Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 5
í hendur landstjórnarinnar Tilraunir með atvinnulýðrœði á 60 vinnustöðum Samið um lausn á fjármálavanda fyrirtœkisins Um áramótin gerast þau tíð- indi á Grænlandi, að lands- stjórnin tekur í sínar hendur framleiðslu- og útflutnings- deildir Konunglegu Græn- landsverslunarinnardönsku, en á hennar vegum hefur mikið af grænlensku atvinnu- lífi verið rekið. Um leiðverður á fiskvinnslustöðum og í öðr- um fyrirtækjum Grænlands- verslunarinnar komið á fót framleiðslunefndum með fulltrúum fiskimanna, veiði- manna, verkamanna og bæjarfélaga, sem eiga í sam- einingu að taka á sig ábyrgð á stjórn framleiðslunnar. í þessu máli hefur orðið ofan á stefna Lars Emils Johanesens at- vinnumálaráðherra Siumut- flokksins. Hann hefur jafnan ver- ið talinn til vinstri við forsætisráð- herra sama flokks, Jonathan Motzfeldt. Og þegar Siumut eftir nýlegar kosningar tók upp sam- starf við lítinn vinstriflokk, Inuit Ataqatigiit, náð Lars Emil Jo- hanesen betri stöðu til að knýja á með hugmyndir sínar um áætl- anabúskap og meðákvörðunarr- étt vinnandi fólks í fyrirtækjum. Þá hefur hann ekki aðeins í huga Grænlandsverslunina konung- legu. Fyrir skömmu fór Godtháb Fiskeindustri í Nuuk á höfuðið, en það er eitt af stærstu fyrirtækj- um Grænlands. Og Lars Emil Jo- hanesen kannar nú möguleika á því að heimastjórnin yfirtaki það fyrirtæki ásamt með samtökum verkamanna og sjómanna. í viðtali við danska blaðið In- formation um þessi mál segir Lars Emil Johanesen á þá leið, að hann ætli ekki að svo stöddu að „fara að gera tilraunir með eignarform“ á Grænlandsversl- uninni. Fyrirtækið var ríkisrekið og verður nú rekið af landstjórn- inni, enda þótt þær hugmyndir njóti mikils fylgis bæði í Siumut og hjá öðrum, að samvinnufé- lagaform sé einna æskilegast rekstrarform á Grænlandi. Ráðherrann segir það skipti mestu máli, að efla ábyrgðartilf- inningu þeirra sem á hverjum vinnustað eru, tilfinningu fyrir því að þetta sé „þeirra fyrirtæki“, en ekki rekið af utanaðkomandi valdi. Hann gerir ráð fyrir því, að á hverjum stað verði rekstur fyr- irtækja Grænlandsverslunarinn- ar í höndum framleiðsluráðs, þar sem SIK (ASÍ þeirra Grænlend- inga), og KNAPK (Samtök fiski- manna og veiðimanna), eiga sér fulltrúa ásamt fulltrúum bæjar- stjórna. Þessar stjómamefndir bera ábyrgð á rekstri og fjármál- um gagnvart landstjóminni og starfsfólki. Ekki er enn ákveðið hvort þessar stjórnamefndir muni ráða framkvæmdastjóra á hvérjum stað en atvinnumála- ráðherrann grænlenski kveðst vona að þeir sem nú stjórna fyrir- tækjunum muni flestir sitja áfram eftir næstu áramót. Nokkur ágreiningur hefur orð- ið um fjármál hinnar Konunglegu Grænlandsverslunar. Fyrirtækið rekur tíu frystihús, sauðfjárbú, togara, verslun með selskinn og margt fleira - alls um 60 vinnust- aði. Veltan er um miljarður króna á ári og tapið all vemlegt. Hallinn á rekstrinum nam 89 miljónum króna árið 1983. Á grundvelli þess uppgjörs komu heimastjórnin í Nuuk og Græn- landsmálaráðuneytið danska sér saman um að það þyrfti að útvega 105 miljónir króna í reksturinn í ár. En þessir aðilar em ekki sam- mála um það hvernig að því skuli staðið. Danska stjórnin lýsti sig þá reiðubúna til að auka fjárveiting- ar til Grænlands - innan hins al- menna ramma sem þeim eru sett- ar - um 71 miljón króna. Þá vom eftir 34 miljónir króna til að 105 væri náð og Grænlandsverslun gæti haldið áfram vandræðalaust. Nýlega fór landstjórnin til Flmmtudagur 2. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5 Kaupmannahafnar og þar tókst að ná samkomulagi við dönsku stjórnina um að þessari upphæð yrði á sparnaðar- og niðurskurð- artímum skipt á milli Dana og grænlensku landstjórnarinnar. Hún mun reyna að ná inn sínum 17 miljónum með verðhækkun- um sem ganga í gildi á næsta ári. Það kom fram við samninga- gerð í Kaupmannahöfn að land- stjórnin vill gjarnan flýta fyrir því að hún yfirtaki afganginn af rekstri Konunglegrar Græn- landsverslunar - vörudreifingu og flutninga - þegar árið 1986. Áður hafði verið um það rætt, að þær breytingar yrðu ekki fyrr en eftir 1990. A næstunni mun land- stjórnin taka að sér húsnæðismál- in sem hafa heyrt undir svo- nefnda GTO - Tæknistofnun Grænlands. Stjórnarandstöðuflokkurinn Atassut hefur gagnrýnt yfirtöku Grænlandsverslunar og sagt að þó Siumutmenn tali djarflega um að „við getum þetta sjálfir“ þá veifi þeir betlistaf í leiðinni. Þeir í Atassut fá a heyra það í staðinn, að þeir vilji í raun sem minnstu breyta vegna þess að þeir „þon ekki sjálfir". ÁB tók saman. Danska alþýðusambandið: Skyldugreiðslur til krata lagðar niður Nýtt form á styrkjum til danskra stjórnmálaflokka? Miðstjórn LO, Danska alþýðusambandsins, virðist á einu máli um þá tillögu Knuds Christensens, formanns sambandsins, að það skuli hætt við skyldugreiðslur meðlima verkalýðsfélagánna til Sósíaldemókrataflokksins danska. Og talsmaður Sósíaldemókrata, Sven Auken, hefur fyrir sína parta lýst því yfir að hann styðji þessa hugmynd. í vetur er leið var í borgara- legum blöðum ráðist hart á verkalýðshreyfinguna dönsku og sósíaldemókrata fyrir skyldu- greiðslur þessar. Tilefnið var það að nokkrir strætisvagnabílstjórar neituðu að inna þessar greiðslur af hendi og gerðu starfsfélagar þeirra þá verkfall til að knýja á um að þeir yrðu reknir úr vinnu. Valfrelsi Samkvæmt peim hugmyndum, sem formaður alþýðusambands- ins leggur nú fram, getur hver og einn hinna 1,3 miljóna meðlima í danska alþýðusambandinu kraf- ist þess að fá endurgreiddan þann hluta félagsgjalda sinna sem rennur til sósíaldemókrata eða krafist þess að þeim peningum verði varið í eitthvað annað. Ekki er búist við því að sósíaldemó- kratar tapi í raun miklu fé á þessu. Til eru þau félög sem hafa iðkað slíkt „valfrelsi" - og eru það ekki margir sem nenna að heimta aftur þær sjö krónur danskar á ári eða svo, sem ganga til flokks Sósíaldemókrata. En alls hefur þessi upphæð numið um tíu miljónum króna á ári, og fimmtán miljónum á kosningaár- um. Það er ljóst að það er áfram gert ráð fyrir því að verkalýðsfé- lögin styðji verkalýðsflokka - og þá ekki bara Sósíaldemókrata. En það verður ekki um skuld- bindingu fyrir hvem og einn að ræða, þótt meirihluti í hans félagi taki slíka ákvörðun. Atvinnurekendasambandið danska hefur hinsvegar ekki iðr- ast synda sinna og heidur áfram að greiða til hægriflokka með- lima sinna án þess að spyrja um vilja hvers og eins. Borgaraflokkamir höfðu reyndar ætlað að bera fram fmm- varp á danska þinginu þess efnis, að það yrði bannað með lögum að verkalýðsfélög inntu af hönd- um skyldugreiðslur til pólitískra flokka. Nú munu forsendur fyrir slíkri lagasetningu úr sögunni. Aftur á móti hefur Sven Auken, talsmaður Sósíaldemókrata, haft það á orði, að sinn flokkur muni bera fram hugmyndir um rfkis- styrk við pólitíska flokka, sem fer eftir atkvæðamagni þeirra. Einn- ig sú hugmynd hefur hlotið blendnar viðtökur í Danmörku: hún þykir stefna í þá átt að frysta í óbreyttu ástandi það pólitíska mynstur sem nú er fyrir hendi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.