Þjóðviljinn - 02.08.1984, Blaðsíða 21
Æskulýðsfylkingin
Vinnuferð
í Skaftafell
f Landleiðarútu við lögðum af stað
leiðin var greið, en það var eitthvað að,
svo stoppaði rútan og stóð bara kjurr
þó var barið og bankað uns loks heyrðist burr.
Við hoppuðum hæð okkar himinsins til
af hreinustu gleði víst gekk allt í vil.
En hún fór í verkfall og stóð bara í stað
svo við tókum upp gítar og settumst þar að.
Það var sungið og spilað langt fram á nótt
og drukkið og dansað uns dró úr oss þrótt
þá lögðumst við út af og leituðumst við
að svífa í draumi og fá soldin frið.
Þá hiksta tók vélin og hamast sem óð
við opnuðum augum, heyrðum við hljóð?
Með reykmökk og látum fór rútan í gang.
Þetta var Ijúft fyrir ferðalang.
Leiðin var bæði erfið og ströng
og gat því ei talist annað en löng
en allt fékk þó endi sem okkur féll
er við keyrðum í hlaðið við Skaftafell.
Agnes, Gerður og Gugga.
utan hjá fjárhúskofa. Þetta frá-
bæra fjárhús gegndi því hlutverki
að vera matsalur okkar. Partur af
húsinu hafði verið þiljaður af, svo
komin var ágætis aðstaða fyrir
svanga sjálfboðaiiða. Heldur var
mannskapurinn orðinn rislágur
og syfjulegur og þótti því ráðlegt
að senda fólkið inn í drauma-
landið um tíma. Eftir tveggja
tíma svefn voru allir ræstir og
stokkið var af stað til að ljúka
vinnunni.
Kæru lesendur. Ykkur finnst
þetta ef til vill líta þreytulega út
en svo var það alls ekki. Þrátt
fyrir lítinn svefn voru allir hinir
hressustu og unnu af kappi. Við
þorum að fullyrða að allir
skemmtu sér stór vel í vinnutím-
anum. Okkur þykir hin mesta
furða að ekki hafi fleiri íslending-
ar lagt fram vinnuafl sitt í þágu
náttúruverndar. Tryggvi Jakobs-
son landvörður tjáði okkur að
nær eingöngu útlendingar hefðu
unnið þar til þessa.
En bíðið aðeins, ferðasagan er
ekki alveg búin. Að afloknum
ánægjulegum degi tóku við leikir
og létt gaman langt fram á nótt.
Setið var í fjárhúsinu góða, sung-
ið og spilað. Sumir fóru í göngu-
ferð, aðrir í fótbolta eða bara yf-
irleitt gerðu það sem kom upp í
hugann þessa fallegu sumarnótt.
Upp úr hádeginu daginn eftir
lagði hópurinn heimleiðis með
það í huga að ferðin var allt of
stutt.
Agnes, Gerður og Gugga.
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
Fall er fararheill og það átti
sannarlega við er Æskulýðsfylk-
ing A.B. lagði af stað um síðustu
helgi, 27.-29. júlí, í Skaftafell.
Eins og greinir frá í Ijóðinu hófst
ferðin ekki rétt vel, rútan bilaði
við Seljalandsfoss og var þar
stopp í 5 tíma. En hvað um það,
þessi 40 manna hópur af hressu
fólki á öllum aldri lét það ekki á
sig fá að vera 12 tíma á leiðinni
austur. í Skaftafell ætluðum við!
Það var ekki fyrr en kl. 9 um
morguninn sem hópurinn var
mættur á staðinn og var beint far-
ið að tjalda. Tryggvi Jakobsson
tók á móti okkur og bjó til handa
okkur morgunmat ásamt enskum
piltum sem þarna voru einnig í
sjálfboðavinnu.
Fyrir okkur kom ekkert annað
til greina en að standa við gerða
samninga og þegar morgunmat-
urinn var kominn ofan í galtóma
magana var farið að vinna. Hóp-
urinn skiptist í þrennt. Nokkrir
fóru að lagfæra göngustíga undir
leiðsögn Adams og Andrews.
Aðrir æddu upp í fjall til að sækja
símastaura en úr þeim voru
hönnuð leiktæki fyrir væntanlega
gesti staðarins undir 12 ára aldri.
Þriðji hópurinn fór til að bjarga
skjólbeltum frá köfnun. Vesa-
lings hríslurnar voru nærri horf-
nar í grasi sem hópurinn réðst síð-
an á og reitti og tætti í burt. Um
miðjan daginn var snúið aftur til
tjaldbúðanna í hádegismat.
Við tjölduðum ekki á sjálfu
tjaldsvæðinu, heldur rétt fyrir
ÚTISAMKOMA
í Þjórsárdal
um verslunarmannahelgina
Bara flokkurinn
HLH flokkurinn
Hljómsveitin Lótus
Hátíðarræða
Kiza flokkurinn
Breikdans
r
ning
allur af
öðrum skemmtiatriðum
Dansaö á tveimur pöllum öll kvöldin kl. 21-03.
Hljómleikai
Fluaeldasý
og fjöldinn
Allir sem mættu
í fyrra velkomnir
og svo auðvitað
allir hinir sem
bætast við.
Sætaferðir frá BSÍ
föstudag kl. 16.00, 18.30, 20.30
laugardag kl. 14.00, 21.00
sunnudag kl. 21.00
til baka allar nætur kl. 03.00.
Einnig ferðir af Gauknum
í sundlaugina í Þjórsárdal.
Verð: aðgöngumiði (allt
innifalið) 900 kr.
Sætaferðir fram og til baka
frá BSÍ: 400 kr. Alls kr. 1300.
Diskótekið Stúdíó
dunar alla helgina.