. Ann- að hvort hefur Guðmundur sjálf- ur aldrei lesið þessar leiðbeinandi h'nur ellegar þá að Framsóknar- flokkurinn hafi einfaldlega varp- að þessari stefnu sinni fyrir róða, því það eru mörg misseri síðan flokkurinn hafnaði kröfum um slík virk yfirráð. Sjálfur hafði Guðmundur G. Þórarinsson forgöngu um að hafna slíkum kröfum í álviðræðunefndinni á síðasta stjórnarári ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, einsog frægt varð. Hins vegar gæti mörg- um þótt það álitamál hversu virk yfirráð Alusuisse eru yfir mönnum og flokkum uppá ís- landi. Að halda samninga Þegar hér er komið sögu í grein Guðmundar G. Þórarinssonar í NT hefur maðurinn misst allt vald á viðfangsefninu - „samn- ingum um stóriðju". Guðmundur segir: „Af viðraeðum mínum við erlenda aðilja á undanförnum mánuðum verður mér æ betur Ijóst hversu Alþýðubandalagið hefur skaðað Islendinga með málflutningi sínum og iðnaðar- ráðherra síns á liðnum árum“. og síðar: „í viðræðum við japanska fyrirtækið Sumitomo um þátt- töku þess í járnblendifélaginu kom hvað eftir annað fram spurningin: Haldið þið samn- inga? Fimbulfamb Guðmundar G. Þórarinssonar á sumsé að skilja þannig að íslendingar hafi ekki í iðnaðarráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar staðið við gerða samninga við Alusuisse. Stað- reyndin er hins vegar sú, sem Guðmundur G. Þórarinsson veit manna best, að Alusuisse hefur hlunnfarið íslendinga í við- skiptum. Og Alþýðubandalagið er ekki eitt um það að hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, heldur allra flokka menn, innlendar og erlendar rannsóknarnefndir. Meiraðsegja Guðmundur var í langa tíð sömu skoðunar. Hver skaðar hvern? Niðurstaða Guðmundar er að Alþýðubandalagið hafi stór- skaðað málstað íslendinga. Mál- staður íslendinga er væntanlega sá að fá amk. kostnaðarverð raf- orku fyrir söluna til Alusuisse auk þess að tilskilin gjöld séu innt af hendi og íslendingar fái að fylgjast nákvæmlega með rekstri fýrirtækisins. Alþýðubandalagið setti fram kröfur um þessi atriði og vildi sækja með öllum lög- tækum leiðum. Hins vegar hljópst Guðmundur G. Þórarins- son undan merkjum í deilunni við Alusuisse á sínum tíma og stóð ekki að baki kröfum iðnaðarráð- herra um áðurnefnd atriði. Hvað er framundan? Guðmundur G. segir Alþýðu- bandalagið styðjast við „þjóðern- isrembing“, vilji aldrei gera samninga við útlendinga. Það vilji að þjóðin lifi af fegurð nátt- úrunnar og hækka kaupið. Oft hefur meiru verið logið. En hins saknar maður; hvaða efnisleg tök hníga að samkomulagi við Alu- suisse nú og hver á sú niðurstaða að verða. Um þetta getur ekki Guðmundur G. Þórarinsson - og er þó búinn að sitja marga fundi með Alusuisse. Skuldar hann ekki þjóðinni upplýsingar um slík atriði? -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Kad Haraldsson. Fróttastjórar: Oskar Guömundsson, Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guöjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- hóðinsson. Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karisson. Utllt og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Augiýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Verð í lausasölu: 22 kr. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Sunnudagsverö: 25 kr. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Áakriftarverð á mánuði: 275 kr. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: ólöf Siguröardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.